Handbolti

Haukur skoraði eitt í enn einum sigri Kielce

Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Vive Kielce er liðið vann öruggan 13 marka sigur gegn Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 34-21, en Kielce hefur unnið alla 14 leiki tímabilsins.

Handbolti

Leik Fram og Gróttu frestað

Þrátt fyrir að afléttingar á sóttvarnarreglum séu yfirvofandi heldur kórónuveiran áfram að leggja stein í götu íþróttalífsins á Íslandi.

Handbolti

Tvö íslensk töp í danska kvennahandboltanum

Það voru Íslendingar í eldlínunni í efstu tveimur deildum danska handboltans í kvöld. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tíu skot í marki Ringkøbing er liðið tapaði 32-28 gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Aalborg töpuðu gegn SønderjyskE í B-deildinni 24-22.

Handbolti

Ágúst Elí og félagar fjarlægjast fallsvæðið

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í KIF Kolding unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-26 og Ágúst og félagar eru nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Handbolti

Davíð B. Gíslason látinn

Davíð B. Gíslason, varaformaður Handknattleikssambands Íslands, lést á heimili sínu á laugardaginn eftir baráttu við krabbamein í heila. Hann var 52 ára.

Handbolti

Bjarni skoraði fimm í sigri Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk fyrir Skövde er liðið tók á móti Aranas í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bjarni og félagar unnu þriggja marka sigur, 33-30.

Handbolti

„Þetta er smábrot af því sem mun koma“

Markvörðurinn ungi Viktor Gísli Hallgrímsson segir að framtíðin sé mjög björt hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Það að liðið hafi náð 6. sæti á nýafstöðnu Evrópumóti sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skuli.

Handbolti