

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni bar sigur úr býtum á Flugfélags Íslands mótinu en keppni í kvennaflokki er nýlokið. Leikið var í Vesmannaeyjum.
Íslandsmeistarinn Ólafur Björn Loftsson er á fimm höggum undir pari eftir fyrri hringinn á Flugfélags Íslands-mótinu, fyrsta mótinu í Íslandsmeistaramótaröðinni, sem fer fram í Vestmannaeyjum.
Íslandsmótið í golfi hófst í morgun í Vestmannaeyjum. Fyrstu kylfingar fóru út klukkan 7.40 en blíðskaparveður er í Eyjum.
Golfsamband Íslands hefur aukið þjónustu sína til muna fyrir áhugamenn um golf. Nú gerir GSÍ fólki kleift að fylgjast með skori kylfinga í beinni útsendingu á netinu, beint í síma.
Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót.
Golfsamband Íslands hefur ákveðið að efla á nýjan leik verkefni afrekskylfinga frá Íslandi. Verkefnin voru skorin niður á síðasta ári vegna efnahagsástandsins.
Tiger Woods mun snúa aftur til leiks á golfvellinum í næstu viku þegar hann tekur þátt í Memorial mótinu í Ohio. Hann ætlar að spila þrátt fyrir að vera í litlu sem engu formi.
Fyrsta stigamót ársins í golfinu fer fram í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Mikil spenna er á meðal golfáhugamanna fyrir mótinu enda tímabilið loksins að byrja aftur.
Tiger Woods er ekki öruggur um sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Corey Pavin, fyrirliði, velur fjóra leikmenn en átta leikmenn fá sjálfkrafa þátttökurétt vegna stiga.
Um helgina fór fram fyrsta keppnishelgi sumarsins í golfinu er keppt var á unglingamótaröð og Áskorendamótaröð Arion banka. Keppt var í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja og á Kirkjubólsvelli í Sandgerði.
Tiger Woods hefur staðfest að hann ætli sér að spila á opna breska meistaramótinu í golfi þó svo hann sé að glíma við hálsmeiðsli. Meiðslin urðu þess valdandi að hann varð að hætta keppni á Players-meistaramótinu fyrir tíu dögum síðan.
Tiger Woods kláraði ekki lokahringinn á Players-meistaramótinu í golfi í nótt þar sem hann varð að hætta vegna hálsmeiðsla þegar hann var búinn með 7 af 18 holum á lokahringnum.
Tiger Woods á litla von um sigur á Players Championshíp-mótinu eftir tvo daga. Tiger er níu höggum á eftir Englendingnum Lee Westwood sem er að spila frábærlega.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem er einn efnilegasti kylfingur landsins, mun spila golf með frænku Tiger Woods, Cheyenne Woods, næsta vetur.
Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par.
Tiger Woods hefur staðfest að hann muni keppa á Players Championship-mótinu sem fer fram í byrjun næsta mánaðar.
Stöð 2 Fjölvarp hefur tryggt sér sýningarréttinn á Golf Channel frá og með deginum í dag. Golf Channel er ein virtasta golfstöð heims og hentar kylfingum á öllum aldri, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna kylfinga.
Búið er að staðfesta að Tiger Woods hefur formlega sótt um að taka þátt í US Open á þessu ári. Má því fastlega búast við því að hann taki þátt í mótinu.
Phil Mickelson hefur endurheimt annað sæti heimslistans eftir sigurinn á Masters. Tiger Woods trónir enn á toppnum en Steve Stricker fellur niður í þriðja sætið.
Kylfingurinn Phil Mickelson tileinkar sigurinn á Masters eiginkonu sinni sem glímt hefur við brjóstakrabbamein.
Phil Mickelson vann glæsilegan sigur á Masters-mótinu í golfi sem lauk nú í kvöld. Mickelson lék afar gott golf í dag og vann verðskuldað. Þetta er í þriðja sinn sem Mickelson vinnur Masters.
Þriðja keppnisdegi af fjórum á Masters-mótinu er lokið. Englendingurinn Lee Westwood er efstur fyrir lokadaginn en Tiger Woods er í þriðja sæti og hefur ekki sagt sitt síðasta orð.
Tiger Woods lék aftur vel á öðum keppnisdegi á Masters-mótinu í golfi. Tiger kom í hús á 70 höggum, eða tveim undir pari og er sem stendur í þriðja sæti ásamt KJ Choi.
Fred Couples er efstur á Masters-mótinu eftir fyrsta hring á sex undir pari. Hann hefur leikið frábærlega og náði fjórum fuglum á síðustu sex holunum.
Hinn gamalreyndi Tom Watson sýndi skínandi spilamennsku á Masters í dag og kom í hús á fimm höggum undir pari. Þessi sextíu ára gamli kylfingur er í forystu sem stendur.
Stóri dagurinn er runninn upp. Tiger Woods spilar aftur golf í kvöld á Masters-mótinu og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00.
Fyrsta nýja auglýsingin með Tiger Woods, síðan upp komst um framhjáhald hans, var frumsýnd í gær. Hún er frá Nike og er afar sérstök enda vakið mikla athygli.
Tiger Woods mun væntanlega ekki heilsa kylfusveini KJ Choi, Andy Prodger, sérstaklega hlýlega í dag eftir að kylfusveinninn talaði ekkert of fallega um Tiger.
Mastersmótið hefst á fimmtudag en í dag var dregið í ráshópa. Allra augu beinast að Tiger Woods sem verður í ráshópi með Matt Kuchar og KJ Choi á fyrstu tveimur keppnisdögunum.
Tiger Woods situr fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir Masters mótið en hann stendur yfir.