Golf

Tvö stór mót á döfinni um helgina
Allir bestu kylfingar heims verða í eldlínunni, Tiger Woods snýr til baka á TPC Scottsdale á meðan að Rory McIlroy og stærstu nöfn Evrópu taka slaginn í Dubai.

Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi
Golfsamband Íslands hefur nú birt mótaskrá sína fyrir sumarið 2015 en Íslandsmótið í höggleik fer fram á Akranesi í fyrsta sinn í ellefu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá GSÍ.

Bill Haas sigraði á Humana Challenge
Fann fugl á rétta augnablikinu seint á lokahringnum og sigraði að lokum eftir gríðarlega spennandi keppni alveg fram á lokaholuna.

Fjórir jafnir fyrir lokahringinn á Humana Challenge
Skortaflan er þétt setin fyrir lokahringinn í Kaliforníu sem verður eflaust mjög spennandi. Átta kylfingar eru í forystunni eða einu höggi frá henni þegar að 18 holur eru óleiknar.

Branden Grace hafði sigur eftir spennuþrunginn lokahring í Katar
Þrír kylfingar voru jafnir þegar þrjár holur voru eftir en þá gaf Suður-Afríkumaðurinn í og kláraði dæmið með frábærum erni og síðan fugli á lokaholunni.

Spenna fyrir lokahringinn í Katar
Strákarnir okkar eru ekki þeir einu sem berjast til síðasta blóðdropa í Katar en fyrir lokahringinn á þriðja móti ársins á Evrópumótaröðinni deila fjórir sterkir kylfingar forystunni.

Ráðist á kylfing á PGA-mótaröðinni
Ástralanum Robert Allenby var rænt, hann laminn og rændur eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Sony Open á Hawaii um síðustu helgi.

Myndatökumaður sló tönn úr Tiger
Tiger Woods mætti til að styðja unnustu sína, Lindsey Vonn, um daginn en sú ferð var ekki til fjár.

Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open
Engum tókst að ógna Walker á lokahringnum sem nú hefur sigrað í fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á stuttum tíma. Gerði mjög gott mót á Hawaii og heldur til meginlandsins 200 milljón krónum ríkari.

Kaymer missti frá sér sigurinn í Abu Dhabi á ævintýralegan hátt
Tíu högga forysta varð að engu á nokkrum holum, Rory McIlroy pressaði um tíma á Kaymer en Gary Stal, ungur óþekktur kylfingur tryggði sér sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni með fullkomnum lokahring.

Martin Kaymer með yfirburði í eyðimörkinni
Er með sex högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn en fátt virðist geta stöðvað að US Open meistarinn sigri í sínu tólfta móti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Á meðan deila Matt Kuchar, Webb Simpson og Justin Thomas forystunni á Sony Open á Hawaii eftir tvo hringi.

Kaymer í forystu í Abu Dhabi en McIlroy ekki langt undan
Martin Kaymer hefur leikið frábærlega í Abu Dhabi en Rory McIlroy kemur líka sjóðandi heitur úr jólafríinu. Fór holu í höggi á öðrum hring líkt og Miguel Angel Jimenez sem fagnaði draumahögginu með spænskum dansi.

Mikið um að vera í golfheiminum um helgina
Tvö stór mót á döfinni og margir af bestu kylfingum heims hefja keppnistímabil sitt. Hvernig kemur Rory McIlroy úr jólafríinu?

Patrick Reed hafði sigur á Hawaii
Fékk ævintýralegan örn á 16. holu á lokahringnum og jafnaði við Jimmy Walker. Sigraði á fyrstu holu í bráðabana en sigurinn er hans fjórði á ferlinum.

Tveir í forystu á Kapalua fyrir lokahringinn
Hideki Matsuyama og Jimmy Walker eiga tvö högg á næstu menn fyrir lokahringinn í kvöld. Hver sigrar á fyrsta móti ársins á PGA-mótaröðinni?

Fuglaveisla á Hawaii
Mikil spenna ríkir á fyrsta móti ársins á PGA-mótaröðinni en fjórir kylfingar deila efsta sætinu eftir tvo hringi á Kapalua vellinum á 11 höggum undir pari.

Russell Henley í forystu eftir fyrsta hring á Hawaii
Mörg góð skor á fyrsta hring á Kapalua vellinum en Henley stal senunni með frábærri frammistöðu á flötunum. Sang-Moon Bae, sem reynir þessa dagana að komast undan herskyldu í heimalandinu, lék einnig frábært golf og er í öðru sæti.

Verður Birgir Leifur bestur í Kópavogi og Garðabæ?
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson var í gær valinn íþróttakarl Kópavogs 2014 og um helgina gæti hann bætt við sig annarri nafnbót.

Paul McGinley: Tiger er kominn með sprengikraftinn aftur
Ryderfyrirliði Evrópuliðsins telur að frí Tiger Woods frá keppnisgolfi hafi hjálpað honum mikið. Woods gæti tekið þátt í sínu fyrsta móti á árinu seinna í mánuðinum

PGA-mótaröðin hefst á ný um helgina
Mót meistaranna fer fram á Hawaii en mörgum stórum spurningum um bestu kylfinga heims er ósvarað fyrir tímabilið sem nú fer í hönd.

Rory hjálpar veikum börnum í Kentucky
Kylfingurinn Rory McIlroy sannaði um jólin að hann er með hjarta úr gulli.

Sang-Moon Bae kallaður í herinn í heimalandinu
Gæti misst af næstu tveimur tímabilum á PGA-mótaröðinni því allir fullorðnir karlmenn í Suður-Kóreu þurfa á einhverjum tímapunkti að sinna herskyldu,

Rickie Fowler reynslunni ríkari eftir viðburðaríkt ár
Að detta úr forystunni á lokahringnum á PGA-meistaramótinu voru mistök ársins að sögn þessa frábæra kylfings sem átti þó annars vel heppnað ár á golfvellinum.

Þurftu að færa brúðkaupið svo Obama kæmist í golf
Par í bandaríska hernum þurfti að færa brúðkaup sitt á elleftu stundu svo Bandaríkjaforseti gæti spilað golf.

Flottur árangur hjá Gísla á Miami
Efnilegasti kylfingur landsins, Gísli Sveinbergsson, endaði í 14.-16. sæti á Orange Bowl-mótinu sem fram fór í Miami.

Mun pabbahlutverkið hafa einhver áhrif á Dustin Johnson?
Snýr til baka á golfvöllinn á nýju ári eftir að hafa verið settur í keppnisbann í hálft ár vegna eiturlyfjanotkunar. Breytir föðurhlutverkið áherslum þessa frábæra kylfings?

Tiger Woods þakklátur þrátt fyrir erfitt ár
Skrifaði mjög jákvæðan pistil á heimasíðu sína og segist vera orðinn alveg frískur af þeim meiðslum sem hafa plagað hann á undanförnu ári.

Steve Stricker fór í aðgerð á baki
Þessi vinsæli kylfingur er orðinn 47 ára en ætlar sér að komast aftur í sitt besta form á nýju ári eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð.

Adam Scott ræður til sín nýjan kylfusvein
Mike Kerr tekur við að Steve Williams sem hætti störfum fyrr á árinu. Hefur starfað fyrir mörg stór nöfn í golfheiminum.

Vippar viljandi með annarri hendi
Jason Palmer er líklega sérstakasti kylfingur heims. Hann er búinn að tryggja sig inn á Evrópumótaröðina þó að hann sé eini atvinnukylfingurinn sem vippar viljandi með annarri hendi. Honum er alveg sama hvernig þetta lítur út.