Erlent Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. Erlent 5.8.2025 07:11 Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 5.8.2025 06:39 Neitað um lausn gegn tryggingu Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Erlent 5.8.2025 06:39 Bolsonaro í stofufangelsi Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Erlent 4.8.2025 22:25 Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. Erlent 4.8.2025 13:57 Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Erlent 4.8.2025 11:45 Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. Erlent 4.8.2025 10:08 Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Erlent 4.8.2025 09:43 Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. Erlent 4.8.2025 09:07 Tugir drukknuðu og margra enn saknað 68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað. Erlent 4.8.2025 08:06 Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3.8.2025 23:30 Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Hamasliðar segja að þeir séu tilbúnir að vinna með Rauða krossinum til að flytja hjálpargögn til gíslanna sem þeir hafa í haldi sínu á Gasa að því gefnu að Ísraelsmenn uppfylli nokkur skilyrði. Erlent 3.8.2025 22:46 Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Áhorfandi á Oasis-tónleikum lést þegar hann féll úr talsverðri hæð á á Wembley-vellinum í Lundúnum í gær. Erlent 3.8.2025 22:03 Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Eldfjallið Krasheninnikov á Kamtjakkaskaga í Rússlandi byrjaði að gjósa í morgun, í fyrsta sinn um sex hundruð ár. Er það eftir gífurlega kröftugan jarðskjálfta fyrr í vikunni og fleiri eftirskjálfta. Erlent 3.8.2025 14:42 Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17 Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Erlent 3.8.2025 11:22 Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Erlent 3.8.2025 09:58 Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Erlent 3.8.2025 08:37 Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. Erlent 2.8.2025 23:38 Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa „Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa. Erlent 2.8.2025 21:57 Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Erlent 2.8.2025 14:55 „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí. Erlent 2.8.2025 12:45 Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Erlent 2.8.2025 11:28 Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Utanríkisráðherra Dana segir að það breytti engu á jörðu niðri þó dönsk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Erlent 1.8.2025 23:31 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Erlent 1.8.2025 18:26 „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Erlent 1.8.2025 15:03 „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. Erlent 1.8.2025 14:27 Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Arabaríkin hafa í fyrsta sinn sameinast um ákall til Hamas um að leggja niður vopn, láta alfarið af völdum á Gasa og sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Erlent 1.8.2025 10:05 Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Erlent 1.8.2025 10:00 Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Stjórnvöld í Frakklandi segjast fylgjast náið með þróun mála varðandi birgðir af getnaðarvörnum sem eru sagðar á leið til landsins til brennslu. Erlent 1.8.2025 08:25 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. Erlent 5.8.2025 07:11
Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 5.8.2025 06:39
Neitað um lausn gegn tryggingu Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi. Erlent 5.8.2025 06:39
Bolsonaro í stofufangelsi Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Erlent 4.8.2025 22:25
Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. Erlent 4.8.2025 13:57
Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Erlent 4.8.2025 11:45
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. Erlent 4.8.2025 10:08
Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Erlent 4.8.2025 09:43
Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. Erlent 4.8.2025 09:07
Tugir drukknuðu og margra enn saknað 68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað. Erlent 4.8.2025 08:06
Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3.8.2025 23:30
Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Hamasliðar segja að þeir séu tilbúnir að vinna með Rauða krossinum til að flytja hjálpargögn til gíslanna sem þeir hafa í haldi sínu á Gasa að því gefnu að Ísraelsmenn uppfylli nokkur skilyrði. Erlent 3.8.2025 22:46
Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Áhorfandi á Oasis-tónleikum lést þegar hann féll úr talsverðri hæð á á Wembley-vellinum í Lundúnum í gær. Erlent 3.8.2025 22:03
Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Eldfjallið Krasheninnikov á Kamtjakkaskaga í Rússlandi byrjaði að gjósa í morgun, í fyrsta sinn um sex hundruð ár. Er það eftir gífurlega kröftugan jarðskjálfta fyrr í vikunni og fleiri eftirskjálfta. Erlent 3.8.2025 14:42
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17
Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Erlent 3.8.2025 11:22
Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Erlent 3.8.2025 09:58
Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Erlent 3.8.2025 08:37
Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. Erlent 2.8.2025 23:38
Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa „Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa. Erlent 2.8.2025 21:57
Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Erlent 2.8.2025 14:55
„Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí. Erlent 2.8.2025 12:45
Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Erlent 2.8.2025 11:28
Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Utanríkisráðherra Dana segir að það breytti engu á jörðu niðri þó dönsk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Erlent 1.8.2025 23:31
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Erlent 1.8.2025 18:26
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Erlent 1.8.2025 15:03
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. Erlent 1.8.2025 14:27
Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Arabaríkin hafa í fyrsta sinn sameinast um ákall til Hamas um að leggja niður vopn, láta alfarið af völdum á Gasa og sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Erlent 1.8.2025 10:05
Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Erlent 1.8.2025 10:00
Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Stjórnvöld í Frakklandi segjast fylgjast náið með þróun mála varðandi birgðir af getnaðarvörnum sem eru sagðar á leið til landsins til brennslu. Erlent 1.8.2025 08:25