Erlent

Elsti for­seti heims endur­kjörinn í skugga mót­mæla

Æðsti dómstóll Kamerún lýsti Paul Biya sigurvegara kosninga sem fóru fram fyrr í mánuðinum í dag. Biya er elsti forseti í heimi en hann verður á hundraðasta ári þegar kjörtímabili hans lýkur. Fjórir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita en stjórnarandstaðan telur að brögð hafi verið í tafli í kosningunum.

Erlent

Milei vann stór­sigur í Argentínu

Javíer Milei forseti Argentínu leiddi flokk sinn til stórsigurs í þingkosningum sem fram fóru í landinu um helgina. Kosið er um hluta þingsæta á miðju kjörtímabili fosetans og er sigurinn sagður skýrt merki um að landsmenn séu margir ánægðir með áherslur hans í efnahagsmálum sem hafa endurspeglast í miklum niðurskurði og frjálshyggju.

Erlent

Matarbankar segjast ekki munu anna eftir­spurninni

Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa.

Erlent

Af­tökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“

Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela.

Erlent

Ráðist að fjöl­miðla­fólki með of­beldi og fúk­yrðum

Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum.

Erlent

Newsom í­hugar forsetaframboð

Gavin Newsom, ríkisstjóri Demókrata í Kaliforníu, hefur látið mikið fyrir sér fara í andspyrnu sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hefur einnig verið títt orðaður við framboð til forseta í næstu kosningum og sagði í dag að hann íhugaði alvarlega að gefa á sér kost.

Erlent

Allt undir hjá for­setanum hárprúða

Argentínumenn ganga í dag til þingkosninga sem taldar eru prófsteinn fyrir Javier Milei, hinn hárprúða forseta landsins. Róttæk frjálshyggja hans er undir í kosningunum enda hægara sagt en gert að koma stefnumálum sínum í gegn án fleiri sæta í þinginu.

Erlent

Óttast blóð­bað við fall síðasta vígis stjórnar­hersins í Darfur

Leiðtogar uppreisnarsveita Rapid Support Forces (RSF) í Súdan segjast hafa handsamað höfuðstöðvar stjórnarhersins í borginni el-Fasher. RSF-liðar hafa setið um borgina um langt skeið en hún er sú stærsta í Darfur-héraði sem stjórnin heldur enn. Óttast er að blóðbað muni fylgja á hæla falls borgarinnar, þar sem að minnsta kosti 250 þúsund manns eru talin búa.

Erlent

Bankaerfingi greiðir laun her­manna meðan ríkis­stofnanir eru lokaðar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna.

Erlent

Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mis­tök

Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum.

Erlent

Tveir hand­teknir vegna Louvre ránsins

Tveir menn hafa verið handteknir vegna ránsins í Louvre um síðustu helgi. Annar þeirra ku hafa verið handtekinn á leið um borð í flugvél til Alsír um klukkan tíu í gærkvöldi og hinn var handtekinn í eða við París skömmu síðar.

Erlent

Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk

Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær.

Erlent

Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimm­tán klukku­stundir

Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni.

Erlent

Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjón­varps­aug­lýsingar

Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur.

Erlent

Ýjar að annarri at­rennu að for­seta­em­bættinu

Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu.

Erlent

Fyrr­verandi drottning Taí­lands er látin

Sirikit, fyrrverandi drottning Taílands, er látin. Hún var mjög vinsæl í Taílandi vegna vinnu hennar í þágu fátækra og umhverfisverndar svo eitthvað sé nefnt. Konungsfjölskyldan tilkynnti andlát drottningarinnar fyrrverandi í morgun.

Erlent

Segir Trump vilja nýtt  „eilífðarstríð“

Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins.

Erlent

Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna

Norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre og aðrir ráðherrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins eru sakaðir um blekkingar í umræðum um skipagöngin við Stað í aðdraganda þingkosninganna í Noregi þann 8. september síðastliðinn. Ásakanirnar koma meðal annars frá formanni nánasta samstarfsflokks Verkamannaflokksins á síðasta kjörtímabili.

Erlent

Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða her­mönnum laun

Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna.

Erlent

Bandaríkja­menn ræsa út stærsta flug­móður­skip heims

Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi.

Erlent

Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mis­tök

Lögreglan í Bretlandi hóf í dag umfangsmikla leit að kynferðisbrotamanni sem sleppt var úr haldi fyrir mistök. Umfangsmikil mótmæli hafa farið fram í Englandi vegna afbrota mannsins.

Erlent

Fangelsaðir vegna í­kveikju fyrir Wagner

Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans.

Erlent

Ætlar að flýta hernaðar­upp­byggingu í Japan

Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum.

Erlent