Innlent „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Innlent 17.3.2025 20:33 Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. Innlent 17.3.2025 20:01 Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. Innlent 17.3.2025 19:22 Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Innlent 17.3.2025 18:49 Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og heyrum frá konu sem lifði af umsátrið við Mariupol. Hún missti eiginmann sinn í árásum á borgina og komst naumlega undan með börnum sínum. Innlent 17.3.2025 18:17 Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Maðurinn sem lést í bílslysinu á Hrunavegi við Flúðir fyrr í mánuðinum hét Eiríkur Kristinn Kristófersson. Innlent 17.3.2025 18:15 „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Innlent 17.3.2025 17:55 Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum heldur áfram og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands líklegast að hún endi með eldgosi. Eldgosið gæti haftist með mjög skömmum fyrirvara. Truflun í tækjabúnaði leiddi til þess að jarðskjálftar mældust austar en þeir voru í raun. Innlent 17.3.2025 17:45 Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. Innlent 17.3.2025 16:45 Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar. Innlent 17.3.2025 16:12 Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Austurlands í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra. Talið var sannað að hann hefði orðið hjónunum að bana en hann sýknaður vegna skorts á sakhæfi. Innlent 17.3.2025 16:06 Útskrifaður af gjörgæslu Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum. Innlent 17.3.2025 15:58 Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að leggja niður stjórn Tryggingastofnunar. Áætlað er að með því geti tíu til tólf milljónir króna sparast á ári. Innlent 17.3.2025 15:34 Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Það var starfshópur skipaður þremur borgar- og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem lagði til hækkun launa formanns og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Innlent 17.3.2025 14:03 Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Eigendur Hvítabandsins, húss við Skólavörðustíg 37, óskuðu eftir breytingu á deiliskipulagi til að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti nema með viðbættum kjallara og nýrri útfærslum á kvistum. Skipulagsfulltrúi hafnaði þeirri ósk vegna menningarlegs, sögulegs og listræns gildis hússins. Innlent 17.3.2025 13:55 Réðst á konu í Róm og við Ögur Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Innlent 17.3.2025 13:39 „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Allt bendir til þess að varnargarðar sem þegar hafa verið reistir komi til með að verja Grindavík og orkuverið í Svartsengi. Prófessor í jarðeðlisfræði segir nánast öruggt að til eldgoss komi, þó óvissa sé um tímasetningu þess. Innlent 17.3.2025 13:36 „Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. Innlent 17.3.2025 12:22 Beðið eftir gosi Í hádegisfréttum okkar tökum við stöðuna á eldstöðvunum við Sundhnúksgígaröðina en sérfræðingar eru á því að þar gæti farið að gjósa hvenær sem er. Innlent 17.3.2025 11:38 Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það er hægt og bítandi að koma mynd á málið, en náttúrulega heilmikil vinna eftir og mikið af gögnum sem á eftir að yfirfara,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, um rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi síðastliðinn þriðjudag. Innlent 17.3.2025 11:28 „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár. Innlent 17.3.2025 09:41 Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Það tíðkast ekki í alvöru lýðræðisríkjum að stjórnmálamenn „rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð“. Innlent 17.3.2025 07:46 Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sýslumannsembætti sem fer með eftirlit með trúfélögum telur að grundvöllur fyrir skráningu Zuism sem trúfélags sé horfinn með hæstaréttardómi yfir forsvarsmönnum félagsins. Búast megi við að gripið verði til aðgerða til að afskrá það. Innlent 17.3.2025 07:03 Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Móðir á fertugsaldri ætlar að halda sig frá Mjóddinni eftir að strákagengi skaut flugeld í kálfa hennar um hábjartan dag. Konan kærði drenginn eftir skítkast hans í hennar garð. Hegðun á borð við þessa yrði að hafa einhverjar afleiðingar. Innlent 17.3.2025 07:03 Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið. Innlent 16.3.2025 21:21 Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Innlent 16.3.2025 21:21 Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. Innlent 16.3.2025 21:02 Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Íslenska ríkið hefur greitt 750 þúsund krónur mánaðarlega í húsleigu fyrir meðferðarheimili sem reyndist ónothæft. Heimilið var opnað af þáverandi barnamálaráðherra nokkrum dögum fyrir kosningar. Innlent 16.3.2025 20:40 Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins. Innlent 16.3.2025 20:07 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. Innlent 16.3.2025 19:02 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 334 ›
„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Innlent 17.3.2025 20:33
Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. Innlent 17.3.2025 20:01
Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. Innlent 17.3.2025 19:22
Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Innlent 17.3.2025 18:49
Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og heyrum frá konu sem lifði af umsátrið við Mariupol. Hún missti eiginmann sinn í árásum á borgina og komst naumlega undan með börnum sínum. Innlent 17.3.2025 18:17
Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Maðurinn sem lést í bílslysinu á Hrunavegi við Flúðir fyrr í mánuðinum hét Eiríkur Kristinn Kristófersson. Innlent 17.3.2025 18:15
„Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Innlent 17.3.2025 17:55
Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum heldur áfram og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands líklegast að hún endi með eldgosi. Eldgosið gæti haftist með mjög skömmum fyrirvara. Truflun í tækjabúnaði leiddi til þess að jarðskjálftar mældust austar en þeir voru í raun. Innlent 17.3.2025 17:45
Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. Innlent 17.3.2025 16:45
Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar. Innlent 17.3.2025 16:12
Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Austurlands í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra. Talið var sannað að hann hefði orðið hjónunum að bana en hann sýknaður vegna skorts á sakhæfi. Innlent 17.3.2025 16:06
Útskrifaður af gjörgæslu Starfsmaður verktakafyrirtækisins Hagtaks sem hafnaði í Akraneshöfn þegar alda hrifsaði bíl í höfnina hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Forstjóri fyrirtækisins segir vonir standa til að hann nái sér að fullu en það komi í ljós á næstu vikum. Innlent 17.3.2025 15:58
Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að leggja niður stjórn Tryggingastofnunar. Áætlað er að með því geti tíu til tólf milljónir króna sparast á ári. Innlent 17.3.2025 15:34
Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Það var starfshópur skipaður þremur borgar- og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem lagði til hækkun launa formanns og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Innlent 17.3.2025 14:03
Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Eigendur Hvítabandsins, húss við Skólavörðustíg 37, óskuðu eftir breytingu á deiliskipulagi til að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti nema með viðbættum kjallara og nýrri útfærslum á kvistum. Skipulagsfulltrúi hafnaði þeirri ósk vegna menningarlegs, sögulegs og listræns gildis hússins. Innlent 17.3.2025 13:55
Réðst á konu í Róm og við Ögur Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Innlent 17.3.2025 13:39
„Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Allt bendir til þess að varnargarðar sem þegar hafa verið reistir komi til með að verja Grindavík og orkuverið í Svartsengi. Prófessor í jarðeðlisfræði segir nánast öruggt að til eldgoss komi, þó óvissa sé um tímasetningu þess. Innlent 17.3.2025 13:36
„Þá erum við komin út á hálan ís“ Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. Innlent 17.3.2025 12:22
Beðið eftir gosi Í hádegisfréttum okkar tökum við stöðuna á eldstöðvunum við Sundhnúksgígaröðina en sérfræðingar eru á því að þar gæti farið að gjósa hvenær sem er. Innlent 17.3.2025 11:38
Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það er hægt og bítandi að koma mynd á málið, en náttúrulega heilmikil vinna eftir og mikið af gögnum sem á eftir að yfirfara,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, um rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi síðastliðinn þriðjudag. Innlent 17.3.2025 11:28
„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár. Innlent 17.3.2025 09:41
Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Það tíðkast ekki í alvöru lýðræðisríkjum að stjórnmálamenn „rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð“. Innlent 17.3.2025 07:46
Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Sýslumannsembætti sem fer með eftirlit með trúfélögum telur að grundvöllur fyrir skráningu Zuism sem trúfélags sé horfinn með hæstaréttardómi yfir forsvarsmönnum félagsins. Búast megi við að gripið verði til aðgerða til að afskrá það. Innlent 17.3.2025 07:03
Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Móðir á fertugsaldri ætlar að halda sig frá Mjóddinni eftir að strákagengi skaut flugeld í kálfa hennar um hábjartan dag. Konan kærði drenginn eftir skítkast hans í hennar garð. Hegðun á borð við þessa yrði að hafa einhverjar afleiðingar. Innlent 17.3.2025 07:03
Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið. Innlent 16.3.2025 21:21
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Innlent 16.3.2025 21:21
Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. Innlent 16.3.2025 21:02
Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Íslenska ríkið hefur greitt 750 þúsund krónur mánaðarlega í húsleigu fyrir meðferðarheimili sem reyndist ónothæft. Heimilið var opnað af þáverandi barnamálaráðherra nokkrum dögum fyrir kosningar. Innlent 16.3.2025 20:40
Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins. Innlent 16.3.2025 20:07
Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. Innlent 16.3.2025 19:02