Erlent Selenskí mun funda með Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti mun eiga fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington-borg á mánudag. Sá fundur mun koma í kjölfar fundar Trump með Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem fór fram í gærkvöldi. Erlent 16.8.2025 09:24 Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. Erlent 15.8.2025 23:24 Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Úkraínuher hefur gert umfangsmikla gagnárás gegn rússneska hernum og frelsað svæði sem Rússar höfðu tekið yfir í Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti sitja nú fund. Erlent 15.8.2025 21:20 Forsetarnir tveir funda Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti eru báðir mættir til Alaskafylkis í Bandaríkjunum til að funda. Erlent 15.8.2025 19:51 Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sextug kona lést í eftir að lest fór út af sporinu á suðurhluta Jótlands síðdegis. Fimm slösuðust alvarlega og eru tveir enn í alvarlegu ástandi. 22 voru með minniháttar meiðsli eftir slysið. Erlent 15.8.2025 17:27 Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Einn er sagður látinn og annar særður eftir skotárás við mosku í Örebro í Svíþjóð nú síðdegis. Skotárásin hófs eftir föstudagsbænir í moskunni en lögreglan telur hana tengjast átökum glæpagengja. Erlent 15.8.2025 15:48 Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stigið fram til að blása Demókrötum í Texas í brjóst en hann hefur hælt þingmönnum ríkisþingsins fyrir að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 15.8.2025 14:04 Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum. Erlent 15.8.2025 10:35 Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. Erlent 15.8.2025 09:09 Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. Erlent 15.8.2025 08:02 Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) hafa beitt gervigreind til að uppgötva tvö möguleg sýklalyf sem vinna á fjölónæmum stafýlókokkum og lekanda sýkingum. Erlent 15.8.2025 07:17 Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. Erlent 15.8.2025 06:44 Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Að minnsta kosti þrír rússneskir málaliðar Africa Corps féllu í umsátri vígamanna sem tengjast Al-Qaeda í Malí í upphafi mánaðarins. Þetta er fyrsta staðfesta mannfallið meðal Rússa frá því Africa Corps, sem rekið er af leyniþjónustu rússneska hersins (GRU), tók við af málaliðahópnum Wagner Group. Erlent 14.8.2025 22:31 Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. Erlent 14.8.2025 22:16 Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Erlent 14.8.2025 17:54 „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera. Erlent 14.8.2025 17:24 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. Erlent 14.8.2025 15:09 Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Samband stjarnfræðinga sem heldur utan um örnefni í sólkerfinu hefur gefið hnullungi í smástirnabeltinu á millis Mars og Júpíters nafnið Grindavík. Smástirnið er annað fyrirbærið í sólkerfinu, utan jarðarinnar, sem er kennt við bæinn á Reykjanesi. Erlent 14.8.2025 13:40 Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Augu umheimsins beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun í Elmendorf-Richardson-herstöðinni . Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu og íbúa stolta af þeirri athygli sem borgin nýtur nú í heimspressunni. Erlent 14.8.2025 12:15 Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Erlent 14.8.2025 10:37 Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar. Erlent 14.8.2025 09:21 Starmer og Selenskí funda í dag Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti munu funda í Downing-stræti nú fyrir hádegi, í aðdraganda fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. Erlent 14.8.2025 08:47 Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um það hverjir yrðu heiðraðir af Kennedy-listamiðstöðinni. Fyrir valinu urðu meðal annarra hljómsveitarmeðlimir Kiss, söngkonan Gloria Gaynor og leikarinn Sylvester Stallone. Erlent 14.8.2025 07:54 Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna. Erlent 14.8.2025 07:07 Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 14.8.2025 07:02 Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Erlent 13.8.2025 20:49 Sprengingar eftir eldingu Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu. Erlent 13.8.2025 19:10 Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Erlent 13.8.2025 18:33 Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. Erlent 13.8.2025 15:33 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. Erlent 13.8.2025 11:53 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Selenskí mun funda með Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti mun eiga fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington-borg á mánudag. Sá fundur mun koma í kjölfar fundar Trump með Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem fór fram í gærkvöldi. Erlent 16.8.2025 09:24
Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. Erlent 15.8.2025 23:24
Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Úkraínuher hefur gert umfangsmikla gagnárás gegn rússneska hernum og frelsað svæði sem Rússar höfðu tekið yfir í Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti sitja nú fund. Erlent 15.8.2025 21:20
Forsetarnir tveir funda Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti eru báðir mættir til Alaskafylkis í Bandaríkjunum til að funda. Erlent 15.8.2025 19:51
Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sextug kona lést í eftir að lest fór út af sporinu á suðurhluta Jótlands síðdegis. Fimm slösuðust alvarlega og eru tveir enn í alvarlegu ástandi. 22 voru með minniháttar meiðsli eftir slysið. Erlent 15.8.2025 17:27
Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Einn er sagður látinn og annar særður eftir skotárás við mosku í Örebro í Svíþjóð nú síðdegis. Skotárásin hófs eftir föstudagsbænir í moskunni en lögreglan telur hana tengjast átökum glæpagengja. Erlent 15.8.2025 15:48
Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stigið fram til að blása Demókrötum í Texas í brjóst en hann hefur hælt þingmönnum ríkisþingsins fyrir að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 15.8.2025 14:04
Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum. Erlent 15.8.2025 10:35
Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. Erlent 15.8.2025 09:09
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. Erlent 15.8.2025 08:02
Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) hafa beitt gervigreind til að uppgötva tvö möguleg sýklalyf sem vinna á fjölónæmum stafýlókokkum og lekanda sýkingum. Erlent 15.8.2025 07:17
Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. Erlent 15.8.2025 06:44
Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Að minnsta kosti þrír rússneskir málaliðar Africa Corps féllu í umsátri vígamanna sem tengjast Al-Qaeda í Malí í upphafi mánaðarins. Þetta er fyrsta staðfesta mannfallið meðal Rússa frá því Africa Corps, sem rekið er af leyniþjónustu rússneska hersins (GRU), tók við af málaliðahópnum Wagner Group. Erlent 14.8.2025 22:31
Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. Erlent 14.8.2025 22:16
Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Erlent 14.8.2025 17:54
„Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera. Erlent 14.8.2025 17:24
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. Erlent 14.8.2025 15:09
Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Samband stjarnfræðinga sem heldur utan um örnefni í sólkerfinu hefur gefið hnullungi í smástirnabeltinu á millis Mars og Júpíters nafnið Grindavík. Smástirnið er annað fyrirbærið í sólkerfinu, utan jarðarinnar, sem er kennt við bæinn á Reykjanesi. Erlent 14.8.2025 13:40
Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Augu umheimsins beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun í Elmendorf-Richardson-herstöðinni . Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu og íbúa stolta af þeirri athygli sem borgin nýtur nú í heimspressunni. Erlent 14.8.2025 12:15
Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Erlent 14.8.2025 10:37
Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar. Erlent 14.8.2025 09:21
Starmer og Selenskí funda í dag Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti munu funda í Downing-stræti nú fyrir hádegi, í aðdraganda fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. Erlent 14.8.2025 08:47
Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um það hverjir yrðu heiðraðir af Kennedy-listamiðstöðinni. Fyrir valinu urðu meðal annarra hljómsveitarmeðlimir Kiss, söngkonan Gloria Gaynor og leikarinn Sylvester Stallone. Erlent 14.8.2025 07:54
Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna. Erlent 14.8.2025 07:07
Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 14.8.2025 07:02
Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Erlent 13.8.2025 20:49
Sprengingar eftir eldingu Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu. Erlent 13.8.2025 19:10
Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Erlent 13.8.2025 18:33
Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. Erlent 13.8.2025 15:33
Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. Erlent 13.8.2025 11:53