
Erlent

Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu.

Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður
Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir hvirfilbyli og ofsaveðurs í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í gildi í þremur ríkjum og hundruð þúsunda án rafmangs.

Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir
Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna.

Fimmtán í haldi vegna brunans
Að minnsta kosti 59 eru látnir eftir eldsvoða á skemmtistað í Norður-Makedóníu og um 155 slasaðir. Yfirvöld í landinu hafa lýst yfir sjö daga sorgartímabili. Innviðaráðherra segir málið tengjast spillingu en fimmtán manns eru í haldi lögreglu.

Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður.

„Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana
Umfangsmiklar loftárásir Bandaríkjanna á skotmörk í Jemen í gærkvöld urðu nokkrum leiðtogum Húta að bana að sögn þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að beita Húta „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til þeir létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi.

Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld
Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi.

Kveikti í konu í lest
Eldfimum vökva var hellt yfir konu um borð í lest í austurhluta Þýskalands í dag og kveikt í henni. Farþegar stöðvuðu lestina og við það hljóp árásarmaðurinn á brott og hefur hann ekki fundist.

„Þessi á drapst á einni nóttu“
Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni.

Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt
Þrátt fyrir að börn leikarans Gene Hackman séu ekki nefnd í erfðaskrá hans er útlit fyrir að þau muni fá um áttatíu milljóna dala eigur hans.

Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað
Að minnsta kosti 51 lét lífið þegar eldur kviknaði í skemmtistað í Norður-Makedóníu í nótt. Um 1.500 gestir voru á tónleikum á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn kviknaði.

Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika.

Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma
Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum.

„Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig.

Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“
Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna.

Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna
Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést.

Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi
Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum.

Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði.

Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins
Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu.

Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta.

Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða
Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi.

Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur.

Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála
Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata.

Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi
Carl Lundström, einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu á mánudag. Hann var einn um borð í flugvélinni.

Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar
Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum.

Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda
Forsvarsmenn Tesla hafa sent erindi á Jamieson Greer, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, þar sem segir að fyrirtækið styðji „sanngjarna viðskiptahætti“ en að stjórnvöld þurfi að tryggja að aðgerðir þeirra komi ekki niður á innlendum fyrirtækjum.

Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps
Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum.

Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu
Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015.

Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu.

Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla
Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu.