Erlent

Fréttamynd

Kenna Evrópu- og Banda­ríkja­mönnum um litlar líkur á friði

Rússar segja að sá skriðþungi sem hafi myndast í átt að friði í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé uppurinn. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hand­tekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna.

Erlent
Fréttamynd

Tvö ár liðin frá á­rásum Hamas á Ísrael

Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. 

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur hafnar Maxwell

Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að taka fyrir áfrýjun Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Jeffreys Epstein. Hún var eins og frægt er dæmd árið 2021 í tuttugu ára fangelsi fyrir að aðstoða Epstein við að brjóta kynferðislega á stúlkum og ungum konum um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Stofna rann­sóknar­nefnd um Afgan­istan sem Ís­lendingar kölluðu eftir

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle.

Erlent
Fréttamynd

Gisèle Pelicot aftur í réttar­sal

Minna en ári eftir að dómur féll í máli Gisèle Pelicot þarf franska konan að mæta aftur í réttarsal en einn nauðgara hennar hefur áfrýjað málinu. Hann auk fimmtíu annarra voru dæmdir sekir fyrir að hafa brotið á Pelicot kynferðislega árin 2011 til 2020.

Erlent
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra Frakk­lands segir af sér

Sebastien Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann tilkynnti um nýja ríkisstjórn sína. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skipaði Lecornu fyrir mánuði síðan. 

Erlent
Fréttamynd

Stór­tap Air Greenland vegna aflýstra flug­ferða til Nuuk

Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Sendir þjóð­varð­liðið til Chicago

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref.

Erlent
Fréttamynd

Segja stutt í sam­komu­lag en sprengjum rignir enn

Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékk­landi

Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega.

Erlent