Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Rússar segja að sá skriðþungi sem hafi myndast í átt að friði í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé uppurinn. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. Erlent 8.10.2025 19:01
Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. Erlent 8.10.2025 17:54
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. Erlent 8.10.2025 10:05
Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. Erlent 7.10.2025 10:24
Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. Erlent 7.10.2025 06:52
Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Erlent 6.10.2025 23:01
Hæstiréttur hafnar Maxwell Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að taka fyrir áfrýjun Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Jeffreys Epstein. Hún var eins og frægt er dæmd árið 2021 í tuttugu ára fangelsi fyrir að aðstoða Epstein við að brjóta kynferðislega á stúlkum og ungum konum um árabil. Erlent 6.10.2025 18:31
Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle. Erlent 6.10.2025 15:26
Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Ísraelar hafa vísað Gretu Thunberg og 170 aðgerðarsinnum til viðbótar úr landi. Aðgerðarsinnarnir verða sendir til Grikklands og Slóvakíu. Erlent 6.10.2025 14:22
Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Minna en ári eftir að dómur féll í máli Gisèle Pelicot þarf franska konan að mæta aftur í réttarsal en einn nauðgara hennar hefur áfrýjað málinu. Hann auk fimmtíu annarra voru dæmdir sekir fyrir að hafa brotið á Pelicot kynferðislega árin 2011 til 2020. Erlent 6.10.2025 12:35
Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Mary E. Brunkow, Fred Ramsdell og Shimon Sakaguchi Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði í ár. Erlent 6.10.2025 09:59
Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði. Erlent 6.10.2025 09:00
Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sebastien Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann tilkynnti um nýja ríkisstjórn sína. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skipaði Lecornu fyrir mánuði síðan. Erlent 6.10.2025 08:07
Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Óbeinar viðræður um frið á Gasa svæðinu hefjast milli Hamas samtakanna og Ísraela í Kaíró höfuðborg Egyptalands í dag. Erlent 6.10.2025 07:27
Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Ný ríkisstjórn hefur verið valin í Frakklandi en fjármálaráðherra verður Roland Lescure, náinn bandamaður Emmanuel Macron Frakklandsforseta og fyrrverandi meðlimur Sósíalistaflokksins. Erlent 6.10.2025 07:15
Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni. Erlent 5.10.2025 22:40
Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Tæplega þúsund göngugarpar eru innlyksa á tjaldsvæði á Everest-fjalli vegna snjóstorms sem þar geisar. Erlent 5.10.2025 17:01
Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Tæplega fimmtugur maður er látinn eftir að hafa verið skotinn við mosku í Ishøj í Kaupmannhöfn á föstudag. Erlent 5.10.2025 15:07
Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Greta Thunberg er sögð sæta illri meðferð í varðhaldi í Ísrael eftir að hún og aðrir aktívistar í hinum svokallaða frelsisflota, á leið með hjálpargögn til Gasastrandarinnar, voru handteknir af ísraelskum stjórnvöldum. Hún er til að mynda sögð hafa verið látin kyssa ísraelska fánann. Erlent 5.10.2025 12:33
Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. Erlent 5.10.2025 09:58
Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref. Erlent 5.10.2025 08:22
Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Erlent 4.10.2025 23:40
Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. Erlent 4.10.2025 19:17
Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Að minnsta kosti þrjátíu særðust í drónaárás Rússa á lestarstöð í Úkraínu. Úkraínuforseti kallar eftir að vestræn ríki standi við yfirlýsingarnar sínar. Erlent 4.10.2025 16:53