Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ætla sjálf að velja blaða­menn í Hvíta húsið

Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna.

Erlent
Fréttamynd

Sam­komu­lag milli Úkraínu og Banda­ríkjanna í höfn

Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í.

Erlent
Fréttamynd

Litlu mátti muna á flug­brautinni

Litlu mátti muna að farþegaþota sem verið var að lenda á Midway-flugvellinum í Chicago lenti á einkaþotu. Þeirri síðarnefndu var ekið í veg fyrir farþegaþotuna en flugmenn hennar virðast hafa komið í veg fyrir stórslys með hröðum handbrögðum.

Erlent
Fréttamynd

Eykur fjár­út­lát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það.

Erlent
Fréttamynd

Staða Sinaloa slæm eftir blóðug á­tök

Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Valdi dauða með af­töku­sveit

Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn.

Erlent
Fréttamynd

Segir Selenskí á leið til Washington

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Sendu skrið­dreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár

Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur.

Erlent
Fréttamynd

Útgönguspár benda til sögu­legra úr­slita

Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. 

Erlent