ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, hið spænska Secuoya Studios, um fjármögnun og samframleiðslu á efni sem ACT4 framleiðir. Bíó og sjónvarp 28.8.2025 13:57
Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Saga Garðarsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðalhlutverk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film. Bíó og sjónvarp 28.8.2025 11:09
Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026 í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin. Bíó og sjónvarp 27.8.2025 08:32
Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Bíó og sjónvarp 21.8.2025 08:42
Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Hobbitinn Fróði og galdrakarlinn Gandálfur munu snúa aftur á stóra skjáinn í nýrri mynd úr söguheimi Hringadróttinssögu um hinn dýrslega Gollri. Bíó og sjónvarp 18.8.2025 18:00
Terence Stamp látinn Breski leikarinn Terence Stamp, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Zod hershöfðingja frá Krypton, lést á sunnudag, 87 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 18.8.2025 10:51
Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi. Bíó og sjónvarp 12.8.2025 13:40
Nýr Rambo fundinn Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo. Bíó og sjónvarp 12.8.2025 08:52
Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Fjórða myndin um Köngulóarmanninn með Tom Holland í aðalhlutverki er farin í framleiðslu og er leikhópurinn stjörnum prýddur. Svo virðist sem Hulk, Punisher og Scorpion muni allir koma við sögu. Bíó og sjónvarp 2.8.2025 11:41
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. Bíó og sjónvarp 23.7.2025 15:26
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Ingvar E. Sigurðsson hlaut nýverið verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur), á alþjóðlegu Psarokokalo kvikmyndahátíðinni í Aþenu. Bíó og sjónvarp 20.7.2025 09:19
Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu John Malkovich mun ekki bregða fyrir í nýjustu mynd Marvel um hin fjögur fræknu þar sem karakterinn Ivan Kragoff, sem gengur undir nafninu Rauði draugur, hefur verið klipptur út úr myndinni. Bíó og sjónvarp 18.7.2025 14:46
Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Tækni- og myndbrellustúdíóið Reykjavík Visual Effects (RVX) hefur verið tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna fyrir störf sín við þættina House of the Dragon og The Last of Us. Bíó og sjónvarp 18.7.2025 13:26
Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Sleðinn Rosebud úr verðlaunamyndinni Citizen Kane frá 1941 seldist fyrir 14,75 milljarða Bandaríkjadala á uppboði á dögunum, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Hann er þar með orðinn næstdýrasti leikmunur úr kvikmynd sem selst hefur á uppboði. Bíó og sjónvarp 18.7.2025 09:26
Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, stærstu sjónvarpsverðlauna Hollywood, voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir Severance hlutu flestar tilnefningar, 27 talsins. Bíó og sjónvarp 15.7.2025 16:47
Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Leikarinn Michael Madsen féll frá 3. júlí síðastliðinn eftir hjartaáfall, 67 ára að aldri. Madsen var sjarmatröll með viskírödd sem lék í meira en 300 kvikmyndum og sjónvarpsþáttaseríum á ferli sínum. Vísir rifjar hér upp bestu frammistöður Madsen. Bíó og sjónvarp 7.7.2025 20:34
Djöfullinn klæðist Prada á ný Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita. Bíó og sjónvarp 1.7.2025 10:28
Grindavík sigursæl erlendis Þættirnir Grindavík hafa farið sigurför um heiminn en serían var í fjórða sinn að vinna til verðlauna í síðustu viku á hátíðinni Cannes Film Awards. Bíó og sjónvarp 30.6.2025 17:02
Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Sjónvarpsþættirnir Krautz in Seltjarnarnes, sem þrír ungir listamenn framleiddu á vegum skapandi sumarstarfa sumarið 2023, verða á dagskrá Ríkisútvarpsins í sumar. Þáttagerðarmennirnir hlakka til að endurvekja fjölbreytni í íslensku sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 29.6.2025 07:02
Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. Bíó og sjónvarp 28.6.2025 12:26
Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. Bíó og sjónvarp 26.6.2025 08:56
Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Íslenska spennuþáttaröðin Reykjavík Fusion heldur áfram að vekja athygli á alþjóðavettvangi eftir glæsilega heimsfrumsýningu á Canneseries-hátíðinni í apríl. Þættirnir hafa fengið lof fyrir frumlega nálgun og sterka frammistöðu aðalleikara. Bíó og sjónvarp 24.6.2025 17:01
Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Heimildamyndirnar Bóndinn og verksmiðjan, Paradís amatörsins og Ósigraður voru verðlaunaðar á Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda sem fór fram í átjánda sinn um helgina. Bíó og sjónvarp 9.6.2025 12:23
Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Nú er ljóst hverjir munu leika vinina í hinu goðsagnakennda Harry Potter tríói í væntanlegri sjónvarpsþáttaröð HBO um galdrastrákinn og ævintýri hans. Bíó og sjónvarp 27.5.2025 15:45
Staupasteinsstjarna er látin George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall. Bíó og sjónvarp 20.5.2025 20:18