Atvinnulíf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Af­sökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi

Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Al­geng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði

„Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við:

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sá elsti í heiðurshópnum níu­tíu ára

„Jú við erum með veislumatinn fjóra fimmtudaga í röð. Byrjum í raun á Þakkagjörðarhátíðinni með kalkún en á aðventunni erum við síðan með purusteik og hangikjöt og endum síðan á stærsta hádeginu sem er jólahlaðborð,“ segir Harpa Þorláksdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Nóa Síríus.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Beindu skamm­byssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“

„Þeir hentu mér á gólfið, héldu hnífi að hálsinum á mér, beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you, I will kill you, …. Hvar eru peningarnir?“ segir Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari og ekki laust við að maður finni skelfingarhrollinn hríslast niður um sig við hlustunina eina og sér.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Örgleði (ekki öl-gleði)

Hafi einhver smellt á fyrirsögnina haldandi að þessi grein snúist um ölgleði, er það misskilningur. Því hér er verið að tala um örgleði. Á ensku: micro-joy.

Atvinnulíf