Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. Viðskipti innlent 10.12.2025 14:06
Ætlar að endurreisa Niceair Þýskur athafnamaður hyggst endurreisa ferðaskrifstofuna Niceair og hefur af því tilefni boðað til blaðamannafundar í flugstöðinni á Akureyri í næstu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Niceair hefur mikla trú á verkefninu enda Norðlendingar komnir á bragðið með að fljúga til Evrópu án viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 10.12.2025 11:10
Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Steinþór Gíslason hefur tekið við starfi sviðsstjóra Orku hjá EFLU af Birtu Kristínu Helgadóttur sem lét af störfum í haust. Viðskipti innlent 10.12.2025 09:49
Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent 9.12.2025 21:00
Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Gengi hlutabréfa í Skaga hefur lækkað um rúm tíu prósent frá opnun markaða í morgun. Hópur hluthafa í Íslandsbanka, sem á í samrunaviðræðum við Skaga, krafðist hluthafafundar og stjórnarkjörs í bankanum í gærkvöldi. Viðskipti innlent 9.12.2025 10:25
Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn embættisins og Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði fyrirtækjanna Terra og Kubbs í sorphirðu enn í gangi. Viðskipti innlent 9.12.2025 06:32
Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Hluthafar Íslandsbanka, sem eiga meira en fimm prósent hlutafjár í bankanum, hafa krafist þess að boðað verði til stjórnarkjörs. Krafan barst sama dag og stjórnarformaðurinn tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Viðskipti innlent 8.12.2025 23:05
Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð. Viðskipti innlent 8.12.2025 15:28
Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. Viðskipti erlent 8.12.2025 15:12
Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Ríflega 7,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2026, þar af 2,24 milljónir erlendra ferðamanna, samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Spáin gerir því ráð fyrir að heildarfarþegafjöldi dragist saman á milli ára, sem kemur einkum fram í fækkun tengifarþega og færri utanlandsferðum Íslendinga á árinu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland standi nánast í stað og verði sambærilegur við undanfarin ár. Viðskipti innlent 8.12.2025 11:21
Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, var kjörin formaður Tækni- og hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins (SI) á ársfundi ráðsins sem fram fór í síðustu viku. Nýir fulltrúar voru einnig skipaðir í ráðið á fundinum. Viðskipti innlent 8.12.2025 11:01
Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Hampiðjan hefur sameinað alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu Eldi. Félagið verður með höfuðstöðvar í Noregi og verður eitt stærsta félag heims í sölu til og þjónustu við fiskeldi. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:49
Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Icelandair flutti alls 347 þúsund farþega í nóvember sem er aukning um 15 prósent milli ára. Nýliðinn nóvembermánuður er sá stærsti í sögu Icelandair. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:44
Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að kaup Netflix á stórum hluta Warner Bros. Discovery gætu reynst erfið að samþykkja vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Samruni fyrirtækjanna gæti gerbreytt stöðunni á markaði streymisveitna en þau eru meðal þeirra tveggja stærstu í heiminum á þeim markaði. Viðskipti erlent 8.12.2025 10:12
Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:00
Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Stefán Örn Kristjánsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Borealis Data Center. Viðskipti innlent 8.12.2025 08:39
Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Það er ekki hægt annað en að hlæja þegar Steinar Þór Ólafsson, samskiptasérfræðingur, rifjar upp árdaga Facebook. Atvinnulíf 8.12.2025 07:01
„Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Seðlabankastjóri býst við að verðbólga verði komin mjög nálægt markmiði tveggja komma fimm prósenta markmiði bankans á næsta ári. Afar ánægjulegt hafi verið að sjá að verðbólga hjaðnaði milli mánaða í síðustu mælingu. Viðskipti innlent 7.12.2025 16:32
„Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ „Þeir hentu mér á gólfið, héldu hnífi að hálsinum á mér, beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you, I will kill you, …. Hvar eru peningarnir?“ segir Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari og ekki laust við að maður finni skelfingarhrollinn hríslast niður um sig við hlustunina eina og sér. Atvinnulíf 7.12.2025 08:02
Kaffi Ó-le opið á ný Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið. Viðskipti innlent 6.12.2025 18:25
Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska kokkalandsliðsins þar sem hún er komin í lið Íslands fyrir hina virtu keppni Boscuse d'Or. Viðskipti innlent 6.12.2025 13:33
Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ Atvinnulíf 6.12.2025 10:01
Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Viðskipti innlent 5.12.2025 16:21
Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. Neytendur 5.12.2025 15:23
Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur. Neytendur 5.12.2025 15:22