Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 16.9.2025 08:18
Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Samstarf 16.9.2025 00:32
Birgir til Banana Birgir Hrafn Hafsteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana, dótturfélags Haga hf., og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 15.9.2025 15:41
Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Viðskipti innlent 13.9.2025 13:40
„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. Atvinnulíf 13.9.2025 10:00
Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti innlent 12.9.2025 20:02
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. Neytendur 12.9.2025 14:05
Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:23
Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Advania í kjölfar breytinga á skipuriti fyrirtækisins. Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar, og Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri mannauðs og ferla, yfirgefa fyrirtækið. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:12
Sammála um aukna verðbólgu í september Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að verðbólga fari á ný yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í næstu mælingu. Landsbankinn spáir 4,1 prósents verðbólgu en Íslandsbanki 4,2 prósenta. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:02
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Júlíus Andri Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Viðskipti innlent 12.9.2025 10:16
Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst aðskilja samskiptaforritið Teams frá Office-hugbúnaðinum og selja þau hvort í sínu lagi. Með þessu leitast fyrirtækið við að komast hjá háum sektum sem Evrópusambandið hafði í hótunum á grundvelli samkeppnisreglna. Viðskipti erlent 12.9.2025 10:07
Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflu. Viðskipti innlent 12.9.2025 10:03
Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Það eru alls kyns mistök sem við getum gert í vinnu-tölvupósti. Sem þó eru flest þess eðlis að það er einfaldlega ekkert mál að koma í veg fyrir þau. Ekki síst í dag þegar meira að segja gervigreindin getur hjálpað okkur að skrifa góða tölvupósta. Atvinnulíf 12.9.2025 07:08
Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Hótel á Íslandi þarf að endurgreiða viðskiptavini 22 evrur, eða rúmar þrjú þúsund krónur, þar sem sjónvarpið á hótelherberginu virkaði ekki. Neytendur 12.9.2025 06:32
Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi. Viðskipti innlent 11.9.2025 16:49
Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Viðskipti innlent 11.9.2025 16:26
Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Viðskiptavinur sem keypti borðplötu úr svokölluðum náttúrusteini skal vera heimilt að rifta kaupunum þar sem sýnishornið sem kaupin byggðu á hafi verið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim. Í borðplötunni hafi verið fjöldi áberandi ryðbrúnna slikja. Neytendur 11.9.2025 14:04
Vilja selja Landsbankann Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um sölu ríkisins á Landsbankanum. Viðskipti innlent 11.9.2025 11:07
Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 11.9.2025 10:11
Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:29
Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 11.9.2025 08:11
Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Verðbréfagreinandi segir mikla áhætta fólgna í því að fjárfesta í rafmyntum. Sveiflur á virðinu séu slíkar að það geti verið fljótt að taka á sálina, séu háar fjárhæðir í spilinu. Fasteignir séu þó ekki endilega skynsamlegasta fjárfestingin. Viðskipti innlent 10.9.2025 22:02
Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. Viðskipti erlent 10.9.2025 18:51