Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir gullgrafaræði skýra þá þróun sem hefur verið í bílastæðamálum og segir hana græðgisvæðingu sem hafi fengið að ganga allt of langt. Hann skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stigið fastar niður nú þegar. Viðskipti innlent 12.8.2025 12:01
Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Það er ekki langt síðan hugmyndin um að nýta gervigreind í tannlækningum þótti fjarlæg framtíðarsýn. En þróunin síðustu ár hefur fært þessa sýn inn í nútímann. Með lausnum eins og Oraxs frá íslenska fyrirtækinu ITHG Dental AI er orðið ljóst að gervigreindin er komin til að vera og að hún er þegar farin að breyta heilbrigðisgeiranum. Samstarf 12.8.2025 11:51
Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. Viðskipti erlent 12.8.2025 11:06
„Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Kraftbar og veitingahús opnar senn í sögufrægu næturlífshúsnæði við Bankastræti fimm. Staðurinn, sem ber nafnið Kabarett, er í senn fjöllistahús og vettvangur fyrir hinar ýmsu listir. Viðskipti innlent 9.8.2025 15:10
Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Viðskipti innlent 9.8.2025 13:47
Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. Viðskipti erlent 8.8.2025 16:47
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. Viðskipti innlent 7.8.2025 17:13
Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. Viðskipti innlent 7.8.2025 16:44
Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendastofa hefur sektað flugfélagið Icelandair um hálfa milljón króna fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ákvörðun stofnunarinnar og veitt kaupendum nægilegar upplýsingar í kaupferli. Neytendastofa skammaði Icelandair meðal annars vegna misræmis milli skilmála og upplýsingasíðna á vef félagsins vegna svokallaðs skrópgjalds. Neytendur 7.8.2025 14:46
Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Atvinnuleysi mældist 2,8 prósent í júní 2025 samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Viðskipti innlent 7.8.2025 10:05
Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 7.8.2025 06:40
Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Viðskipti innlent 6.8.2025 13:15
Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. Viðskipti innlent 6.8.2025 12:15
Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju. Um er að ræða nýtt fyrirtæki á viðburðamarkaðnum sem hóf göngu sína í vor. Viðskipti innlent 6.8.2025 08:41
Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. Viðskipti innlent 5.8.2025 22:31
Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Bandaríska flugfélagið Alaska Airlines mun hefja beint flug á milli Keflavíkurflugvallar (KEF) og Seattle sumarið 2026. Viðskipti innlent 5.8.2025 12:24
Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Vefur og smáforrit Íslandsbanka hafa legið niðri í morgun, fyrsta virka dag eftir verslunarmannahelgi. Vefurinn er kominn aftur í lag. Viðskipti innlent 5.8.2025 09:55
Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999. Viðskipti erlent 5.8.2025 08:39
Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Verslunarmannahelgin er ákveðin hápunktur sumarsins. Enda finnst mörgum eins og sumarið sé eiginlega búið þegar þessari helgi lýkur. Atvinnulíf 5.8.2025 07:00
Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Olís hefur verið sektað um 250 þúsund krónur fyrir að fullyrða í appinu sínu að olíufélagið kolefnisjafni allan sinn rekstur. Fullyrðingarnar eru ekki studdar af fullnægjandi gögnum að sögn Neytendastofu. Neytendur 3.8.2025 21:02
Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. Viðskipti erlent 3.8.2025 16:00
Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti erlent 2.8.2025 09:24
Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. Viðskipti innlent 1.8.2025 17:47
Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. Viðskipti innlent 1.8.2025 12:16