
Innherji
Framvirk gjaldeyrisstaða fjárfesta tók stökk þegar gengi krónunnar veiktist
Fjárfestar og fyrirtæki fóru að bæta verulega í framvirka gjaldeyrisstöðu sína núna seint á haustmánuðum samtímis því að gengi krónunnar fór loksins að gefa nokkuð eftir. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi á nýjan leik aukið umsvif sín á gjaldeyrismarkaði á síðustu mánuðum er útlit fyrir að heildarkaup ársins verði aðeins í líkingu við það sem þekktist á tímum faraldursins.
Fréttir í tímaröð
Lykilatriði að efla skuldabréfamarkaðinn til að ná niður vöxtum á íbúðalánum
Ef það á að takast að ná niður vaxtakjörum á íbúðalánum á Íslandi er „lykilatriði“ að auka aðgengi almennings að skuldabréfamarkaði, sem er núna nánast einokaður af lífeyrissjóðum, og þannig skapa forsendur fyrir því að hægt sé að bjóða upp á langtímafjármögnun, samkvæmt nýrri greiningu. Hlutur einstaklinga á skuldabréfamarkaði er hverfandi, sem er meðal annars afleiðings íþyngjandi regluverks, en þeir beina fjármagni sínu fremur í innlán vegna skorts á öðrum áhættulitlum fjárfestingarkostum.
Markaðsvextir rjúka upp þegar verðbólgan mældist vel yfir spám
Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur rokið upp í morgun eftir að nýjar verðbólgutölur sýndu að hún hækkaði langt umfram spár greinenda og mælist núna 4,5 prósent. Tólf mánaða verðbólgan er komin á nánast sama stað og hún var í byrjun ársins.
Víxlastabbi ríkissjóðs hefur nærri helmingast á árinu
Útistandandi ríkisvíxlar, stutt fjármögnun á háum vöxtum, hafa farið hratt lækkandi á árinu og útlit fyrir að fjárhæð þeirra verði tæplega helmingi minni í árslok borið saman við árið áður.
Stjórnarlaun hjá stærri félögum og lífeyrissjóðum hækkað um helming frá 2022
Þegar litið er til miðgildis stjórnarlauna hjá skráðum félögum, ríkisfyrirtækjum og lífeyrissjóðum þá voru þau yfir sjö milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýrri greiningu Attentus og PwC, og höfðu hækkað umtalsvert frá árinu 2022.
Lífeyrissjóðir fá nærri fimmtungshlut í Kaldalóni eftir sölu á stóru fasteignasafni
Hópur allra helstu lífeyrissjóða landsins munu meðal annars eignast samanlagt nærri tuttugu prósenta hlut í Kaldalóni sem endurgjald vegna sölu á 25 þúsund fermetra eignasafni FÍ Fasteignafélags fyrir ríflega þrettán milljarða. Kaldalón áætlar að rekstrarhagnaður félagsins muni aukast um tæplega 900 milljónir á ársgrundvelli eftir viðskiptin.
Gengi bréfa JBTM rýkur upp eftir fimmtungs hækkun á verðmati
Væntingar eru um að afkoman hjá JBTM muni batna að jafnaði um tuttugu prósent ári fram til 2027 samhliða aukinni eftirspurn í matvælavinnslu, að sögn bandarísks greinenda, sem ráðleggur fjárfestum núna að kaupa í félaginu og hækkar verulega verðmatið.
Framtakssjóður hjá VEX fjárfestir í Kóða og verður stærsti hluthafinn
Framtakssjóður í rekstri VEX hefur gengið frá fjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtækinu Kóða, sem rekur meðal annars Kelduna, og verður eftir kaupin stærsti einstaki hluthafinn í félaginu.
Lífeyrissjóðurinn Birta gerir kröfu um að annar skiptastjóra Play víki
Lífeyrissjóðurinn Birta, sem var í senn stór hluthafi og skuldabréfaeigandi, hefur gert kröfu um að annar skiptastjóra þrotabús flugfélagsins Play víki vegna meints vanhæfis.
Norrænn framtakssjóður kaupir hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hefur verið yfirtekið af framtakssjóði í rekstri norræna fjárfestingafélagsins Axcel. Þetta er fyrsta fjárfesting Axcel hér á landi en seljendur eru bandarískt félag sem keypti LS Retail fyrir fáeinum árum.
Heiðar freistar þess að komast í stjórn Íslandsbanka
Hópur sem Heiðar Guðjónsson fer fyrir stendur að baki kröfu um boðað verði til sérstaks hluthafafundar hjá Íslandsbanka en sem einn stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópnum freistar hann þess að komast í stjórn bankans.
Birgir selur sig út úr Dominos á Íslandi í þriðja sinn
Ríflega fjórum árum eftir að fjárfestirinn Birgir Þór Bieldvedt og eiginkona hans komu að því í þriðja sinn að kaupa Dominos á Íslandi í samfloti með öðrum innlendum fjárfestum hafa þau núna selt allan eftirstandandi eignarhlut sinn í félaginu.
Lækka talsvert verðmatið en ráðleggja fjárfestum áfram að kaupa í Alvotech
Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa lækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech en ráðleggja fjárfestum samt að bæta við sig bréfum og telja að búið sé að verðleggja að fullu inn í hlutabréfaverð félagsins – og meira til – áskoranir til skamms tíma sem komu til vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðuna.
Tveir af stærri hlutabréfasjóðum landsins stækka stöðu sína í SKEL
Tveir af umsvifameiri hlutabréfasjóðum landsins hafa að undanförnu verið að byggja upp stöðu í SKEL en á sama tíma hefur einn af stærstu hluthöfum fjárfestingafélagsins haldið áfram að minnka við hlut sinn.
„Töluvert minni hækkun“ veiðigjalda á stóru félögin en greinendur bjuggust við
Sumir greinendur hafa hækkað nokkuð verðmöt sín á stóru sjávarútvegsfélögin í Kauphöllinni eftir að veiðigjöld næsta árs voru í birt í gær. Útlit er fyrir að aukning gjaldanna á næsta ári verði „töluvert minni“ en áður var ráðgert.
Eru í „góðum samskiptum“ við FDA en óvissa með áhrifin á aðrar hliðstæður
Alvotech segist vera í „góðum samskiptum“ við FDA, til þess að skýra stöðu mála og næstu skref, eftir að það hafnaði að svo stöddu að veita markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Simponi en svarar ekki beint hvað hafi komið fram í svarbréfi eftirlitsins til félagsins undir lok síðasta mánaðar.
Telja Oculis verulega undirverðlagt í fyrsta verðmati sínu á félaginu
Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa bæst í hóp fjölmargra erlendra fjármálafyrirtækja sem fjalla reglulega um líftæknifyrirtækið Oculis og verðmeta það núna hæst allra greinenda.
Líkur á frekari vaxtalækkunum aukast enn með hertum lánþegaskilyrðum
Ákvörðun fjármálstöðugleikanefndar um að herða á reglum um greiðslubyrði fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda hefur ýtt undir verðhækkanir á mörkuðum, bæði hlutabréfum og skuldabréfum, en aðgerðir Seðlabankans ættu að auka enn líkur á frekari vaxtalækkunum.
Vilja áfram auka vægi erlendra eigna en minnka við sig í innlendum hlutabréfum
Engar stórar breytingar eru boðaðar í nýjum fjárfestingarstefnum tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins, umsvifamestu fjárfestum landsins, en þær eiga það sammerkt að áfram er lögð áhersla á að auka vægi erlendra verðbréfa í eignasafninu á meðan útlit er fyrir minni áhuga á innlendum hlutabréfum. Óvissa hér heima og erlendis hefur aukist en verðlagning á helstu verðbréfamörkuðum utan Íslands, einkum í Bandaríkjunum, er há um þessar mundir sem gæti skilað sér í auknu flökti í verðlagningu sökum meiri undirliggjandi áhættu.
Gætu ráðist í skráningu Bláa lónsins á markað um vorið á næsta ári
Stjórnendur og aðaleigendur Bláa lónsins horfa til þess að næsti mögulegi gluggi til að ráðast í frumútboð og skráningu í Kauphöll sé á vormánuðum ársins 2026 en ferðaþjónustufyrirtækið, sem er að líkindum verðmetið á yfir hundrað milljarða, sér fram á að slá fyrri met þegar kemur að tekjum á þessu ári.
Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráðleggja fjárfestum að selja
Skerðingar í kvóta á makríl og kolmunna ráða hvað mestu um að virðismat Brims lækkar nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er núna ráðlagt að minnka við stöðu sína í sjávarútvegsfélaginu. Nýlega tilkynnt kaup Brims á öllu hlutafé Lýsis eru sögð vera á „þokkalega háu verði“ en þau muni hins vegar meðal annars tryggja Brim kaupanda að hliðarafurðum á borð við þorsklifur og geta þannig mögulega skapað meiri verðmæti úr þeim.
Bandarískir gagnaversrisar kljást um að kaupa atNorth fyrir nærri 700 milljarða
Tvö af stærstu gagnaversrekstrarfélögum heimsins eru nú í baráttu um að kaupa atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver hér á landi, en líklegt er að norræna fyrirtækið verði selt fyrir nærri sjö hundruð milljarða.
Bjarni heldur áfram að stækka eignarhlut sinn í Skaga
Bjarni Ármannsson, stærsti einkafjárfestirinn í Skaga, heldur áfram að bæta stöðugt við stöðu sína í fjármálafyrirtækinu sem á núna í samrunaviðræðum við Íslandsbanka og er hlutur hans að nálgast tíu prósent.
Hagkerfið vex undir getu og tapaðar útflutningstekjur gætu verið 200 milljarðar
Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum.

















