Nýtt útlit hjá Guardiola Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar greinilega að bjóða upp á nýtt útlit á komandi tímabili. Hann og fleiri líta á þetta tímabil sem nýja byrjun eftir vandræðin á síðustu leiktíð. Enski boltinn 28.7.2025 17:17
Nýtt undrabarn hjá Arsenal Þetta var góð helgi fyrir Arsenal því félagið er loksins kominn með alvöru níu eftir kaupin á Viktor Gyökeres. Liðið vann líka sigur á Newcastle United og heldur því áfram að vinna leiki sína á undirbúningstímabilinu. Þrátt fyrir þetta eru margir stuðningsmenn Arsenal að ræða allt annað eftir þessa helgi. Enski boltinn 28.7.2025 16:03
Flúraði sig til minningar um Jota Nýtt húðflúr Grikkjans Kostas Tsimikas hefur vakið athygli. Hann heiðrar minningu fallins félaga, Diogo Jota, sem féll frá eftir bílslys fyrr í sumar. Enski boltinn 28.7.2025 15:17
Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Samkomulag er í höfn milli Arsenal og Sporting um kaup og sölu á sænska sóknarmanninum Viktor Gyökeres, sem er á leiðinni til Lundúna og mun gangast undir læknisskoðun á morgun. Enski boltinn 25.7.2025 10:36
Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Woody Johnson hefur formlega gengið frá kaupum á hlut Johns Textor í enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace, sem má samt ekki taka þátt í Evrópudeildinni. Enski boltinn 25.7.2025 08:47
Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Það getur orðið mjög dýrt að komast í bestu sætin í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Enski boltinn 25.7.2025 07:30
Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Chelsea, Arsenal, Manchester United og Manchester City eru öll í hópi þeirra félaga sem ætla að opna fyrir áfengisdrykkju áhorfenda upp í stúku á leikjum kvennaliða félaganna á komandi tímabili. Enski boltinn 25.7.2025 07:02
Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Manchester United náði loksins að klára kaupin á franska framherjanum Bryan Mbeumo í þessari viku eftir eltingarleik við hann í allt sumar. Það eru samt fleiri í Manchester borg sem fagna því. Enski boltinn 24.7.2025 21:32
Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Alexander Isak óskaði sjálfur eftir því að fara ekki með í æfingaferð Newcastle til Asíu og vill fara frá félaginu. Enski boltinn 24.7.2025 14:32
Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves styrkti sig í dag er það keypti kólumbíska landsliðsmanninn Jhon Arias frá Fluminense. Enski boltinn 24.7.2025 13:45
Isak fer ekki í æfingaferðina Alexander Isak fer ekki með Newcastle í æfingaferðina til Asíu vegna meiðsla í læri. Enski boltinn 24.7.2025 09:03
Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Los Angeles FC í MLS deildinni leggur mikið upp úr því að lokka Heung-Min Son í félagaskiptaglugganum sem var að opna í Bandaríkjunum en Tottenham mun missa heilmiklar tekjur ef hann er seldur strax. Enski boltinn 24.7.2025 08:31
Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan en hefur núna samið við Arsenal. Hann hefur nú sagt af hverju hann fór núna í ensku úrvalsdeildina en ekki í fyrra. Enski boltinn 24.7.2025 07:00
Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Eiginkona Diogo Jota hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum eftir að hún missti eiginmann sinn á hræðilegan hátt. Enski boltinn 23.7.2025 22:31
Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Liverpool staðfestir á miðlum sínum í kvöld að félagið sé búið að ganga frá kaupum á framherjanum Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 23.7.2025 18:45
Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Arsenal er þegar byrjað að vinna bikara þótt að undirbúningstímabil sé rétt að byrja. Enski boltinn 23.7.2025 18:01
Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og Barcelona, telur að Marcus Rashford geti fundið sitt gamla form í treyju Börsunga. Hann ræddi skipti Rashford til Katalóníu í hlaðvarpinu Fótboltasafnið (e. Football Museum) á dögunum. Enski boltinn 23.7.2025 07:02
Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun þess efnis að liðið megi ekki spila í Evrópudeildinni þar sem Lyon er nú þegar þar. Félögin eru að hluta til undir sama eignarhaldi. Enski boltinn 22.7.2025 19:33
Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Eftir mikið japl, jaml og fuður þá virðist sænski framherjinn Viktor Gyökeres loksins á leið til Arsenal frá Sporting. Enski boltinn 22.7.2025 13:56
Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Hinn danski Morten Hjulmand, miðjumaður Sporting í Portúgal, er sagður á óskalista beggja Manchester-liðanna, City og United. Enski boltinn 21.7.2025 21:15
Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur staðfest komu framherjans Bryan Mbeumo. Hann kemur frá Brentford og skrifar undir samning til ársins 2030 með möguleika á eins árs framlengingu. Enski boltinn 21.7.2025 19:23
Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Frakkinn Hugo Ekitiké verður nýjasta sóknarvopnið hjá Englandsmeisturum Liverpool um leið og félagið gengur endalega frá kaupunum á honum frá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 20.7.2025 19:02
Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Manchester United og Leeds United gerðu markalaust jafntefli í gær í vináttuleik í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bæði liðin eru að undirbúa sig fyrir ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 20.7.2025 17:31
Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Franski framherjinn Hugo Ekitike er á leið til Liverpool en það staðfestir skúbbarinn Fabrizio Romano með frasa sínum „Here we go“. Enski boltinn 20.7.2025 09:55