Erlent

Útgönguspár benda til sögu­legra úr­slita

Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. 

Erlent

Til­búinn að stíga til hliðar

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Erlent

Segir Selenskí hug­rakkan leið­toga

Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra.

Erlent

Þjóð­verjar ganga til kosninga um helgina

Þjóðverjar ganga til kosninga á sunnudaginn en í gær mættu leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna í kappræður til að koma lokaskilaboðum sínum áleiðis til kjósenda. Þar tókust leiðtogarnir harkalega á en fjölmiðlar í Þýskalandi segja kjósendur hafa fengið lítið af nýjum upplýsingum og fá svör.

Erlent

Af­hentu ó­þekkt lík í stað Shiri Bibas

Komið hefur í ljós að óþekkt lík var meðal þeirra fjögurra sem Hamas-samtökin skiluðu Ísraelum í gær. Líkum Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslunum sem Hamas tóku til fanga 7. október 2023, voru afhent í gær en rannsókn leiddi í ljós að móður þeirra vantaði.

Erlent

Banda­ríkja­stjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa.

Erlent

Trump fetar í fót­spor Breivik

„Sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög,“ sagði Donald Trump á samfélagsmiðlum síðustu helgi. Frasinn er gjarnan eignaður Napóleon Bónaparte og hefur verið notaður af ýmsum mönnum, þar á meðal forseta El Salvador og Anders Behring Breivik.

Erlent

Ætlar í stór­felldan niður­skurð hjá hernum

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Erlent

Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi

„Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“

Erlent

Trump titlar sig konung

Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“

Erlent

Danir ausa milljörðum í varnar­mál

Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast.

Erlent

Kallar Selenskí ein­ræðis­herra og varpar fram lygum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu.

Erlent

Á­kærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld

Lögreglan í Lundúnum hefur ákært 66 ára gamla konu fyrir að hafa banað fimm ára barni með því að setja það í sjóðandi heitt bað. Barnið, sem hét Andrea Bernard, hlaut alvarleg brunasár og lést á sjúkrahúsi rúmum mánuði síðar.

Erlent

Biður Trump-liða um að virða sann­leikann

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað.

Erlent

Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfir­mann

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE.

Erlent

Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn

A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum.

Erlent

Frans páfi með lungna­bólgu í báðum lungum

Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu.

Erlent

Full­yrðir að að­eins Trump hefði getað komið á friðar­við­ræðum

Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu.

Erlent