Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Slökkvistarfi er að mestu lokið í Wang Fuk íbúðaturnunum í Hong Kong, eftir gríðarlegan eldsvoða sem braust út í gær. Fjörtíu og fjórir eru látnir og 45 alvarlega slasaðir. Um 280 er enn saknað. Erlent 27.11.2025 06:38
Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. Erlent 26.11.2025 20:00
Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Að minnsta kosti 36 hafa látið lífið í eldhafninu sem gleypt hefur nokkur háhýsi í Hong Kong í dag. Þá er 279 manns saknað og fjöldi er slasaður. Erlent 26.11.2025 19:52
Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Nokkur fjölbýlishús standa í ljósum logum í Hong Kong. Að minnsta kosti þrettán eru látnir og fimmtán særðir vegna eldhafsins. Hvernig eldurinn kviknaði er ekki ljóst en hann mun hafa dreifst hratt milli húsa með stillönsum úr bamus og netum sem búið var að reisa við húsin. Erlent 26.11.2025 10:52
Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sex þingmenn Demókrataflokksins segja starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja ræða við þá, vegna umdeilds myndbands sem þeir birtu á dögunum. Í því myndbandi hvöttu þingmennirnir starfandi hermenn og starfsmenn leyniþjónusta til að neita að fylgja skipunum Donalds Trump, forseta, ef þær skipanir væru ólöglegar. Erlent 26.11.2025 10:01
Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Tveir unglingar hafa ákveðið, með stuðningi baráttusamtaka, að höfða mál gegn ástralska ríkinu vegna nýrra reglna sem kveða á um að samfélagmiðlar á borð við Facebook, Instagram, TikTok og YouTube, mega ekki leyfa einstaklingum undir 16 ára aldri að stofna aðganga. Erlent 26.11.2025 08:47
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Árið 1950 bjuggu aðeins um 20% heimsbyggðarinnar í borgum. Undanfarna áratugi hefur þéttbýlisvæðing farið vaxandi á heimsvísu og er hlutfalli þeirra sem nú búa í borgum komið upp í 45% samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Á sama tíma hefur fjöldi jarðarbúa margfaldast, úr um 2,5 milljörðum árið 1950 upp í um 8,2 milljarða í ár samkvæmt skýrslunni. Erlent 26.11.2025 08:40
Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Ítalska þingið hefur samþykkt samhljóða að morð á konum, vegna þess að þær eru konur, verði séstaklega nefnd í refsilöggjöf landsins. Þeir sem gerast sekir um þessi brot eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Erlent 26.11.2025 07:54
Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Framkvæmdastjóri hjá matvælaframleiðandanum Campbell´s hefur verið settur í leyfi vegna málssóknar þar sem hann er sakaður um að hafa gert lítið úr vörum fyrirtækisins og sagt þær aðeins fyrir fátækt fólk. Erlent 26.11.2025 06:57
Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Ítalar hafa samþykkt lög sem gera skíða- og snjóbrettaköppum skylt að nota hjálm á meðan þeir stunda íþróttina. Þeir sem nota ekki hjálminn geta átt von á sekt. Erlent 25.11.2025 18:42
Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi. Erlent 25.11.2025 16:46
Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. Erlent 25.11.2025 15:56
Telja sig með alla ræningjana í haldi Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið fjóra til viðbótar vegna gruns um að viðkomandi hafi tekið þátt í eða komið að ráninu í Louvre-safninu í október. Lögregluþjónar telja sig nú hafa komið böndum yfir alla mennina fjóra sem tóku þátt í ráninu auk annarra fjögurra sem aðstoðuðu þá. Erlent 25.11.2025 14:34
Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Hollenski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Rutger Bregman segir forsvarsmenn breska ríkisútvarpsins (BBC) hafa ritskoðað sig. Þeir hafi látið fjarlægja línu úr einum fyrirlestri hans þar sem Bregman gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Erlent 25.11.2025 13:54
Fundað um frið í Abú Dabí Bandarískir og rússneskir erindrekar komu saman í Abú Dabí í Sameinuðu furstadæmunum í morgun. Þar stendur til að ræða frið í Úkraínu og tillögurnar sem fyrir liggja. Ólíklegt þykir að Rússar muni samþykkja þessar tillögur, sem hafa tekið nokkrum breytingum frá því þær litu fyrst dagsins ljós. Erlent 25.11.2025 12:03
Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er nú í meðferð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Hann greindi frá þessu í gær til þess að vekja aðra karlmenn til meðvitundar um sjúkdóminn. Erlent 25.11.2025 11:19
Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Starfsmönnum musteris í Taílandi brá verulega í brún um helgina þegar eldri kona sem komið var með til líkbrennslu reyndist lifandi í kistunni. Bróðir konunnar hafði talið að hún væri dáin og vildi láta brenna hana. Erlent 25.11.2025 10:30
Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Kínverjar skutu í morgun geimfari á braut um jörðu svo þrír geimfarar hefðu tök á því að komast aftur til jarðar. Þeir hafa í raun verið strandaðir í nokkra daga en eiga þó ekki að snúa aftur til jarðar fyrr en á næsta ári. Erlent 25.11.2025 09:50
Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Elsti íbúi dýragarðsins í San Diego í Bandaríkjunum, risaskjaldbakan Gramma, er nú öll. Talið er að hún hafi verið 141 árs. Erlent 25.11.2025 08:36
Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Ákvörðun dómara á Ítalíu að láta taka börn frá foreldrum sínum sem eru frá Ástralíu og Bretlandi hefur vakið nokkra reiði í landinu en sumum þykir um að ræða aðför gegn óhefðbundnum lífstíl. Stjórnvöld hafa tjáð sig um málið og hyggjast skoða það. Erlent 25.11.2025 08:33
Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Í fyrsta sinn mælist hinn franski Jordan Bardella, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, líklegastur til að sigra forsetakosningarnar þar í landi 2027 samkvæmt spá Odoxa. Hinn þrítugi Bardella tók við sem formaður flokksins af Marine Le Pen en samkvæmt nýrri könnun greiningarfyrirtækisins Odoxa þykir hann líklegastur til að hljóta flest atkvæði ef gengið væri til kosninga í dag, óháð því hverjir andstæðingar hans verða. Erlent 25.11.2025 07:57
Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Lyfjarisinn Novo Nordisk hefur greint frá því að semaglutide, virka efnið í þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy, hægi ekki á framgang Alzheimer sjúkdómsins, eins og vonir höfðu staðið til. Erlent 25.11.2025 07:44
Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. Erlent 25.11.2025 07:22
Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. Erlent 25.11.2025 06:42