Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Erlent 28.8.2025 08:28
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Árásarmaðurinn sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Erlent 28.8.2025 06:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Erlent 28.8.2025 06:15
Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi. Erlent 27.8.2025 11:08
Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Stjórnvöld í Frakklandi hafa skilað hauskúpu konungsins Toera til Madagaskar. Toera var myrtur og afhöfðaður af frönskum hermönnum árið 1897. Erlent 27.8.2025 09:36
Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. Erlent 27.8.2025 09:17
Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun. Erlent 27.8.2025 07:59
Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi. Erlent 27.8.2025 07:45
Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Bruce Willis er við góða líkamlega heilsu en heilinn er að „bregðast honum“ og hann er hættur að geta tjáð sig með orðum. Þetta segir eiginkona leikarans, Emma Heming Willis, í nýju viðtali við fjölmiðlakonuna Diane Sawyer. Erlent 27.8.2025 06:59
50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Tollar Donald Trump Bandaríkjaforseta á vörur frá Indlandi hafa tekið gildi en þeir nema 50 prósentum. Upphaflega stóð til að þeir yrðu 25 prósent en þeir voru hækkaðir vegna kaupa Indverja á olíu og vopnum frá Rússlandi. Erlent 27.8.2025 06:38
Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Málverk sem nasistar stálu af listaverkasala af gyðingsættum í Hollandi fannst áttatíu árum síðar á ljósmynd í fasteignaauglýsingu í Argentínu. Verkið hafði þá ferðast á milli landa og er nú talið vera í eigu dætra embættismanns nasista. Erlent 26.8.2025 22:11
Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Risastór sandstormur gekk yfir Arizona í Bandaríkjunum í gær og olli talsverðum usla í Phoenix. Flugum var aflýst og þúsundir í borginni eru enn án rafmagns. Erlent 26.8.2025 21:51
Ungstirni ryður sér til rúms Mynd sem VLT-sjónaukinn náði af reikistjörnu á frumstigum sínum er sú fyrsta sem sýnir slíka plánetu mynda belti í gas- og rykskífunni sem fóstraði hana. Uppgötvunin hjálpar stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Erlent 26.8.2025 15:23
Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Ítrekaðar árásir Úkraínumanna á olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum, hafa dregið verulega úr framleiðslugetu Rússa á eldsneyti. Fregnir berast af löngum biðröðum við bensínstöðvar í Rússlandi en sala á olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Erlent 26.8.2025 13:01
Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Gífurlega umfangsmikil lögregluaðgerð á sér nú stað í Ástralíu, þar sem þungvopnaður maður skaut tvo lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja. Maðurinn flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Hann er sagður vopnaður nokkrum byssum. Erlent 26.8.2025 10:44
Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur stefnt dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Formaður nefndarinnar, James Comer, vill þannig koma höndum yfir „öll skjöl eða gögn“ sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum. Erlent 26.8.2025 10:10
Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að vísa sendiherra Íran í Canberra úr landi og loka sendiráði sínu í Tehran, eftir að öryggisyfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld í Íran hefðu staðið að baki að minnsta kosti tveimur árásum á samfélag gyðinga í landinu. Erlent 26.8.2025 08:23
Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að reka Lisu Cook, einn stjórnarmanna Seðlabanka Bandaríkjanna. Sérfræðingar efast um að ákvörðun Trump standist lög og Cook hyggst bera málið undir dómstóla. Erlent 26.8.2025 07:34
Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. Erlent 26.8.2025 06:56
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. Erlent 25.8.2025 19:17
Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Kilmar Abrego Garcia, sem var ranglega sendur frá Bandaríkjunum í alræmt fangelsi í El Salvador fyrr á árinu, hefur verið handsamaður á nýjan leik og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til Úganda. Erlent 25.8.2025 14:22
Habeck hættir á þingi Þýski þingmaðurinn Robert Habeck hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér þingmennsku. Habeck er þingmaður Græningja og var efnahags- og orkumálaráðherra í ríkisstjórn Olaf Scholz, auk þess að vera varakanslari á árunum 2021 til 2025. Erlent 25.8.2025 14:17
Hótar að senda herinn til Baltimore Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði því um helgina að senda hermenn til borgarinnar Baltimore og er einnig unnið að því að senda hermenn mögulega til Chicago. Hann sagði borgina stjórnlaust glæpabæli en það var eftir að Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, bauð honum í heimsókn til Baltimore og sagði þá geta gengið um götur borgarinnar og rætt saman. Erlent 25.8.2025 13:44
El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. Erlent 25.8.2025 10:06