Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa flutt fimm stórhættulega glæpamenn úr landi til þriðja ríkis, eftir að heimaríki mannanna neituðu að taka við þeim. Erlent 16.7.2025 12:32
Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa handtekið konu, sem er grunuð um að hafa stundað kynlíf með munkum, tekið myndir og mynskeið, og notað þau til að kúga peninga af mönnunum. Erlent 16.7.2025 11:05
Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. Erlent 16.7.2025 07:56
Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum. Erlent 15.7.2025 06:59
Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Rússum með „mjög þungum tollum“ ef ekki næst að semja um frið í Úkraínu innan 50 daga. Hyggst hann aðstoða Evrópuríki við að senda Úkraínumönnum fleiri vopn, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfin sem eru efst á óskalista Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta. Erlent 14.7.2025 17:55
Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Uppgröftur er hafinn í Tuam í Galway-sýslu á Írlandi, þar sem talið er að nunnur hafi jarðsett allt að 800 ungabörn sem létust á heimili fyrir mæður og börn á árunum 1925 til 1961. Erlent 14.7.2025 07:37
Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Keith Kellogg hershöfðingi í Bandaríkjaher og Sérstakur ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta kom til Úkraínu í morgun til skrafs og ráðagerða en búist er við því að rætt verði um frekari hernaðarstuðning fyrir Úkraínumenn og hertari refsiaðgerðir gegn Rússum. Erlent 14.7.2025 07:31
„Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. Erlent 14.7.2025 06:34
Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Úkraínsk yfirvöld segjast hafa drepið tvo rússneska fulltrúa sem báru ábyrgð á dauða háttsetts úkraínsks ofursta sem var skotinn til bana á fimmtudag. Erlent 13.7.2025 18:37
Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Gisèle Pelicot verður sæmd Heiðursorðunni, æðstu heiðursorðu Frakka, á mánudag auk 588 annarra. Pelicot öðlaðist heimsfrægð þegar hún bar vitni í réttarhöldum yfir manni sínum og tugum annarra manna vegna hópnauðgunar hennar. Erlent 13.7.2025 17:36
Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Bresk yfirvöld hvetja börnin sín til að bólusetja börnin sín gegn mislingum eftir að barn lést vegna sjúkdómsins í Liverpool. Sífellt færri foreldrar láta bólusetja börnin sín. Erlent 13.7.2025 15:49
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. Erlent 13.7.2025 14:44
Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Frönsk stjórnvöld hafa samið við Nýju-Kaledóníu um samkomulag sem veitir hálfsjálfstæða landinu meira sjálfstæði, en þó ekki algjört fullveldi. Erlent 13.7.2025 10:53
Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað Rússum skilyrðislausan stuðning sinn í innrásarstríði þeirra við Úkraínu. Erlent 13.7.2025 07:53
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. Erlent 12.7.2025 21:27
Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Rússar skutu rúmlega sex hundruð flugskeytum og drónum í gríðarstórri árás í nótt á vesturhluta Úkraínu. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir. Erlent 12.7.2025 10:35
Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Slökkt var á eldsneytisflæði til beggja hreyfla flugvélar Air India skömmu eftir flugtak en flugvélin hrapaði jarðar augnablikum síðar þann 12. júní. Flugmennirnir virtust ekki vera á sömu blaðsíðu um hvað væri að gerast. Erlent 11.7.2025 23:24
Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Erlent 11.7.2025 19:17
Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum. Erlent 11.7.2025 10:31
Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá. Erlent 11.7.2025 07:33
Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust. Erlent 11.7.2025 07:13
Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin. Erlent 10.7.2025 23:33
Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Erlent 10.7.2025 22:55
Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Nítján ára gömul kona fannst læst inni í kistu í Thuringenríki í Þýskalandi tveimur dögum eftir að lögregla hóf leit að henni. Konan komst lífs af en tveir eru í haldi vegna málsins. Erlent 10.7.2025 16:01