Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:10 Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir. Mynd/S2 Sport Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark EM 2021 í Englandi Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Osasuna | Alonso snýr aftur í La Liga Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira
Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark
EM 2021 í Englandi Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Osasuna | Alonso snýr aftur í La Liga Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira