Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2019 17:51 Berglind Björg skoraði þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. vísir/bára Breiðablik er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir útisigur á Spörtu Prag, 0-1. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt.LEIK LOKIÐ! Breiðablik vinnur 1-0 og 4-2 samanlagt! Blikar fara áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu! — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrottning Pepsi Max-deildar kvenna 2019, skoraði sigurmark Breiðabliks á 55. mínútu. Hún skoraði tvívegis í fyrri leiknum og skoraði því þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. Tékknesku meistararnir, sem eru fastagestir í Meistaradeildinni, sóttu stíft í fyrri hálfleik. Vörn Breiðabliks hafði í nógu að snúast og þá varði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, sem stóð í marki Blika í stað Sonnýar Láru Þráinsdóttur, tvisvar vel. Lucie Martínková komst næst því að skora fyrir Spörtu Prag þegar skalli hennar fór í stöngina á marki Breiðabliks á 38. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Sparta Prag en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Blikar sóttu í sig veðrið eftir þetta og á 55. mínútu skoraði Berglind Björg eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur.55 mín: MARK! BREIÐABLIK SKORAR! Áslaug Munda með frábæran sprett fram kantinn, finnur Öglu Maríu sem sendir fyrir þar sem Berglind Björg er mætt og skorar!! Staðan 1-0 fyrir Breiðblik og 4-2 samanlagt! #fotbolti#blikarkoma — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg komst í dauðafæri á 63. mínútu en heimakonur björguðu á síðustu stundu. Tveir mínútum síðar skoraði Agla María en markið var dæmt af vegna brots. Breiðablik var hársbreidd frá því að komast í 0-2 á 66. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir átti skot í slá. Blikar vildu fá vítaspyrnu þegar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir féll í vítateignum á 79. mínútu en ekkert var dæmt. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu fræknum sigri og sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.Geggjað lið! pic.twitter.com/Gc341h8Fby— Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Breiðablik er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir útisigur á Spörtu Prag, 0-1. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt.LEIK LOKIÐ! Breiðablik vinnur 1-0 og 4-2 samanlagt! Blikar fara áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu! — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrottning Pepsi Max-deildar kvenna 2019, skoraði sigurmark Breiðabliks á 55. mínútu. Hún skoraði tvívegis í fyrri leiknum og skoraði því þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. Tékknesku meistararnir, sem eru fastagestir í Meistaradeildinni, sóttu stíft í fyrri hálfleik. Vörn Breiðabliks hafði í nógu að snúast og þá varði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, sem stóð í marki Blika í stað Sonnýar Láru Þráinsdóttur, tvisvar vel. Lucie Martínková komst næst því að skora fyrir Spörtu Prag þegar skalli hennar fór í stöngina á marki Breiðabliks á 38. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Sparta Prag en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Blikar sóttu í sig veðrið eftir þetta og á 55. mínútu skoraði Berglind Björg eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur.55 mín: MARK! BREIÐABLIK SKORAR! Áslaug Munda með frábæran sprett fram kantinn, finnur Öglu Maríu sem sendir fyrir þar sem Berglind Björg er mætt og skorar!! Staðan 1-0 fyrir Breiðblik og 4-2 samanlagt! #fotbolti#blikarkoma — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg komst í dauðafæri á 63. mínútu en heimakonur björguðu á síðustu stundu. Tveir mínútum síðar skoraði Agla María en markið var dæmt af vegna brots. Breiðablik var hársbreidd frá því að komast í 0-2 á 66. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir átti skot í slá. Blikar vildu fá vítaspyrnu þegar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir féll í vítateignum á 79. mínútu en ekkert var dæmt. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu fræknum sigri og sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.Geggjað lið! pic.twitter.com/Gc341h8Fby— Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira