De Ligt með sjálfsmark í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Juve en Ronaldo og Buffon komu til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 13:45 Matthijs de Ligt. EPA/WALLACE WOON Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral Ítalski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira
Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral
Ítalski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira