Innlent

Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi

Kjartan Kjartansson skrifar
Willum Þór Þórsson stýrir KR í lokaumferðinni á laugardaginn en segir svo skilið við þjálfun liðsins, í bili að minnsta kosti.
Willum Þór Þórsson stýrir KR í lokaumferðinni á laugardaginn en segir svo skilið við þjálfun liðsins, í bili að minnsta kosti. Vísir/Eyþór
Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn.

„Við núverandi aðstæður í íslenskum stjórnmálum lít ég svo á að mikil þörf sé fyrir Framsóknarflokkinn. Grundvallarstefna flokksins er mikilvæg í því verkefni að koma hér á trausti og stöðugleika,“ segir Willum Þór í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag.

Willum Þór er með stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands, Cand.oecon.-próf frá Háskóla Íslands, Cand.merc.-próf frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn og B.Ed.-próf frá Háskóla Íslands.

Hann hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari hjá KR undanfarið og hefur atvinnuþjálfararéttindi, UEFA Prolicence, frá enska knattspyrnusambandinu. Kona Willums Þórs er Ása Brynjólfsdóttir, lyfjafræðingur og eiga þau fimm börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×