Björn Bergmann fór á kostum og Aron Elís valinn maður leiksins 17. apríl 2017 17:56 Björn Bergmann fór á kostum Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira