Wolves vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið lagði Cardiff City að velli, 3-1, í Íslendingaslag í ensku B-deildinni í dag.
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff en Jón Daði Böðvarsson spilaði síðustu 17 mínúturnar í liði Úlfanna.
Aron Einar og Jón Daði voru einu Íslendingarnir sem komu við sögu hjá sínum liðum í ensku B-deildinni í dag.
Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Fulham vann 0-1 útisigur á botnliði Rotherham.
Sömu sögu var að segja af Herði Björgvini Magnússyni sem spilaði ekkert í 2-0 tapi Bristol City fyrir Brentford.
Þá er Birkir Bjarnason enn frá vegna meiðsla hjá Aston Villa sem vann 2-0 sigur á Norwich. Þetta var þriðji sigur Villa í röð.
Jón Daði hafði betur gegn Aroni Einari
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti