Snæfell vann auðveldan sigur á Njarðvík, 38-69, þegar liðin áttust við í Ljónagryfjunni í dag.
Carmen Tyson-Thomas er frá vegna meiðsla og án hennar áttu Njarðvíkingar enga möguleika gegn Íslands- og bikarmeisturunum sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi Domino's deildar kvenna.
Njarðvík var yfir eftir 1. leikhluta, 16-13, en skoraði aðeins 22 stig á síðustu 30 mínútum leiksins.
Snæfell vann 2. leikhlutann 21-5 og í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Á endanum munaði 31 stigi á liðunum, 38-69.
Aaryn Ellenberg-Wiley var atkvæðamest í liði Snæfells með 20 stig, 12 fráköst og níu stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir kom næst með 12 stig en Gunnhildur systir hennar lék ekki með Snæfelli í dag vegna höfuðmeiðsla.
Björk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Njarðvík sem er með átta stig í 4. sæti deildarinnar.
Njarðvík skoraði aðeins 22 stig á síðustu 30 mínútunum gegn meisturunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn



Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn