Björn Steinar Brynjólfsson sagði upp störfum eftir tap Grindavíkur fyrir Stjörnunni í gær en hann tók við liðinu fyrir tímabilið.
Nú í kvöld var svo greint frá því að Bjarni Magnússon væri tekinn við Grindavíkurliðinu sem hefur farið illa af stað í Domino's deildinni.
Samningur Bjarna gildir út tímabilið. Fyrsti leikur Grindvíkinga undir hans stjórn er gegn Njarðvík í Maltbikarnum á sunnudaginn.
Bjarni var síðast við stjórnvölinn hjá karlaliði ÍR. Hann er einnig aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.