Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 72-68 | Snæfell batt enda á sigurgöngu Keflavíkinga Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 2. nóvember 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/Eyþór Snæfell sigraði Keflavík naumlega, 72-68, eftir kaflaskiptan leik í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík, sem sat á toppi Domino’s deild kvenna, lenti snemma undir á móti sprækum heimastúlkunum. Í lok fyrri hálfleiks var Snæfell 15 stigum yfir og margt sem benti til að öruggur sigur Hólmara væri í vændum. Viðsnúningur varð hins vegar í seinni hálfleik en þó first og fremst í þriðja leikhluta. Á meðan Keflavíkurstúlkur sýndu ótrúlega baráttugleði gekk lítið sem ekkert upp í sóknar- og varnarleik Snæfells. Niðurstaðan varð jafn og spennandi leikur.Af hverju vann Snæfell? Snæfell byrjaði leikinn með látum. Varnar- og sóknarleikur í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar. Margir leikmenn í liði Snæfells komu þar við sögu en allir sem einn leystu sín verkefni og hlutverk vel í byrjun leiks. Þó ber sérstaklega að nefna Berglindi Gunnarsdóttur og nýja leikmann Snæfells Aaryn Ellenberg sem voru áberandi í sóknarleik Snæfells í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg átti góða byrjun í fyrsta leiknum sínum með Snæfelli og endaði með 26 stig. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik á köflum en hún skoraði fyrstu 10 stigin fyrir Snæfell í kvöld. Hjá Keflavík var það Erna Hákonardóttir sem var stigahæst með 16 stig. Óhætt er þó að fullyrða að allt Keflavíkurliðið hafi barist vel og því liðsheildin í raun besti maður þeim megin.Tölfræðin sem vakti athygli: Ótrúleg endurkoma Keflavíkur er hófst undir lok fyrri hálfleiks og endaði ekki fyrr en örfáar sekúndur voru eftir af leiknum vakti eflaust mestu athyglina í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í erfiðleikum með sitthvorn hálfleikinn. Í raun áttu heimamenn fyrri hálfleik á meðan gestirnir gátu sýnt hvað í þeim býr í þeim seinni.Ingi Þór: Svart og hvítt hjá okkur í kvöld „Við komum í sitthvorum lit til hálfleikana og greinilgt að okkur leið allt of vel í hálfleik með stöðuna,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Varðandi þriðja leikhluta sagði Ingi Þór: „Við hættum að sækja að körfuni og klárum ekki auðveld færi sem við sköpuðum okkur.“ Fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, var mikilvæg á lokakaflanum og kveikti aftur í liðinu sínu. „Fyrirliðin okkar stígur upp á háréttum tíma og setur niður fimm stig í fjórða leikhluta sem kveikti aftur í liðinu. Það er einmitt það sem fyrirliði á að gera.“Sverrir Þór: Hrikalega stoltur af liðinu „Við áttum fullt af sénsum í lokin til að jafna og jafnvel til að komast yfir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í kvöld. „Við erum að spila skelfilega í 16 mínútur í fyrri hálfleik og erum þrátt fyrir það bara 15 stigum undir. Svo mætum við af krafti í seinni hálfleik og það er ekkert verið að gefast upp. Ég er hrikalega ánægður með það.“ „Það vantaði rosalega lítið upp á að við myndum fara með tvö stig heim í kvöld,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Ég hefði viljað tala við þig núna og tala um leik sem við hefðum tekið í restina.“ Fyrri hálfleikurinn hjá Keflavík einkenndist af smá hræðslu og virðingu. „Í fyrri hálfleik var smá hræðsla og við vorum langt frá okkar mönnum. Bara of mikill virðing. En í seinni hálfleik vorum við nær mönnunum og ekki að gefa nein opin skot. Við spiluðum miklu betri vörn, fáum auðveldar körfur og meira sjálfstraust.“Bein lýsing: Snæfell - Keflavík:Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Snæfell sigraði Keflavík naumlega, 72-68, eftir kaflaskiptan leik í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík, sem sat á toppi Domino’s deild kvenna, lenti snemma undir á móti sprækum heimastúlkunum. Í lok fyrri hálfleiks var Snæfell 15 stigum yfir og margt sem benti til að öruggur sigur Hólmara væri í vændum. Viðsnúningur varð hins vegar í seinni hálfleik en þó first og fremst í þriðja leikhluta. Á meðan Keflavíkurstúlkur sýndu ótrúlega baráttugleði gekk lítið sem ekkert upp í sóknar- og varnarleik Snæfells. Niðurstaðan varð jafn og spennandi leikur.Af hverju vann Snæfell? Snæfell byrjaði leikinn með látum. Varnar- og sóknarleikur í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar. Margir leikmenn í liði Snæfells komu þar við sögu en allir sem einn leystu sín verkefni og hlutverk vel í byrjun leiks. Þó ber sérstaklega að nefna Berglindi Gunnarsdóttur og nýja leikmann Snæfells Aaryn Ellenberg sem voru áberandi í sóknarleik Snæfells í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg átti góða byrjun í fyrsta leiknum sínum með Snæfelli og endaði með 26 stig. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik á köflum en hún skoraði fyrstu 10 stigin fyrir Snæfell í kvöld. Hjá Keflavík var það Erna Hákonardóttir sem var stigahæst með 16 stig. Óhætt er þó að fullyrða að allt Keflavíkurliðið hafi barist vel og því liðsheildin í raun besti maður þeim megin.Tölfræðin sem vakti athygli: Ótrúleg endurkoma Keflavíkur er hófst undir lok fyrri hálfleiks og endaði ekki fyrr en örfáar sekúndur voru eftir af leiknum vakti eflaust mestu athyglina í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í erfiðleikum með sitthvorn hálfleikinn. Í raun áttu heimamenn fyrri hálfleik á meðan gestirnir gátu sýnt hvað í þeim býr í þeim seinni.Ingi Þór: Svart og hvítt hjá okkur í kvöld „Við komum í sitthvorum lit til hálfleikana og greinilgt að okkur leið allt of vel í hálfleik með stöðuna,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Varðandi þriðja leikhluta sagði Ingi Þór: „Við hættum að sækja að körfuni og klárum ekki auðveld færi sem við sköpuðum okkur.“ Fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, var mikilvæg á lokakaflanum og kveikti aftur í liðinu sínu. „Fyrirliðin okkar stígur upp á háréttum tíma og setur niður fimm stig í fjórða leikhluta sem kveikti aftur í liðinu. Það er einmitt það sem fyrirliði á að gera.“Sverrir Þór: Hrikalega stoltur af liðinu „Við áttum fullt af sénsum í lokin til að jafna og jafnvel til að komast yfir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í kvöld. „Við erum að spila skelfilega í 16 mínútur í fyrri hálfleik og erum þrátt fyrir það bara 15 stigum undir. Svo mætum við af krafti í seinni hálfleik og það er ekkert verið að gefast upp. Ég er hrikalega ánægður með það.“ „Það vantaði rosalega lítið upp á að við myndum fara með tvö stig heim í kvöld,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Ég hefði viljað tala við þig núna og tala um leik sem við hefðum tekið í restina.“ Fyrri hálfleikurinn hjá Keflavík einkenndist af smá hræðslu og virðingu. „Í fyrri hálfleik var smá hræðsla og við vorum langt frá okkar mönnum. Bara of mikill virðing. En í seinni hálfleik vorum við nær mönnunum og ekki að gefa nein opin skot. Við spiluðum miklu betri vörn, fáum auðveldar körfur og meira sjálfstraust.“Bein lýsing: Snæfell - Keflavík:Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira