Messi eyðilagði heimkomu Guardiola
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lionel Messi fór illa með sinn gamla læriföður, Pep Guardiola, er Guardiola mætti með Man. City á sinn gamla heimavöll, Camp Nou.
Barcelona skellti Man. City, 4-0, og Lionel Messi skoraði þrennu í leiknum. Neymar skoraði fjórða markið en hann var þá nýbúinn að klúðra vítaspyrnu.
Barcelona er með fullt hús, 9 stig, í C-riðli en City er með fjögur stig.
Fyrsta mark leiksins má sjá hér að ofan en hin hér að neðan.
2-0 fyrir Barcelona.
Messi fullkomnar þrennuna.
Neymar varð að skora líka.