Fótbolti

Guardiola mun aldrei hætta að spila boltanum frá markverði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kvöldið var langt hjá Pep Guardiola.
Kvöldið var langt hjá Pep Guardiola. vísir/getty
Hugmyndafræði Pep Guardiola, stjóra Man. City, fékk nokkurn skell á gamla heimavellinum hans í kvöld.

Claudio Bravo fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik. Gaf slaka sendingu og þurfti svo að verja boltann utan teigs.

„Ég er búinn að tala við hann og hann var miður sín. Þetta er samt hluti af leiknum. Leikurinn var í raun búinn þarna. Fram að því vorum við inn í leiknum en nýttum ekki færin okkar. Við vissum frá upphafi að þetta yrði erfiður riðill en við getum ekki dvalið við þetta og verðum að hugsa núna um Southampton.“

Sjá einnig: Messi eyðilagði heimkomu Guardiola

Guardiola fórnaði Joe Hart fyrir Bravo þar sem Bravo væri svo góður að spila boltanum. Það hefur ekki gengið upp í vetur og Bravo gert slæm mistök. Guardiola er þó ekki hættur að spila svona.

„Ég mun spila boltanum fram völlinn frá markverði þar til ég hætti að þjálfa. Er við spilum vel þá er það af því spilið byrjar vel frá markverðinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×