James Rodriguez var í byrjunarliði Real Madrid í fyrsta sinn á tímabilinu í fjarveru Cristian Ronaldo og Gareth Bale og nýtti tækifærið til fullnustu.
Real Madrid vann Espanyol 2-0 og er enn með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, nú eftir fjórar umferðir. Espanyol er aðeins með tvö stig í neðri hluta deildarinnar.
James kom Real Madrid í 1-0 með góðu skot rétt fyrir hálfleik. Honum var skipta af leikvelli á 62. mínútu en Karim Benzema skoraði seinna mark stórliðsins frá Madrid á 71. mínútu eftir laglega sókn.
Real Madrid hefur nú unnið 16 deildarleiki í röð sem eru jöfnun á meti Barcelona frá tímabilinu 2010/2011.
James þakkaði traustið með marki

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
