Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2016 19:42 Sigurður Ingi Jóhannsson hættir sem varaformaður verði stjórnin óbreytt Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður í óbreyttri stjórn. Þetta tilkynnti hann í ræðu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Segir Sigurður Ingi ástæðu þess vera trúnaðarbrest innan stjórnar flokksins. Haustfundur Miðstjórnar flokksins ákvað í dag að boða til flokksþings þann 1. október næstkomandi og kjósa þar nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn. Hafa flokksmenn margir legið á forsætisráðherranum að gefa kost á sér til formanns flokksins undanfarna daga og vikur og komu nokkrar slíkar stuðningsyfirlýsingar á fundinum í dag. Einnig undruðust nokkrir fundarmanna að í fundardagskrá væri forsætisráðherra þjóðarinnar hvergi með ræðu og þóttu það afar sérstakt að forsætisráðherra gæfist ekki kostur á að halda tölu yfir flokksmönnum. Kom svo á daginn að Sigurður Ingi steig í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður og vandaði forystu flokksins ekki kveðjurnar. Herma heimildir fréttastofu að enginn hafi beðið hann um að halda ræðu á fundinum og þótti það sjálfum mjög sérstakt. Einnig hafi hann sagt að vegna trúnaðarbrests milli sín og stjórnarmeðlima hafi hann ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður ef stjórnin yrði að öðru leyti óbreytt.Trúnaðarbrestur milli Sigurðar inga og stjórnar Sigmundar.vísir/sveinnBáðir skammaðirHeimildir fréttastofu herma einnig að bæði formaður og varaformaður hafi fengið á sig nokkrar skammir frá flokksmönnum fyrir að tala þvers og kruss í mörgum málum og að það gengi ekki til lengdar að tveir einstaklingar stýrðu flokknum úr sínum hvorum stólnum í sína hvora áttina. Heimildarmaður fréttastofu segir báða hafa fengið nokkrar skammir fyrir og að þessi staða sé ekki til eftirbreytni. Einnig sagði sama heimild að ákveðið traust væri milli Eyglóar Harðardóttur, ritara flokksins, og Sigurðar Inga og því væri trúnaðarbresturinn að öllum líkindum ekki milli þeirra.Líkt við orrustuna um WaterlooSigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð. Einnig sagði Sigmundur framsóknarmenn verða að standa saman allir sem einn í komandi kosningabaráttu. Þannig einir myndi flokkurinn geta staðið það áhlaup „riddaraliðsins“ eins og hann orðaði það og lýsti baráttunni framundan við orrustuna um Waterloo. Sagði hann að til að verjast riddaraliðum yrðu menn að standa þétt saman með byssustingi að vopni til að verjast áhlaupinu og skjóta svo riddarana þegar þeir kæmu framhjá. Hins vegar, ef einhverjir yrðu huglausir og myndu rjúfa samstöðuna væri leikur einn fyrir riddaraliðið að slátra vörninni.Ljóst að forystan mun breytastÞað verður líklegra með hverjum deginum sem líður að Sigurður Ingi gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins. Hann hefur varist því að svara spurningunni og ekki getað lýst yfir trausti við sitjandi formann flokksins. Einnig verður að hafa í huga að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, oddvitakjördæmi forsætisráðherra, samþykkti nær einróma að boða til landsþings til að geta skipt um forystu fyrir kosningar. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður í óbreyttri stjórn. Þetta tilkynnti hann í ræðu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Segir Sigurður Ingi ástæðu þess vera trúnaðarbrest innan stjórnar flokksins. Haustfundur Miðstjórnar flokksins ákvað í dag að boða til flokksþings þann 1. október næstkomandi og kjósa þar nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn. Hafa flokksmenn margir legið á forsætisráðherranum að gefa kost á sér til formanns flokksins undanfarna daga og vikur og komu nokkrar slíkar stuðningsyfirlýsingar á fundinum í dag. Einnig undruðust nokkrir fundarmanna að í fundardagskrá væri forsætisráðherra þjóðarinnar hvergi með ræðu og þóttu það afar sérstakt að forsætisráðherra gæfist ekki kostur á að halda tölu yfir flokksmönnum. Kom svo á daginn að Sigurður Ingi steig í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður og vandaði forystu flokksins ekki kveðjurnar. Herma heimildir fréttastofu að enginn hafi beðið hann um að halda ræðu á fundinum og þótti það sjálfum mjög sérstakt. Einnig hafi hann sagt að vegna trúnaðarbrests milli sín og stjórnarmeðlima hafi hann ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður ef stjórnin yrði að öðru leyti óbreytt.Trúnaðarbrestur milli Sigurðar inga og stjórnar Sigmundar.vísir/sveinnBáðir skammaðirHeimildir fréttastofu herma einnig að bæði formaður og varaformaður hafi fengið á sig nokkrar skammir frá flokksmönnum fyrir að tala þvers og kruss í mörgum málum og að það gengi ekki til lengdar að tveir einstaklingar stýrðu flokknum úr sínum hvorum stólnum í sína hvora áttina. Heimildarmaður fréttastofu segir báða hafa fengið nokkrar skammir fyrir og að þessi staða sé ekki til eftirbreytni. Einnig sagði sama heimild að ákveðið traust væri milli Eyglóar Harðardóttur, ritara flokksins, og Sigurðar Inga og því væri trúnaðarbresturinn að öllum líkindum ekki milli þeirra.Líkt við orrustuna um WaterlooSigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð. Einnig sagði Sigmundur framsóknarmenn verða að standa saman allir sem einn í komandi kosningabaráttu. Þannig einir myndi flokkurinn geta staðið það áhlaup „riddaraliðsins“ eins og hann orðaði það og lýsti baráttunni framundan við orrustuna um Waterloo. Sagði hann að til að verjast riddaraliðum yrðu menn að standa þétt saman með byssustingi að vopni til að verjast áhlaupinu og skjóta svo riddarana þegar þeir kæmu framhjá. Hins vegar, ef einhverjir yrðu huglausir og myndu rjúfa samstöðuna væri leikur einn fyrir riddaraliðið að slátra vörninni.Ljóst að forystan mun breytastÞað verður líklegra með hverjum deginum sem líður að Sigurður Ingi gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins. Hann hefur varist því að svara spurningunni og ekki getað lýst yfir trausti við sitjandi formann flokksins. Einnig verður að hafa í huga að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, oddvitakjördæmi forsætisráðherra, samþykkti nær einróma að boða til landsþings til að geta skipt um forystu fyrir kosningar. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira