Hraðinn var mikill í fyrri hálfleik og skemmtanagildið hátt, en Mustafi skoraði eftir glæsilega aukspyrnu Toni Kroos á 19. mínútu.
Staðan var 1-0 í hálfleik, en Úkraínumenn voru nálægt því að jafna í fyrri hálfleik þegar Jerome Boateng bjargaði á marklínu.
Síðari hálfleikurinn var ekki fjörugur og lítið var um opin marktækifæri, en Bastian Schweinsteiger skoraði eftir skyndisókn í uppbótartíma.
Þýskaland og Pólland eru því með þrjú stig eftir fyrstu umferðina í C-riðli, en Úkraína og Norður-Írland eru án stiga.
Á fimmtudaginn mætast svo toppliðin, Þýskaland og Pólland, í París, en Úkraína og Norður-Írland leika í Lyon.
Mögnuð björgun Þjóðverja:1-0! Mustafi skorar fyrsta mark leiksins á 19. mín. fyrir #GER gegn #UKR#EMÍsland pic.twitter.com/jvGLYUFx0N
— Síminn (@siminn) June 12, 2016
2-0:Boateng bjargar á marklínu. Bókstaflega. Þessi marklínutækni, ha. #EMÍsland #GER #UKR pic.twitter.com/u5CFWJLJ4E
— Síminn (@siminn) June 12, 2016
Bastian Schweinsteiger innsiglar 2-0 sigur #GER gegn #UKR#EMÍSLAND pic.twitter.com/EglwZThXq6
— Síminn (@siminn) June 12, 2016