Real Madrid lenti í litlum vandræðum með Sevilla á heimavelli í kvöld, en tvær vítaspyrnur fóru forgörðum í leiknum. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna.
Karim Benzema kom Real yfir á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik, en Kevin Gameiro klikkaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu á 58. mínútu, en sex mínútum síðar bætti hann upp fyrir það og kom Real í 2-0.
Gareth Bale skoraði svo þriðja mark Real og Jese Rodriguez skoraði fjórða og síðasta markið fjórum mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-0.
Real er því í þriðja sætinu með 66 stig, tíu stigum á eftir toppliði Barcelona, en SEvilla er í sjötta sætinu með 48 stig.
Í hinum leik kvöldsins tapaði Valencia enn einum leiknum, nú fyrir Celta Vigo, 0-2. Valencia er í fjórtánda sætinu með 34 stig, en Celta Vigo er í fimmta sætinu með 48 stig.
Real í engum vandræðum með Sevilla
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn





Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn

