Chicharito með fimm mörkum fleira en allt United-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2015 20:30 Javier Hernández og maður sem vildi ekki sjá hann, Louis van Gaal. Vísir/Getty Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira