Haukar rústuðu 1. deildarliði Fjölnis, 25-91, í 16-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í kvöld.
Eins og úrslitin gefa til kynna var þetta ójafn leikur en Fjölnisliðið átti ekki mögulega gegn sterku liði Hauka.
Fjölnisstúlkur átti í stórkostlegum vandræðum með að skora í kvöld en liðið gerði aðeins sex stig í seinni hálfleik.
Haukar nýttu breiddina vel í kvöld en allir leikmenn liðsins léku í meira en 14 mínútur.
Helena Sverrisdóttur var stigahæst í liði Hauka með 16 stig. Sylvía Rún Hálfdanardóttir kom næst með 13 stig.
Fanney Ragnarsdóttir var stigahæst hjá Fjölni með sex stig.
Tölfræði leiks:
Fjölnir-Haukar 25-91 (8-32, 11-23, 6-16, 0-20)
Fjölnir: Fanney Ragnarsdóttir 6/6 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 5, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 5/8 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 2/4 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 2/4 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2/4 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 0, Hanna María Ástvaldsdóttir 0, Elísa Birgisdóttir 0.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 16/8 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11, María Lind Sigurðardóttir 10, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 9/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/7 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 8/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 6/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 0.
66 stiga sigur Hauka
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
