Lögreglumál

Fréttamynd

Leiðir meinta barna­níðinga í gildru og af­hjúpar á netinu

Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku.

Innlent
Fréttamynd

Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars

Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari.

Innlent
Fréttamynd

Sak­­borningur í hryðju­­­verka­­­málinu: Yfir­lýstur nas­isti sem finnst hommar fá of mikið pláss

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“

Innlent
Fréttamynd

Kristján Einar hand­tekinn á Húsa­vík

Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi.

Innlent
Fréttamynd

Viðbúnaður hjá lögreglu í Miðtúni í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað í Miðtúni í Reykjavík á fjórða og fimmta tímanum í dag. Sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna málsins en að sögn aðalvarðstjóra var um að ræða útkall vegna veiks einstaklings sem var vopnaður hnífi. 

Innlent
Fréttamynd

Konan sem lýst var eftir er fundin

Kona á fertugsaldri sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hennar frá 26. desember þegar hún fór frá dvalarstað sínum í Reykjavík og var hennar leitað í dag.

Innlent
Fréttamynd

Svikarar narra leigj­endur í neyð með fölskum gylli­­boðum

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina.

Innlent
Fréttamynd

Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu

Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hafði í hótunum við starfs­fólk fyrir­tækis

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kallað út eftir að maður hafði haft í hótunum við starfsfólk fyrirtækis og svo óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­þolinn endaði sjálfur í fanga­geymslu

Um tvö leytið í nótt var óskað aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í miðborginni. Árásaraðilinn var handtekinn á vettvangi, en þá reyndi árásarþolinn að frelsa hinn handtekna og var þá sjálfur handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Sló mann í höfuðið með pönnu

Lögreglan á höfuðborgarsvæði var kölluð til í gærkvöldi í úthverfi Reykjavíkurborgar vegna meiriháttar líkamsárásar þar sem maður hafði slegið annan mann í höfuðið með pönnu.

Innlent
Fréttamynd

Segir skárra að fá í sig raf­straum en kylfu­högg

Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka and­lát hreyfi­hamlaðs manns í Breið­holts­s­laug

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan óskar eftir vitnum að bana­slysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Höfðabakka í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 10. desember síðastliðinn, þar sem ekið var á gangandi vegfaranda sem lést.

Innlent