Evrópudeild karla í handbolta

„Vægt til orða tekið mjög óánægður með þessa breytingu“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er hundóánægður með þá staðreynd að Valsmenn skuli ekki hafa fengið að spila leik á milli sigursins gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í síðustu viku, og leiksins við Benidorm á Spáni í kvöld.

Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros
Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21.

„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“
„Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals.

„Virðingin sem að Snorri hefur fengið er bara ekki næg“
Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson dásamaði Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara meistara Vals, eftir að liðið vann Ferencváros í fyrsta leik í Evrópudeildinni.

Umfjöllun: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna
Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum fjögurra marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, 43-39. Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum.

Með stjörnur í útilínunni og sakamann í þjálfarastólnum
Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög auðvelt með að telja upp styrkleika Ferencváros sem er andstæðingur Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.

Snorri Steinn: Spennandi að sjá hvort okkar leikstíll virki á þessu sviði
Það er stórt kvöld fram undan fyrir Íslandsmeistara Vals þegar þeir taka á móti ungverska stórliðinu Ferencváros í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

50 sjálfboðaliðar muni koma að hverjum leik í umfangsmiklu verkefni Valsara
Gísli Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, segir mikla vinnu hafa farið í undirbúning fyrir fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem fer fram annað kvöld. Valur mætir þá Ferencváros frá Ungverjalandi.

„Held að hann komi pirraður til Íslands“
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta.

Verið stuðningsmaður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag
„Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld.

Valsmenn mæta Íslendingum í erfiðum riðli og fara til Benidorm
Íslands- og bikarmeistarar Vals eiga fyrir höndum leiki í spennandi en afar erfiðum riðli í Evrópudeildinni í handbolta í vetur en dregið var í riðla í dag.

Valur getur lent í riðli með fjórum Íslendingaliðum
Svo gæti farið að karlalið Vals í handbolta verði í riðli með fjórum Íslendingaliðum í Evrópudeildinni. Dregið verður í riðla í fyrramálið.