Handbolti

Fréttamynd

Snorri frábær í sigri AG Köbenhavn

Snorri Steinn Guðjónsson var einn allra besti maður stórliðsins AG Köbenhavn sem vann meistarana í AaB frá Álaborg fyrir framan 6200 áhorfendur í Ballerup Super Arena í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta er áhorfendamet í dönsku deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Barcelona kaupir Sjöstrand frá Flensburg

Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að félagið hefði keypt sænska markvörðinn Johan Sjöstrand frá Flensburg. Hann fær það verðuga verkefni að leysa David Barrufet af hólmi en Barrufet hefur lagt skóna á hilluna eftir giftusaman 27 ára feril.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð og Aron mæta Barcelona

Í dag var dregið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í handbolta. Kiel er í riðli með Barcelona en með Kiel leikur Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason þjálfar liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Bielecki meiddist illa á auga með pólska landsliðinu

Ferill pólsku stórskyttunnar Karol Bielecki gæti verið í hættu eftir að hann meiddist illa á auga í landsleik Póllands og Króatíu um helgina. Bielecki er nýbúinn að framlengja samning sinn við Rhein-Neckar Löwen til ársins 2015 en svo alvarleg eru meiðslin að óttast er um að ferill hans sé í hættu.

Handbolti
Fréttamynd

Norðmenn í fínum málum en meiri spenna hjá Þjóðverjum

Fimm leikir fóru fram í gær í umspili um laus sæti á HM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Úkraínumenn voru eina liðið sem vann á útivelli en Austurríki, Noregur, Þýskaland og Serbía fara öll með forskot í útileikinn um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur kominn með Austurríki hálfa leið á HM í Svíþjóð

Austurríki vann sextán marka stórsigur á Hollandi í dag, 31-15, í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Svíþjóð á næsta ári. Leikurinn fór fyrir framan tæplega fjögur þúsund áhorfendur í Dornbirn í Austurríki og lærisveinar Dags Sigurðssonar voru í miklu stuði síðustu 45 mínúturnar í leiknum sem liðið vann 24-8.

Handbolti
Fréttamynd

Berglind Íris til Noregs

Landsliðsmarkvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hefur gengið frá tveggja ára samningi við Fredrikstad Ballklubb sem leikur í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Júlíus: Ekki draumariðillinn

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari í handbolta, hafði blendnar tilfinningar gagnvart riðlinum sem Ísland keppir í á EM í handbolta í desember næstkomandi.

Handbolti
Fréttamynd

Flott frammistaða en naumt tap á móti Frökkum - myndasyrpa

Íslenska kvennalandsliðið tókst ekki að tryggja sig inn í lokakeppni EM á móti Frökkum í gær þrátt fyrir að hafa staðið sig vel á móti sterku liði Frakka. Íslenska liðið tapaði 24-27 en jafntefli hefði nægt til að koma stelpunum á EM í fyrsta sinn í sögunni.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur Lemgo

Lemgo vann öruggan sex marka sigur á Kadetten Schaffhausen, 24-18, í fyrri úrslitaleik liðanna í EHF-bikarkeppninni í dag.

Handbolti
Fréttamynd

FCK tapaði fyrsta bronsleiknum

FCK tapaði í gær fyrir Bjerringbro-Silkeborg á útivelli, 30-27, í fyrstu viðureign liðanna um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Ekki erfið ákvörðun

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við danska ofurliðið AG Köbenhavn. Hann mun ganga í raðir liðsins sumarið 2011 en verður lánaður til FH í vetur þar sem hann leikur einmitt núna.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Páll svissneskur meistari

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten urðu í kvöld svissneskir meistarar í handbolta aðeins nokkrum dögum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik EHF-bikarsins með því að slá út þýska stórliðið Flensburg.

Handbolti