Ástin á götunni

Fréttamynd

Örn Arnarson langt frá sínu besta

Örn Arnarson, sundkappi úr SH, var eini Íslendingurinn sem keppti á heimsmeistaramótinu í sundi sem fer fram í Montreal í Kanada. Hann keppti í 100 metra baksundi og var í sjöunda milliriðli af tíu. Hann náði sér alls ekki á strik á synti á 57,43 sekúndum sem er langt frá Íslandsmeti hans.

Sport
Fréttamynd

Rætt við Essien í þessari viku

Peter, Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni ræða við Mickael Essien, leikmann Lyon, síðar í þessari viku með hugsanleg félagsskipti í huga.

Sport
Fréttamynd

Ferguson vísar ósætti á bug

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann og fyrirliðinn Roy Keane hefðu lent í rifrildi.

Sport
Fréttamynd

Hannes til Stoke City

Hannes Þ. Sigurðusson, framherji ungmennalandsliðsins í knattspyrnu, er genginn til liðs við Stoke City frá Viking í Noregi. Hannes skrifaði undir þriggja ára samning við Stoke en ekki hefur kaupverðið verið gefið upp. Hannes er 22 ára gamall og lék með Fjölni og FH í yngri flokkum áður en hann gekk til liðs við Viking í Noregi.

Sport
Fréttamynd

Haukur Ingi að koma til

Knattspyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason lék á föstudaginn með U23 liði Fylkis sem tapaði 5-0 fyrir U23 liði Þróttar. Þetta er fyrsti leikur Hauks síðan hann sleit krossbönd í hné í mars í fyrra. Hann gekkst þá undir aðgerð og lék ekkert með Fylki í Landsbankadeildinni síðasta sumar.

Sport
Fréttamynd

Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi

Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum  á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Haraldur með sigurmarkið gegn RBK

Haraldur Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu gerði sigurmark Álasunds gegn meisturunum í Rosenborg í 2-1 sigri í norku úrvalsdeildinni í kvöld. Haraldur gerði markið á 56.mínútu. Stefán Gíslason var í liði Lyn sem tapaði fyrir Fredrikstad 2-1.

Sport
Fréttamynd

Norska úrvalsdeildin

Lið Árna Gauts Arasonar Valerenga komst í gær upp í annað sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Valerenga sigraði HamKam 2-1.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Haukum og HK

HK og Haukar gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld í 1. deild karla. Þetta var lokaleikur 11.umferðar. Veldu meira til að sjá stöðuna í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Inter aflýsir vegna hryðjuverka

Ítalska knattspyrnuliðið Inter Milan aflýsti í dag fyrirhugaðri æfingaferð sinni til Englands af öryggisástæðum í ljósi hryðjuverkanna í London. Liðið átti að leika við Portsmouth, Leicester, Norwich og Crystal Palace á Englandi á komandi vikum. Ákvörðun félagsins hefur valdið miklum vonbrigðum og reiði meðal félaganna fyrrnefndu.

Sport
Fréttamynd

Stúlknalandsliðið tapaði

Íslenska landsliðið skipað stúlkum 21 árs og yngri tapaði í gær fyrir Þjóðverjum 4-1 á opna Norðurlandamótinu sem fer fram í Svíþjóð. Þýsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið en Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val jafnaði metin 1-1.

Sport
Fréttamynd

Newcastle áfram í Intertoto

Newcastle er komið í 4. umferð Intertotokeppninnar í knattpspyrnu eftir 2-0 sigur á áhugamannaliðinu ZTS Dubnica frá Slóvakíu í dag og samanlagt 5-1. Newcastle mætir Deportivo La Coruña í næstu umferð á miðvikudag. Keppt er um þrjú laus sæti í Evrópukeppni félagsliða í Intertoto keppninni og koma þau lið inn í keppnina 9. ágúst.

Sport
Fréttamynd

Ísland í 2. sæti í Svíþjóð

Íslenska landsliðið í knattspyrnu pilta 17 ára og yngri tapaði fyrir Norðmönnum 2-1 í úrslitaleik Hallandsmótsins í Svíþjóð í dag. Ísland var yfir í hálfleik en Norðmenn skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og tryggðu sér með því sigur á mótinu með 7 stig í 3 leikjum, en Íslendingar urðu í 2. sæti með 6 stig.

Sport
Fréttamynd

Djurgarden sigraði Ölme

Djurgarden, lið Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sigraði 2. deildar lið Ölme í sænsku bikarkeppninni í gær.  Djurgarden sem er efst í sænsku deildinni átti ekki í erfiðleikum með 2 deildar liðið og vann öruggan 6-0 sigur. Kári Árnason fiskaði víti og skoraði fjórða mark Djurgarden í gær og átti skínandi leik. Sölvi Geir Ottesen kom inná á 65 mínútu.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur Blika á botnliðinu

Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu í dag eftir nauman sigur á botnliði Völsungs, 3-2 á Kópavogvelli. Gunnar Örn Jónsson, Kári Ársælsson og Hjalti Kristjánsson skoruðu mörk Blika sem leiddu 3-0 í hálfleik. Á Siglufjarðarvelli gerðu KS og Víkingur Ólafsvík jafntefli, 1-1.

Sport
Fréttamynd

Joey Barton sendur heim

Joey Barton, leikmaður Manchester City, hefur verið sendur heim frá Tælandi vegna slagsmála, en þar var Manchester City í keppnisferð.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Þórðarson réð ekki Staunton

Steve Staunton, sem spilað hefur meðal annars með Liverpool, Aston Villa og Coventry á ferli sínum, vildi komast að hjá Notts County sem þjálfari og leikmaður, en Guðjón Þórðarson ákvað að ráða hann ekki til starfa.

Sport
Fréttamynd

Panama - Bandaríkin í úrslit

Bandaríkin og Panama mætast í úrslitaleik á meistaramóti Mið og Norður Ameríkuríkja í knattspyrnu. Bandaríkin lögðu Hondúras að velli 2-1 og Panama lagði Kolombíu 3-2.

Sport
Fréttamynd

Newcastle býður í Anelka

Newcastle United hefur boðið í franska framherjann Nicolas Anelka og portúgalska landsliðsmanninn Luis Boa Morte.

Sport
Fréttamynd

Stoke kaupir Hoefkens

Enska knattspyrnufélagið Stoke City keypti í morgun belgíska miðvörðinn, Carl Hoefkens frá Germinal Berschot og borgaði fyrir hann 350 þúsund pund eða um 40 milljónir íslenskra króna.

Sport
Fréttamynd

Gæti orðið einn sá besti hjá Dönum

<font face="Helv">M</font>ads Thunø Laudrup, sonur knattspyrnumannsins Michael Laudrup sem nú þjálfar Brøndby, er staddur hér á landi að spila með FC København á Rey Cup- mótinu í knattspyrnu. Mads er einn af efnilegustu leikmönnum Danmerkur og er einn þriggja leikmanna FC København sem leika með U-17 ára landsliði Danmerkur.

Sport
Fréttamynd

Carlton Cole ætlar að standa sig

Carlton Cole, sem verið hefur í láni hjá Charlton Athletic og Aston Villa síðustu tvö tímabil í ensku knattspyrnunni, er viss um að geta staðið sig vel hjá Chelsea, en hann verður í leikmannahópi félagsins á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta deild í dag föstudag

Tveir leikir eru í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Í Víkinni eigast við heimamenn Víkingur og Norðanmenn í Þór. Og norðan heiða etja KA og Fjölnir kappi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.

Sport
Fréttamynd

FH mætir Fram í undanúrslitum

Dregið var í undanúrslit í Visa-bikarkeppni karla í hádeginu í dag en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Þar munu mæta annars vegar Valur og Fylkir og hins vegar FH og Fram.

Sport
Fréttamynd

Valur-Breiðablik í undanúrslitum

Breiðablik fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn í stórslag í undanúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna. Í hinum leiknum fær KR Fjölni í heimsókn.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn unnu í Frostaskjóli

Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Vals á lokamínútu leiks Vals og KR. Leikurinn er því ekki framlengdur eins og allt stefndi í en mark Garðars kom skiljanlega eins og blaut tuska í andlit KR-inga.

Sport
Fréttamynd

Hart barist í Frostaskjóli

Nú þegar 22 mínútur eru liðnar af leik KR og Vals í fjórðungsúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna er enn markalaust en liðin mæta vel stemmd til leiks.

Sport
Fréttamynd

Arsenal ber víurnar í Dacourt

Sky-fréttavefurinn segir frá því í morgun að Arsenal hyggist kaupa Frakkann Oliver Dacourt og að hann eigi að taka við hlutverki Patricks Viera. Dacourt er orðinn 31 árs og lék með Everton og Leeds í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Sumarið er undir

Sumarið er undir hjá okkur KR-ingum í kvöld," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR í samtali við Vísi.is í dag. KR tekur á móti erfkifjendum sína í Val klukkan 19:15 í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Stoke kaupir Belga

Stoke City hefur náð samkomulagi um kaup á belgíska landsliðsmanninum Carl Hoefkens. Hoefkens er 26 ára varnarmaður en Stoke kaupir hann frá Germinal Beerschot.

Sport