Ástin á götunni Hermann kominn með nýtt númer Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er búinn að skipta um númer hjá Charlton, Hermann sem hefur verið númer 12 síðustu leiktíðir er kominn í treyju númer 3 sem er hið eina sanna númer vinstri bakvarðar. Hermann verður ekki með landsliðinu sem mætir Suður Afríku á miðvikudag á Laugardalsvelli, landsliðsþjálfararnir gáfu honum frí. Sport 13.10.2005 19:41 Hodgson þjálfar Finna Englendingurinn Roy Hodgson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna frá og með haustinu 2006. Hodgson er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars hefur hann þjálfað Inter Mílan, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn. Sport 13.10.2005 19:41 Arnar Þór skoraði gegn Mouscron Í belgíska fótboltanum skoraði Arnar Þór Viðarsson annað mark Lokeren í 2-0 sigri á Mouscron. Gunther Van Handenhoven skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars Grétarssonar. Sport 13.10.2005 19:41 Lamb flæmdi Zenden frá Boro Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden segir að stjórnarformaður Middlesbrough, Keith Lamb, hafi verið ástæðan fyrir því að leikmaðurinn kaus að ganga til liðs við Liverpool í stað þess að vera áfram hjá Boro. Sport 13.10.2005 19:41 Mörkin í símann Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. Sport 13.10.2005 19:41 Wenger hrósar van Persie Arsene Wenger hrósaði sóknarmanni sínum Robin van Persie eftir að varamaðurinn skoraði mark á móti Newcastle í 2-0 sigri Arsenal í gær, en sagðist viss um að Newcastle liðið ætti eftir að verða sterkt í vetur. Sport 13.10.2005 19:41 Rautt verður gullt Steve Bennet dómarinn sem rak Jermaine Jenas af velli í leik Arsenal og Newcastle hefur ákveðið að breyta rauða spjaldinu sem hann gaf Jenas í gullt spjald og því þarf leikmaðurinn ekki að fara í þriggja leikja bann. Sport 13.10.2005 19:41 Ellington til WBA Nathan Ellington er genginn til liðs við WBA frá Wigan fyrir 3 milljónir punda. Ellington, 24 ára er mikill markaskorari og gerði 59 mörk í 134 deildarleikjum fyrir Wigan. Kaupverðið nam 3 milljónum punda. Sport 13.10.2005 19:41 Áttunda mark Ásthildar í Svíþjóð Ásthildur Helgadóttir skoraði fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Sunnanå 3-2. Umeå og Malmö eru efst í deildinni með 37 stig úr 13 leikjum. Ásthildur er búin að skora 8 mörk í deildinni. Sport 13.10.2005 19:41 Buffon frá í átta vikur Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur. Sport 13.10.2005 19:41 Mourinho ósáttur við sjálfan sig Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur. Sport 13.10.2005 19:41 Essien til Chelsea Michael Essien gengur á morgun til liðs við Englandsmeistara Chelsea frá franska liðinu Lyon. Talið er að Chelsea greiði 28 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla miðvallarleikmann frá Gana. Sport 13.10.2005 19:41 Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem er að leika við Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Eiður er fremstur á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. Sport 13.10.2005 19:41 Botnslagur í 1. deild Það var einn leikur á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Fjölnir og Völsungur frá Húsavík gerðu jafntefli 1 - 1 í botnbaráttunni. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungum yfir en Tómas Leifsson jafnaði leikinn fyrir Fjölni. Völsungar eru í áttunda sæti í deildinni með 13. stig og Fjölnir í því níunda einnig með 13 stig. Sport 13.10.2005 19:41 Stefán sigraði í Íslendingaslagnum Stefán Gíslason og félagar í Lyn sigruðu Hannes Sigurðsson og félaga í Viking á heimavelli 2-1 í norku úrvalsdeildinni. Brann lið þeirra Ólafs Bjarnasonar og Kristjáns Sigurðssonar tapaði fyrir Bodo Glimt 2-1. Í þriðja leik dagsins sigraði Tromsö lið Molde 2-1. Sport 13.10.2005 19:41 Meistaraheppni Chelsea Hernan Crespo skoraði sigurmark Chelsea þegar venjulegum leiktíma var lokið í 1-0 sigri Englandsmeistaranna á Wigan. Óhætt er að segja að markið hafi verið af dýrari gerðinni, vinstri fótar skot utan teigs beint í eftri 90 gráðurnar. Eiður Smári fór meiddir af leikvelli í hálfleik. Sport 13.10.2005 19:41 Gunnar Heiðar með þrennu Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði þrennu mörk fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, sem burstaði botnliðið Sundsvall 6-0. Gunnar Heiðar er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk. Djurgården endurheimti efsta sætið, þegar liðið lagði Gefle á útivelli 3-1. Kári Árnason lék fyrstu 54 mín. í liði Djurgården Sport 13.10.2005 19:41 Enska landsliðið sem mætir Dönum Andy Johnson, leikmaður Crystal Palace í ensku Championship deildinni, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Englendinga sem mæta Dönum á Parken á miðvikudag í vináttulandsleik. Í hans stað hefur Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englendinga valið Darren Bent leikmann Charlton. Sport 13.10.2005 19:41 Arsenal sigraði Newcastle Arsenal sigraði Newcastle 2-0 í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli sínum Highbury. Mörk Arsenal komu á síðustu tíu mínútum leiksins, fyrst skoraði Thierry Henry úr vítaspyrnu á 81. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Robin van Persie við marki fyrir Arsenal. Jermaine Jenas, leikmanni Newcastle var vikið af leikvelli í fyrri hálfleik. Sport 13.10.2005 19:41 Start burstaði Rosenborg Topplið Start burstaði Rosenborg 5-2 í norsku úrvalsdeildinni í dag. Færeyingurinn Todi Jónson gerði þrennu fyrir Start. Välerenga lið Árna Gauts Arasonar sigraði Aalesund 2-0 á útivelli. Haraldur Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Aalesund og Árni Gautur gerði hið sama í marki Välerenga. Sport 13.10.2005 19:41 Jafnt í botnslag 1.deildar Fjölnir og Völsungur gerðu 1-1 jafntefli í 1.deild karla í knattspyrnu í dag. Fjölnir er í níunda sæti en Völsungur í því áttunda. Mark Fjölnis gerði Tómas Leifsson en áður hafði Hermann Aðalgeirsson komið Völsungum yfir. Sport 13.10.2005 19:41 Hermann byrjar - Heiðar á bekknum Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem er að spila við Sunderland á útivelli en Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Birmingham. Staðan er markalaus í báðum leikjum þegar liðnar eru 10 mínútur. Sport 13.10.2005 19:40 Glæsileg byrjun West Ham Nýliðar West Ham byrjuðu leiktíðina í dag með glæsibrag í ensku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði Blackburn 3-1 á heimavelli sínum. Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar gerði góða ferð norður til Sunderland og sigraði nýliðana 2-1. Fulham lið Heiðars Helgusonar gerði markalaust jafntefli við Birmingham á heimavelli. Sport 13.10.2005 19:41 Fyrsti sigur Stoke Stoke vann sinn fyrsta sigur í Championship deildinni í dag þegar liði sigraði Milwall 1-0 á útivelli. Úrslit dagsins í Championship deildinni... Sport 13.10.2005 19:41 Fjögur mörk á 9 mínútum Það er brjálað stuð á Villa Park þar sem heimamenn í Aston Villa taka á móti Bolton. Eftir níu mínútna leik er staðan 2-2! Kevin Phillips og Steve Davis hafa gert mörk Villa en Ivan Campo og Kevin Davies mörk Bolton. Sport 13.10.2005 19:40 Markalaust hjá Liverpool Liverpool gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough á River Side vellinum í Middlesbrough. Heimamenn voru einum færri í tæpar 20 mínútur, þegar Ugo Ehiogu var rekinn af velli, en Evrópumeisturnum tóks ekki að færa sér það í nyt. Sport 13.10.2005 19:41 Sigur hjá Guðjóni og félögum Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Notts County sigruðu Lincoln City 2-1 á heimavelli fyrr í dag í ensku 2.deildinni. Þetta er annar sigur Notts County sem er í þriðja sæti eftir þrjá leiki í deildinni. Sport 13.10.2005 19:41 Stórsigur Vals Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna burstuðu eistneska meistaraliðið Pärnu 8-1 í lokaleiknum í undanriðli Evrópubikarkeppninnar í Finnlandi í dag, Dóra María Lárusdóttir skoraði 3 mörk í dag, Laufey Ólafsdóttir og Guðný Óðisdóttir 2 hvor og Málfríður Sigurðardóttir eitt. Sport 13.10.2005 19:41 United sigraði opnunarleikinn Manchester United sigraði Everton 2-0 í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk rétt í þessu. Mörk United gerðu þeir Ruud van Nistelrooy á 43. mínútu og fyrrum Everton leikmaðurinn, Wayne Rooney. Sport 13.10.2005 19:40 Úrslit fyrstu deildar 12 ágúst Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi. KA gerði góða ferð á Siglufjörð og burstaði KS , 5 - 0. Pálmi Rafn Pálmason fór á kostum í liði KA og skoraði þrennu og þeir Hreinn Hringsson og Jóhann Þórhallsson skoruðu sitt hvort markið. Þór vann Hauka , 2 - 0 , á Akureyri. Þórður Halldórsson og Hlynur Birgisson skoruðu mörk Þórs. Sport 13.10.2005 19:40 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
Hermann kominn með nýtt númer Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er búinn að skipta um númer hjá Charlton, Hermann sem hefur verið númer 12 síðustu leiktíðir er kominn í treyju númer 3 sem er hið eina sanna númer vinstri bakvarðar. Hermann verður ekki með landsliðinu sem mætir Suður Afríku á miðvikudag á Laugardalsvelli, landsliðsþjálfararnir gáfu honum frí. Sport 13.10.2005 19:41
Hodgson þjálfar Finna Englendingurinn Roy Hodgson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna frá og með haustinu 2006. Hodgson er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars hefur hann þjálfað Inter Mílan, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn. Sport 13.10.2005 19:41
Arnar Þór skoraði gegn Mouscron Í belgíska fótboltanum skoraði Arnar Þór Viðarsson annað mark Lokeren í 2-0 sigri á Mouscron. Gunther Van Handenhoven skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars Grétarssonar. Sport 13.10.2005 19:41
Lamb flæmdi Zenden frá Boro Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden segir að stjórnarformaður Middlesbrough, Keith Lamb, hafi verið ástæðan fyrir því að leikmaðurinn kaus að ganga til liðs við Liverpool í stað þess að vera áfram hjá Boro. Sport 13.10.2005 19:41
Mörkin í símann Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. Sport 13.10.2005 19:41
Wenger hrósar van Persie Arsene Wenger hrósaði sóknarmanni sínum Robin van Persie eftir að varamaðurinn skoraði mark á móti Newcastle í 2-0 sigri Arsenal í gær, en sagðist viss um að Newcastle liðið ætti eftir að verða sterkt í vetur. Sport 13.10.2005 19:41
Rautt verður gullt Steve Bennet dómarinn sem rak Jermaine Jenas af velli í leik Arsenal og Newcastle hefur ákveðið að breyta rauða spjaldinu sem hann gaf Jenas í gullt spjald og því þarf leikmaðurinn ekki að fara í þriggja leikja bann. Sport 13.10.2005 19:41
Ellington til WBA Nathan Ellington er genginn til liðs við WBA frá Wigan fyrir 3 milljónir punda. Ellington, 24 ára er mikill markaskorari og gerði 59 mörk í 134 deildarleikjum fyrir Wigan. Kaupverðið nam 3 milljónum punda. Sport 13.10.2005 19:41
Áttunda mark Ásthildar í Svíþjóð Ásthildur Helgadóttir skoraði fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Sunnanå 3-2. Umeå og Malmö eru efst í deildinni með 37 stig úr 13 leikjum. Ásthildur er búin að skora 8 mörk í deildinni. Sport 13.10.2005 19:41
Buffon frá í átta vikur Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur. Sport 13.10.2005 19:41
Mourinho ósáttur við sjálfan sig Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur. Sport 13.10.2005 19:41
Essien til Chelsea Michael Essien gengur á morgun til liðs við Englandsmeistara Chelsea frá franska liðinu Lyon. Talið er að Chelsea greiði 28 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla miðvallarleikmann frá Gana. Sport 13.10.2005 19:41
Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem er að leika við Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Eiður er fremstur á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. Sport 13.10.2005 19:41
Botnslagur í 1. deild Það var einn leikur á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Fjölnir og Völsungur frá Húsavík gerðu jafntefli 1 - 1 í botnbaráttunni. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungum yfir en Tómas Leifsson jafnaði leikinn fyrir Fjölni. Völsungar eru í áttunda sæti í deildinni með 13. stig og Fjölnir í því níunda einnig með 13 stig. Sport 13.10.2005 19:41
Stefán sigraði í Íslendingaslagnum Stefán Gíslason og félagar í Lyn sigruðu Hannes Sigurðsson og félaga í Viking á heimavelli 2-1 í norku úrvalsdeildinni. Brann lið þeirra Ólafs Bjarnasonar og Kristjáns Sigurðssonar tapaði fyrir Bodo Glimt 2-1. Í þriðja leik dagsins sigraði Tromsö lið Molde 2-1. Sport 13.10.2005 19:41
Meistaraheppni Chelsea Hernan Crespo skoraði sigurmark Chelsea þegar venjulegum leiktíma var lokið í 1-0 sigri Englandsmeistaranna á Wigan. Óhætt er að segja að markið hafi verið af dýrari gerðinni, vinstri fótar skot utan teigs beint í eftri 90 gráðurnar. Eiður Smári fór meiddir af leikvelli í hálfleik. Sport 13.10.2005 19:41
Gunnar Heiðar með þrennu Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði þrennu mörk fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, sem burstaði botnliðið Sundsvall 6-0. Gunnar Heiðar er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk. Djurgården endurheimti efsta sætið, þegar liðið lagði Gefle á útivelli 3-1. Kári Árnason lék fyrstu 54 mín. í liði Djurgården Sport 13.10.2005 19:41
Enska landsliðið sem mætir Dönum Andy Johnson, leikmaður Crystal Palace í ensku Championship deildinni, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Englendinga sem mæta Dönum á Parken á miðvikudag í vináttulandsleik. Í hans stað hefur Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englendinga valið Darren Bent leikmann Charlton. Sport 13.10.2005 19:41
Arsenal sigraði Newcastle Arsenal sigraði Newcastle 2-0 í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli sínum Highbury. Mörk Arsenal komu á síðustu tíu mínútum leiksins, fyrst skoraði Thierry Henry úr vítaspyrnu á 81. mínútu og sjö mínútum síðar bætti Robin van Persie við marki fyrir Arsenal. Jermaine Jenas, leikmanni Newcastle var vikið af leikvelli í fyrri hálfleik. Sport 13.10.2005 19:41
Start burstaði Rosenborg Topplið Start burstaði Rosenborg 5-2 í norsku úrvalsdeildinni í dag. Færeyingurinn Todi Jónson gerði þrennu fyrir Start. Välerenga lið Árna Gauts Arasonar sigraði Aalesund 2-0 á útivelli. Haraldur Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Aalesund og Árni Gautur gerði hið sama í marki Välerenga. Sport 13.10.2005 19:41
Jafnt í botnslag 1.deildar Fjölnir og Völsungur gerðu 1-1 jafntefli í 1.deild karla í knattspyrnu í dag. Fjölnir er í níunda sæti en Völsungur í því áttunda. Mark Fjölnis gerði Tómas Leifsson en áður hafði Hermann Aðalgeirsson komið Völsungum yfir. Sport 13.10.2005 19:41
Hermann byrjar - Heiðar á bekknum Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem er að spila við Sunderland á útivelli en Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Birmingham. Staðan er markalaus í báðum leikjum þegar liðnar eru 10 mínútur. Sport 13.10.2005 19:40
Glæsileg byrjun West Ham Nýliðar West Ham byrjuðu leiktíðina í dag með glæsibrag í ensku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði Blackburn 3-1 á heimavelli sínum. Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar gerði góða ferð norður til Sunderland og sigraði nýliðana 2-1. Fulham lið Heiðars Helgusonar gerði markalaust jafntefli við Birmingham á heimavelli. Sport 13.10.2005 19:41
Fyrsti sigur Stoke Stoke vann sinn fyrsta sigur í Championship deildinni í dag þegar liði sigraði Milwall 1-0 á útivelli. Úrslit dagsins í Championship deildinni... Sport 13.10.2005 19:41
Fjögur mörk á 9 mínútum Það er brjálað stuð á Villa Park þar sem heimamenn í Aston Villa taka á móti Bolton. Eftir níu mínútna leik er staðan 2-2! Kevin Phillips og Steve Davis hafa gert mörk Villa en Ivan Campo og Kevin Davies mörk Bolton. Sport 13.10.2005 19:40
Markalaust hjá Liverpool Liverpool gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough á River Side vellinum í Middlesbrough. Heimamenn voru einum færri í tæpar 20 mínútur, þegar Ugo Ehiogu var rekinn af velli, en Evrópumeisturnum tóks ekki að færa sér það í nyt. Sport 13.10.2005 19:41
Sigur hjá Guðjóni og félögum Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Notts County sigruðu Lincoln City 2-1 á heimavelli fyrr í dag í ensku 2.deildinni. Þetta er annar sigur Notts County sem er í þriðja sæti eftir þrjá leiki í deildinni. Sport 13.10.2005 19:41
Stórsigur Vals Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna burstuðu eistneska meistaraliðið Pärnu 8-1 í lokaleiknum í undanriðli Evrópubikarkeppninnar í Finnlandi í dag, Dóra María Lárusdóttir skoraði 3 mörk í dag, Laufey Ólafsdóttir og Guðný Óðisdóttir 2 hvor og Málfríður Sigurðardóttir eitt. Sport 13.10.2005 19:41
United sigraði opnunarleikinn Manchester United sigraði Everton 2-0 í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk rétt í þessu. Mörk United gerðu þeir Ruud van Nistelrooy á 43. mínútu og fyrrum Everton leikmaðurinn, Wayne Rooney. Sport 13.10.2005 19:40
Úrslit fyrstu deildar 12 ágúst Þrír leikir voru á dagskrá í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi. KA gerði góða ferð á Siglufjörð og burstaði KS , 5 - 0. Pálmi Rafn Pálmason fór á kostum í liði KA og skoraði þrennu og þeir Hreinn Hringsson og Jóhann Þórhallsson skoruðu sitt hvort markið. Þór vann Hauka , 2 - 0 , á Akureyri. Þórður Halldórsson og Hlynur Birgisson skoruðu mörk Þórs. Sport 13.10.2005 19:40