
Íslenski handboltinn

Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða
Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld.

Dagur: Fannst margt mæla með Erlingi
Ráðning Erlings Richardssonar til þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin var staðfest í gær. Erlingur hefur náð góðum árangri með austurríska félagið Westwien og verður eftirmaður Dags Sigurðssonar í þýsku höfuðborginni frá og með næsta sumri.

Öruggur sigur í Makedóníu
Ísland lagi Makedóníu 28-22 í síðasta leik sínum í forkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem fram fer í Danmörku að ári liðnu. Ísland vann alla fjóra leiki sína í forkeppninni.

Karen Knútsdóttir meidd
Karen Knútsdóttir sem farið hefur á kostum með íslenska kvenna landsliðinu í handbolta er tæp fyrir landsleik Íslands og Makedóníu í dag í forkeppni heimsmeistaramótsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Hverjir verða strákarnir okkar í Katar?
Fréttablaðið fór yfir það í helgarblaði sínu hvaða leikmenn eigi að skipa sextán manna landsliðshóp Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Katar 15. janúar næstkomandi.

Melkorka, Bryndís og Hrafnhildur Hanna með til Makedóníu
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gerði þrjár breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn út í Makedóníu á laugardaginn.

Fékk gæsahúð þegar fyrsta markið kom
Hin sautján ára Þórey Anna Ásgeirsdóttir er rísandi stjarna í íslenska landsliðinu. Hún var ekki orðin sextán ára þegar hún hélt út til Noregs ein síns liðs þar sem hún nemur við íþróttaframhaldsskóla og spilar með liði í B-deildinni.

Ágúst: Stórkostleg frammistaða hjá Karen
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með tíu marka sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM 2015 í Danmörku.

Þórey: Ég bjóst við þeim betri
"Ég er mjög sátt. Við spiluðum mikið betri leik en gegn Ítalíu hérna heima. Það var mikið betri stemning og mikið betra flot á sóknarleiknum og mikið betri hraðaupphlaup,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornmaður Íslands eftir sigurinn á Makedóníu í kvöld.

Karen: Við erum mikið betri en þetta lið
"Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur. Í síðasta leik náðum við ekki að nýta vörnina með hraðaupphlaupum en við náðum því í dag og allir skiluðu sínu,“ sagði Karen Knútsdóttir leikstjórnandi Íslands sem fór mikinn þegar Ísland lagði Makedóníu í kvöld.

Arna Sif: Spiluðum miklu betur saman
Arna Sif Pálsdóttir var í stóru hlutverki þegar Ísland vann tíu marka sigur, 33-23, á Makedóníu í undankeppni HM 2015, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM.

HM-hópur U-21 árs liðsins valinn
Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson, þjálfarar U-21 árs liðs karla, tilkynnti í dag hópinn fyrir komandi leiki í forkeppni HM.

Aron: Þegar allir eru með þá erum við með gott lið | Myndband
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, kíkti í örstutta heimsókn til Íslands þar sem hann tók þátt í fundi landsliðsnefndar HSÍ en nú styttist óðum í HM í handbolta sem fer fram í Katar í janúar.

Sverre hafnaði Lemgo
Landsliðsmaðurinn ætlar ekki aftur í atvinnumennsku því hann er bundinn Akureyri handboltafélagi.

Stelpurnar mega tapa með ellefu marka mun
Sú staða gæti komið upp í riðli Íslands í forkeppni HM 2015 að öll þrjú liðin verði jöfn að stigum að henni lokinni. Til þess þarf Makedónía að vinna Ísland tvívegis, fyrst í Laugardalshöllinni í kvöld og svo ytra á laugardaginn.

Óvissa um þátttöku Sverre á HM í Katar
Veit ekki hvort hann getur gefið kost á sér í landsliðið.

Ætlum að klára dæmið á heimavelli
Ísland mætir Makedóníu í forkeppni HM 2015 í kvöld. Stelpurnar okkar eru í góðri stöðu og þurfa aðeins eitt stig til að gulltryggja sæti sitt í umspilskeppninni í vor. Íslenska liðið er þó við öllu búið og reiknar með öflugum andstæðingi.

Arna Sif: Við eigum skilið að fara alla leið á HM
Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015.

Sunna: Sigurinn það mikilvægasta
Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag.

Karen: Flora er einstakur karakter
Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ítalía 27-21 | Stelpurnar í góðri stöðu
Ísland lagði Ítalíu með sex marka mun í Laugardalshöll og þarf eitt stig úr næstu tveimur leikjum til að komast í umspil um sæti á HM 2015.

Stelpurnar komnar alla leið til Ítalíu - myndir
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er mætt til Chieti á Ítalíu þar sem liðið spilar við heimastúlkur í forkeppni HM 2015 á morgun.

Þórey fór með landsliðinu til Ítalíu
Þórey Ásgeirdóttir, 19 ára hornamaður hjá norska félaginu Kongsvinger, er í sextán manna hópi Ágústs Þórs Jóhannssonar, sem lagði af stað til Ítalíu í morgun.

Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur.

Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld.

Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til
Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar.

Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur
Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld.

IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt
Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs.

Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð
Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum.

Frænkur að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er ekki sú eina úr fjölskyldunni sem er í kvennalandsliðinu í handbolta að þessu sinni því þar er einnig frænka hennar, Karen Helga Díönudóttir.