Innlent Byrjað að dæla úr Wilson Muuga í kvöld Byrjað verður að dæla olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga í kvöld. Öllum dælubúnaði var komið fyrir í skipinu í dag, þar á meðal um 300 metra langri slöngu sem notuð verður til að koma olíu á tankbíla. Innlent 26.12.2006 18:44 FL Group kaupir í móðurfélagi American Airlines FL Group tilkynnti í dag að það hefði keypt 5,98% hlut í AMR sem er móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Sagði í tilkynningunni að þeir hefðu stefnt að þessu í talsverðan tíma og hefðu eytt um 400 milljónum dollara í það, eða um 29 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 26.12.2006 18:19 Dælubúnaður kominn um borð í Wilson Muuga Búið er að koma slöngum og dælubúnaði um borð skipið Wilson Muuga á strandstað til að dæla olíu úr skipinu. Níu menn eru um borð meðal annars frá Landhelgsigæslunni og olíudreifingu. Innlent 26.12.2006 14:54 Símkerfi Landsspítala-Háskólasjúkrahúss bilað Símkerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss er bilað sem stendur. Erfitt er að ná sambandi í aðalnúmer spítalans og er fólki bent á að prófa bæði heimasíma og farsíma ef ná þarf sambandi við sjúkrahúsið. Verið er að vinna að viðgerðum á símkerfi sjúkrahússins. Innlent 26.12.2006 11:56 Olíudælum komið fyrir í dag Stefnt er að því að koma upp búnaði til að dæla olíu úr Wilson Muuga þegar birtir í dag en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir veður hafa hamlað því hingað til að hægt væri að koma búnaðnum fyrir en allt útlit er fyrir að hægt sé að hefjast handa í dag. Innlent 26.12.2006 10:21 Árleg jólabrenna fór út um þúfur Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið og leysti upp samkomuna. Fólkið hafði safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé skammt frá sundlauginni. Þar var hlaðið upp balkesti með spýtnabraki og ýmsu drasli, eldfimum vökva skvett á og síðan kveikt í. Innlent 26.12.2006 09:56 Fjórir í Keflavík teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í nótt vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bíl sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum. Innlent 26.12.2006 10:11 Lögregla óskar upplýsinga um skemmdarverk Bíll sem stóð í vegkantinum á Hafnavegi rétt utan við Hafnir á Suðurnesjum var skemmdur í nótt, rúður brotnar og hurðir og vélarhlíf dælduð. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota Corolla, hafði staðið þar bilaður frá því á Þorláksmessu. Lögreglan í Keflavík biður þá sem geta gefið upplýsingar um þetta skemmdarverk að hafa samband. Innlent 26.12.2006 10:09 Bílvelta á Garðsvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók út af og velti bíl á Garðsvegi á Suðurnesjum í morgun á móts við golfvöllinn í Leiru. Lögreglu barst tilkynning um bílveltuna um áttaleytið. Innlent 26.12.2006 09:50 Vatnstjón í atvinnuhúsnæði á Akureyri Mikið vatnstjón varð í atvinnuhúsnæði við Fururvelli á Akureyri þegar rifa kom á brunaslöngu á efri hæðum. Þegar lögregla kom að lá um tíu sentímetra hátt vatnslag yfir öllu á efri hæð hússins og einnig hafði lekið niður á neðri hæðina. Lögregla segir að það hafi tekið Slökkvilið Akureyrar tæplega fjórar klukkustundir að dæla vatni af gólfum. Innlent 25.12.2006 18:00 Vatnsleki á Akureyri Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um vatnsleka við Furuvelli um kl: 12:48 í dag. Allt vakthafandi lið slökkviliðsins var sent á staðinn til hreinsunar og dælingar. Við komuna á staðinn var ljóst að vatnlekinn var umtalsverður og hefur hreinsun staðið yfir í um fjórar stundir. Innlent 25.12.2006 16:48 Tvö umferðóhöpp við Grindavíkurafleggjara Tveir bílar skullu á vegatálmum úr steypu með stuttu millibilli við Grindavíkurafleggjara í dag. Bílarnir skemmdust ekki mikið og engin slys urðu á fólki. Talið er að hálka á veginum hafi verið sökudólgurinn að þessu sinni. Innlent 25.12.2006 14:56 Mikið að gera á slysadeild í nótt Óvenju mikið var að gera á slysadeild í nótt, en menn þar á bæ segja að kvöldið og nóttin hafi verið eins og meðal laugardagskvöld. Flest tilfelli voru vegna ölvunar, og þó nokkur tilfelli um ofurölvun þar sem fólk hafði dottið og legið einhvern tíma úti í kuldanum. Innlent 25.12.2006 13:21 Vilja olíuna á land Bæjarráð Sandgerðisbæjar sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að það sé algjört forgangsatriði að koma olíunni úr Wilson Muuga á land hið fyrsta til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys af völdum olíumengunnar. Innlent 24.12.2006 15:27 Viðgerð í vændum í Bolungarvík Bilun varð í endurvarpssendi Stöðvar tvö fyrir Bolungarvík og nágrenni í gær og liggur útsending þar því niðri. Nýr sendir er hins vegar á leiðinni með flugi og ef flugvélin getur lent á Ísafirði verða útsendingar Stöðvar tvö komnar í lag í kvöld. Ef vélin getur ekki lent þurfa Bolvíkingar hins vegar að bíða til morgundagsins með að njóta jóladagskráar Stöðvar tvö. Innlent 24.12.2006 13:48 Færð með ágætum um land allt Vegir eru auðir nánast um allt land. Á Vestfjörðum er þó hálka á Hálfdán og hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar. Það eru þungatakmarkanir í öllum landshlutum. Innlent 24.12.2006 13:06 Ýmislegt opið um jólin Það er af sem áður var að landinu var sama sem lokað yfir helgustu hátíðina. Meginreglan er þó sú flestir sem sinna verslun og þjónustu loka sínum fyrirtækjum yfir jólin. Þannig eru flestir veitingastaðir í höfuðborginni lokaðir í dag og jóladag en allnokkrir opna fyrir kvöldmat á annan í jólum. Innlent 24.12.2006 12:57 Fjöldi fólks vitjar leiða Margir leggja leið sína í kirkjugarða til þess að vitja leiða látinna ástvina og var talsverð umferð í kirkjugörðum Reykjavíkur strax upp úr klukkan átta í morgun. Innlent 24.12.2006 12:22 Jólaveðrið verður með ágætum Ágætlega horfir með veður nú um jólahátíðina. Vindur gengur smám saman niður á landinu í dag og þegar jólaklukkur boða hátíð í bæ ætti víðast hvar að vera komið prýðilegasta veður. Einna síst verður veðrið allra austast á landinu þar sem vindstrengur lónir við ströndina en er í rénun og ætti vindur að vera gengin niður þar í nótt. Innlent 24.12.2006 10:43 Óvíst með innanlandsflug Búið er að aflýsa flugi til Vestmannaeyja í dag vegna vinds. Eins hefur flugi til Grænlands verið aflýst vegna veðurs en þangað átti að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tíu í morgun. Innlent 24.12.2006 10:24 Róleg nótt hjá lögreglu um land allt Brotist var inn í íbúðarhús við Álfabakka í nótt og kom lögregla að þjófunum þegar þeir voru enn inni í húsinu. Náðist annar þeirra og slapp hinn en vitað hver sá sem slapp er svo lögregla býst við því að ná honum fljótlega. Sex ökumenn voru síðan teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Innlent 24.12.2006 09:30 Ríkisstjórnin stendur ekki í hagstjórn Ríkisstjórnin ætlar sér ekkert hlutverk í hagstjórninni. Þetta staðfestir nýtt lánshæfismat Standard og Poor's, segir formaður Samfylkingarinnar. Forsætisráðherra efast um forsendur matsfyrirtækisins. Innlent 23.12.2006 18:06 Heitir á verslunina að lækka matarverð Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði. Innlent 23.12.2006 17:58 Actavis dregur úr framleiðslu í Evrópu Actavis hefur tilkynnt um sölu á lyfjaverksmiðju sinni í Lier í Noregi til norska tryggingarfélagsins Storebrand. Félagið greiðir sem samsvarar 900 milljónum króna fyrir verksmiðjuna. Viðskipti innlent 23.12.2006 00:13 Kosningaslaki rýrir lánshæfismat íslenska ríkisins Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Viðskipti innlent 22.12.2006 20:58 Gengi krónunnar og hlutabréf lækkuðu vegna lækkaðs lánshæfismats ríkissjóðs Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum. Innlent 22.12.2006 18:48 Aðeins brot af jörðinni fór ekki undir vatn Aðeins brot úr hektara af landi Björnskots á Skeiðum fór ekki undir vatn þegar flóðið í Hvítá stóð sem hæst. Fjöldi heyrúlla eyðilagðist og mun hey fyrir mjólkurkýrnar ekki duga út veturinn. Enn er ófært að Vatnsnesi í Grímsnesi en fært er orðið heim að öðrum bæjum í sýslunni. Innlent 22.12.2006 18:19 Grunur um að starfsmenn Byrgis hafi getið vistkonum börn Grunur leikur á að fleiri en ein kona í meðferð í Byrginu hafi orðið barnshafandi eftir starfsmenn þar. Kona kærði í dag Guðmund Jónsson forstöðumann fyrir kynferðisbrot. Þrjár að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Formaður Samfylkingarinnar vill opinbera rannsókn á starfsemi Byrgisins. Innlent 22.12.2006 17:55 Ofsaveður og sumstaðar fárviðri Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi á morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Innlent 22.12.2006 17:48 Olíuleki talinn í lágmarki Könnun á aðstæðum við strandstað Wilson Muuga sýna að ef skipið stendur af sér komandi veður er líklegt að það verði lengi á sama stað þar sem straumur fer minnkandi. Olíuleki er í lágmarki en ekki verður hægt að mæla hann nákvæmlega fyrr en veður batnar. Innlent 22.12.2006 17:25 « ‹ 125 126 127 128 129 130 131 132 133 … 334 ›
Byrjað að dæla úr Wilson Muuga í kvöld Byrjað verður að dæla olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga í kvöld. Öllum dælubúnaði var komið fyrir í skipinu í dag, þar á meðal um 300 metra langri slöngu sem notuð verður til að koma olíu á tankbíla. Innlent 26.12.2006 18:44
FL Group kaupir í móðurfélagi American Airlines FL Group tilkynnti í dag að það hefði keypt 5,98% hlut í AMR sem er móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Sagði í tilkynningunni að þeir hefðu stefnt að þessu í talsverðan tíma og hefðu eytt um 400 milljónum dollara í það, eða um 29 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 26.12.2006 18:19
Dælubúnaður kominn um borð í Wilson Muuga Búið er að koma slöngum og dælubúnaði um borð skipið Wilson Muuga á strandstað til að dæla olíu úr skipinu. Níu menn eru um borð meðal annars frá Landhelgsigæslunni og olíudreifingu. Innlent 26.12.2006 14:54
Símkerfi Landsspítala-Háskólasjúkrahúss bilað Símkerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss er bilað sem stendur. Erfitt er að ná sambandi í aðalnúmer spítalans og er fólki bent á að prófa bæði heimasíma og farsíma ef ná þarf sambandi við sjúkrahúsið. Verið er að vinna að viðgerðum á símkerfi sjúkrahússins. Innlent 26.12.2006 11:56
Olíudælum komið fyrir í dag Stefnt er að því að koma upp búnaði til að dæla olíu úr Wilson Muuga þegar birtir í dag en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir veður hafa hamlað því hingað til að hægt væri að koma búnaðnum fyrir en allt útlit er fyrir að hægt sé að hefjast handa í dag. Innlent 26.12.2006 10:21
Árleg jólabrenna fór út um þúfur Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið og leysti upp samkomuna. Fólkið hafði safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé skammt frá sundlauginni. Þar var hlaðið upp balkesti með spýtnabraki og ýmsu drasli, eldfimum vökva skvett á og síðan kveikt í. Innlent 26.12.2006 09:56
Fjórir í Keflavík teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í nótt vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bíl sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum. Innlent 26.12.2006 10:11
Lögregla óskar upplýsinga um skemmdarverk Bíll sem stóð í vegkantinum á Hafnavegi rétt utan við Hafnir á Suðurnesjum var skemmdur í nótt, rúður brotnar og hurðir og vélarhlíf dælduð. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota Corolla, hafði staðið þar bilaður frá því á Þorláksmessu. Lögreglan í Keflavík biður þá sem geta gefið upplýsingar um þetta skemmdarverk að hafa samband. Innlent 26.12.2006 10:09
Bílvelta á Garðsvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók út af og velti bíl á Garðsvegi á Suðurnesjum í morgun á móts við golfvöllinn í Leiru. Lögreglu barst tilkynning um bílveltuna um áttaleytið. Innlent 26.12.2006 09:50
Vatnstjón í atvinnuhúsnæði á Akureyri Mikið vatnstjón varð í atvinnuhúsnæði við Fururvelli á Akureyri þegar rifa kom á brunaslöngu á efri hæðum. Þegar lögregla kom að lá um tíu sentímetra hátt vatnslag yfir öllu á efri hæð hússins og einnig hafði lekið niður á neðri hæðina. Lögregla segir að það hafi tekið Slökkvilið Akureyrar tæplega fjórar klukkustundir að dæla vatni af gólfum. Innlent 25.12.2006 18:00
Vatnsleki á Akureyri Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um vatnsleka við Furuvelli um kl: 12:48 í dag. Allt vakthafandi lið slökkviliðsins var sent á staðinn til hreinsunar og dælingar. Við komuna á staðinn var ljóst að vatnlekinn var umtalsverður og hefur hreinsun staðið yfir í um fjórar stundir. Innlent 25.12.2006 16:48
Tvö umferðóhöpp við Grindavíkurafleggjara Tveir bílar skullu á vegatálmum úr steypu með stuttu millibilli við Grindavíkurafleggjara í dag. Bílarnir skemmdust ekki mikið og engin slys urðu á fólki. Talið er að hálka á veginum hafi verið sökudólgurinn að þessu sinni. Innlent 25.12.2006 14:56
Mikið að gera á slysadeild í nótt Óvenju mikið var að gera á slysadeild í nótt, en menn þar á bæ segja að kvöldið og nóttin hafi verið eins og meðal laugardagskvöld. Flest tilfelli voru vegna ölvunar, og þó nokkur tilfelli um ofurölvun þar sem fólk hafði dottið og legið einhvern tíma úti í kuldanum. Innlent 25.12.2006 13:21
Vilja olíuna á land Bæjarráð Sandgerðisbæjar sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að það sé algjört forgangsatriði að koma olíunni úr Wilson Muuga á land hið fyrsta til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys af völdum olíumengunnar. Innlent 24.12.2006 15:27
Viðgerð í vændum í Bolungarvík Bilun varð í endurvarpssendi Stöðvar tvö fyrir Bolungarvík og nágrenni í gær og liggur útsending þar því niðri. Nýr sendir er hins vegar á leiðinni með flugi og ef flugvélin getur lent á Ísafirði verða útsendingar Stöðvar tvö komnar í lag í kvöld. Ef vélin getur ekki lent þurfa Bolvíkingar hins vegar að bíða til morgundagsins með að njóta jóladagskráar Stöðvar tvö. Innlent 24.12.2006 13:48
Færð með ágætum um land allt Vegir eru auðir nánast um allt land. Á Vestfjörðum er þó hálka á Hálfdán og hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar. Það eru þungatakmarkanir í öllum landshlutum. Innlent 24.12.2006 13:06
Ýmislegt opið um jólin Það er af sem áður var að landinu var sama sem lokað yfir helgustu hátíðina. Meginreglan er þó sú flestir sem sinna verslun og þjónustu loka sínum fyrirtækjum yfir jólin. Þannig eru flestir veitingastaðir í höfuðborginni lokaðir í dag og jóladag en allnokkrir opna fyrir kvöldmat á annan í jólum. Innlent 24.12.2006 12:57
Fjöldi fólks vitjar leiða Margir leggja leið sína í kirkjugarða til þess að vitja leiða látinna ástvina og var talsverð umferð í kirkjugörðum Reykjavíkur strax upp úr klukkan átta í morgun. Innlent 24.12.2006 12:22
Jólaveðrið verður með ágætum Ágætlega horfir með veður nú um jólahátíðina. Vindur gengur smám saman niður á landinu í dag og þegar jólaklukkur boða hátíð í bæ ætti víðast hvar að vera komið prýðilegasta veður. Einna síst verður veðrið allra austast á landinu þar sem vindstrengur lónir við ströndina en er í rénun og ætti vindur að vera gengin niður þar í nótt. Innlent 24.12.2006 10:43
Óvíst með innanlandsflug Búið er að aflýsa flugi til Vestmannaeyja í dag vegna vinds. Eins hefur flugi til Grænlands verið aflýst vegna veðurs en þangað átti að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tíu í morgun. Innlent 24.12.2006 10:24
Róleg nótt hjá lögreglu um land allt Brotist var inn í íbúðarhús við Álfabakka í nótt og kom lögregla að þjófunum þegar þeir voru enn inni í húsinu. Náðist annar þeirra og slapp hinn en vitað hver sá sem slapp er svo lögregla býst við því að ná honum fljótlega. Sex ökumenn voru síðan teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Innlent 24.12.2006 09:30
Ríkisstjórnin stendur ekki í hagstjórn Ríkisstjórnin ætlar sér ekkert hlutverk í hagstjórninni. Þetta staðfestir nýtt lánshæfismat Standard og Poor's, segir formaður Samfylkingarinnar. Forsætisráðherra efast um forsendur matsfyrirtækisins. Innlent 23.12.2006 18:06
Heitir á verslunina að lækka matarverð Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði. Innlent 23.12.2006 17:58
Actavis dregur úr framleiðslu í Evrópu Actavis hefur tilkynnt um sölu á lyfjaverksmiðju sinni í Lier í Noregi til norska tryggingarfélagsins Storebrand. Félagið greiðir sem samsvarar 900 milljónum króna fyrir verksmiðjuna. Viðskipti innlent 23.12.2006 00:13
Kosningaslaki rýrir lánshæfismat íslenska ríkisins Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Viðskipti innlent 22.12.2006 20:58
Gengi krónunnar og hlutabréf lækkuðu vegna lækkaðs lánshæfismats ríkissjóðs Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum. Innlent 22.12.2006 18:48
Aðeins brot af jörðinni fór ekki undir vatn Aðeins brot úr hektara af landi Björnskots á Skeiðum fór ekki undir vatn þegar flóðið í Hvítá stóð sem hæst. Fjöldi heyrúlla eyðilagðist og mun hey fyrir mjólkurkýrnar ekki duga út veturinn. Enn er ófært að Vatnsnesi í Grímsnesi en fært er orðið heim að öðrum bæjum í sýslunni. Innlent 22.12.2006 18:19
Grunur um að starfsmenn Byrgis hafi getið vistkonum börn Grunur leikur á að fleiri en ein kona í meðferð í Byrginu hafi orðið barnshafandi eftir starfsmenn þar. Kona kærði í dag Guðmund Jónsson forstöðumann fyrir kynferðisbrot. Þrjár að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Formaður Samfylkingarinnar vill opinbera rannsókn á starfsemi Byrgisins. Innlent 22.12.2006 17:55
Ofsaveður og sumstaðar fárviðri Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi á morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Innlent 22.12.2006 17:48
Olíuleki talinn í lágmarki Könnun á aðstæðum við strandstað Wilson Muuga sýna að ef skipið stendur af sér komandi veður er líklegt að það verði lengi á sama stað þar sem straumur fer minnkandi. Olíuleki er í lágmarki en ekki verður hægt að mæla hann nákvæmlega fyrr en veður batnar. Innlent 22.12.2006 17:25