Erlent

Banna reykingar í heimahúsum
Í Bandaríkjunum er nú stefnt að því að banna fólki að reykja á heimilum sínum og er slíkt reykingabann raunar víða komið á nú þegar. Þá eru einstök bæjarfélög búin að banna einnig reykingar utan dyra. Aðstandendur bannsins blása á mótmæli reykingamanna og segja að þeir hafi einfaldlega engin réttindi, það sé þvert á móti réttur allra manna að anda að sér fersku lofti. Reykur geti síast á milli íbúða.

Risastór hola gleypti mörg hús
Að minnsta kosti tveir létu lífið og fleiri er saknað eftir að jörðin opnaðist undir húsum þeirra í fátækrahverfi í Guatemalaborg, í gærkvöldi. Risastór eitthundrað metra djúp hola opnaðist skyndilega og gleypti húsin. Yfir eittþúsund hús voru rýmd af ótta við að holan stækkaði.

Nær allur pakistanski flugflotinn í bann
Pakistanska flugfélagið PIA er að íhuga að leigja bæði flugvélar og áhafnir vegna yfirvofandi banns Evrópusambandsins á meira en þrjá fjórðu af flugflota félagsins, af öryggisástæðum. Flugfélagið á 42 flugvélar og öllum nema sjö þeirra verður bannað að fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins, á næstu dögum.

Rottugangur á KFC/Taco Bell stað í New York
Þær voru hungraðar rotturnar sem hlaupu um gólf KFC/Taco Bell veitingastaðarins í New York snemma í gærmorgun. Sjónvarpsstöð í borginni náði myndum af rottunum þar sem þær klifruðu upp í barnastóla og hlupu milli borða í leit að æti.

Prodi beðinn um að sitja áfram
Ítalíuforseti hefur beðið Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, um að sitja áfram í embætti. Prodi sagði af sér á miðvikudaginn.

Alvarlegt lestarslys á Englandi
Einn týndi lífi og tæplega 80 slösuðust, þar af 5 lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um 120 farþega.

Jórdaníukonungur setur Palestínumönnum kosti
Abdullah konungur Jórdaníu segir að það sé breitt samkomulag um það meðal Arabaþjóðanna að hin nýja þjóðstjórn Palestínu verði að hlíta kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svonefnda. Kröfurnar eru þær að tilveruréttur Ísraelsríkis verði viðurkenndur, að ofbeldi verði hafnað og að staðið verði við bráðabirgðasamninga sem gerðir hafa verið um frið.

Prodi lætur reyna á traust á þingi
Forseti Ítalíu hefur beðið Romano Prodi að halda áfram sem forsætisráðherra landsins og láta reyna á traustsyfirlýsingu í þinginu. Giorgio Napolitano, forseti tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist þess að stjórnin segði af sér, en stuðningsmenn Prodis fóru fram á að hann fengi tækifæri til þess að sýna framá að hann geti myndað meirihluta á þingi.
Lestarvagnar fóru á hvolf
Einn týndi lífi og rúmlega tuttugu slösuðust, þar af fimm lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um hundrað og tuttugu farþega.

Aftur barist á Gaza ströndinni
Þrír Palestínumenn féllu og tíu særðust í innbyrðis átökum á Gaza ströndinni, í dag. Þeir féllu í hörðustu átökum sem orðið hafa síðan þjóðstjórnin var mynduð í Mekka, á dögunum. Með þjóðstjórninni var vonast til að hægt yrði að koma í veg fyrir borgarastríð milli Palestínumanna, en yfir níutíu manns höfðu fallið í innbyrðis átökum þeirra á vikunum þar á undan.

Merkel og Chirac ræða við EADS
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað.

Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar
Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að gögn í bókhaldi fyrirtækisins hafi verið fölsuð árið 2003.

Tröllvaxinn smokkfiskur til rannsóknar
Fiskimenn á Nýja-Sjálandi veiddu á dögunum risavaxinn smokkfisk, þann þyngsta sem nokkru sinni hefur veiðst. Hann er um 450 kíló og það tók 2 klukkustundir að landa honum. Smokkfiskar sem þessi verða allt að 14 metrar á lengd og hafa lengi verið einhver leyndardómsfyllstu dýr hafdjúpanna.

Snjóþyngsli í Danmörku töfðu ferð Íslendings með vörubíl
Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Haraldur Noregskonungur sjötugur
Haraldur Noregskonungur varð sjötugur í gær. Mikil hátíðarhöld eru fyrirhuguð í Noregi vegna þess næstu daga. Konungshjónin ræddu opinskátt um samband sitt í viðtali við norska TV2 í vikunni.

Apple og Cisco ná sáttum
Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000.

Hvad siger du ?
Norræna tungumálayfirlýsingin verður 20 ára á þessu ári. Meginmarkmið yfirlýsingarinnar er að Norðurlandabúar eiga að geta talað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld í öðrum norrænum ríkjum ef þörf krefur.

Hráolíuverð á uppleið
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var.

Fjögurra ára fangelsi fyrir blogg
Egypskur bloggari hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga bæði Hosni Mubarak, forseta, og Múhameðstrúna. Abdel Karim Suleiman er 22 ára gamall fyrrverandi laganemi, sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum, og hefur setið í fangelsi síðan. Hann var dæmdur fyrir átta blogg sem hann skrifaði árið 2004.

Kapphlaup í kjörbúðinni
Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1600 prósent á ársgrundvelli og landið er gjaldþrota, eftir 27 ára einræðisstjórn hins 83 ára gamla Roberts Mugabe. Þetta hefur auðvitað áhrif á daglegt líf þegnanna. Þeirra á meðal er Nelson Banya sem segist vera heppinn, því hann sé einn af tuttugu prósentum íbúa Zimbabwes, sem þó hafi atvinnu.


Óvíst um framtíð Prodis
Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gærkvöldi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Ríkisstjórn hans tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í gær. Óvíst er hvort Ítalíuforseti samþykkir afsögn Prodis.

Stórhríð í Skandinavíu
Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi.

Samgöngur í Danmörku raskast vegna óveðurs
Stórhríð og frost hafa valdið verulegum samgönguörðugleikum í Danmörku og sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi.
Harry fer til Íraks
Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans.

Danir í rusli
Verkfall sorphirðumanna breiðist nú út í Danmörku, en það hefur þegar staðið í tvær vikur í Árósum. Landlæknir Danmerkur hefur sent út leiðbeiningar til fólks þar sem það er meðal annars upplýst um að það sé aðeins lífrænn úrgangur sem þarf að hafa áhyggjur af, svosem matarleifar og bleyjur.

Metár hjá Nestlé
Hagnaður svissneska matvælarisans Nestlé nam 9,2 svissneskum frönkum, jafnvirði 492,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 13,8 prósenta aukning frá síðasta ári og methagnaður í sögu fyrirtækisins.

Stóri bróðir kátur
Breska fjölmiðlaráðið heldur fast við þá ákvörðun sína að banna skyndibitaauglýsingar sem beint er að börnum. Bæði fjölmiðlar og framleiðendur skyndibita hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega. Auglýsingabannið nær til rétta sem fara yfir mörk sem sett eru um magn á salti, fitu og sykri.

Efnasprengjur í Írak
Yfirvöld í Írak hafa af því miklar áhyggjur að hryðjuverkamenn hafa gert tvær árásir með efna-sprengjum á síðustu tveim dögum. Á þriðjudag fórust fimm í slíkri árás og um 140 særðust eða veiktust af eitrun. Sprengjurnar eru heimatilbúnar og í þeim er klórgas.