Innlendar Keppni frestað hjá Dagnýju Keppni í risasvigi á Ólympíuleikunum í Tórínó hefur verið frestað til morguns vegna aðstæðna. Skyggni er mjög slæmt og óveður í fjallinu. Dagný Linda Kristjánsdóttir keppir í risasviginu en verður að bíða til morguns með að renna sér í brautinni. Sport 19.2.2006 13:48 Stjarnan vann HK Stjörnustúlkur lögðu HK í DHL-deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Ásgarði í Garðabæ. Þá vann ÍBV Víking og KA/Þór bar sigurorð af Gróttu. Sport 18.2.2006 17:26 ÍS bikarmeistari ÍS varð nú rétt í þessu bikarmeistari kvenna í körfuknattleik eftir frækinn 88-73 sigur á Grindavík í spennandi og skemmtilegum úrslitaleik í Laugardalshöll. Bikarúrslitaleikur karla á milli Keflavík og Grindavík hefst svo klukkan 16. Sport 18.2.2006 15:26 Tvísýnt með brunkeppnina Slæmt veður er þessa stundina í Tórínó á Ítalíu þar sem Vetrarólympíuleikarnir fara fram. Dagný Linda Kristjánsdóttir á að vera meðal keppenda í dag en tvísýnt er með keppnina í bruni, sem er síðari hluti af alpatvíkeppninni. Sport 18.2.2006 13:02 Fylkir skellti toppliði Fram Fylkismenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði DHL-deildarinnar Fram í Árbænum í kvöld 28-23 eftir að Fram hafði verið yfir í hálfleik. Þór og Afturelding gerðu jafntefli 27-27, Valur vann nauman sigur á FH 26-25, KA burstaði Víking/Fjölni 36-25 og ÍR lagði Selfoss á útivelli 33-29. Sport 17.2.2006 21:56 Hafnaði í 31. sæti í svigi Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 31. sæti í svigi á Ólympíuleikunum í Tóríní en keppni er nýlokið. Svigið er hluti af alpatvíkeppninni en keppni í bruni var aflýst í dag vegna óveðurs á Ítalíu. Sport 17.2.2006 19:25 Fimm leikir í kvöld Fimm leikir eru á dagskrá í DHL-deild karla i handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Fram í Árbænum, Valur mætir FH í Laugardalshöll, Þór og Afturelding mætast í Höllinni fyrir norðan, KA tekur á móti Víkingi/Fjölni í KA-heimilinu og Selfoss fær ÍR í heimsókn. Sport 17.2.2006 17:27 Auðunn og María kraftlyftingamenn ársins Auðunn Jónsson og María Guðsteinsdóttir voru kjörin kraftlyftingamenn ársins í karla- og kvennaflokki á ársþingi kraftlyftingasambands Íslands sem haldið var á dögunum. Þetta kemur fram á hinum andríka vef Stevegym.net. Sport 17.2.2006 13:41 KR tapaði fyrir Krylia KRingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð á LaManga mótinu í knattspyrnu sem fram fer á Spáni þegar liðið lá 4-2 fyrir rússneska liðinu Krylia Sovetov Samara. Garðar Jóhannsson skoraði bæði mörk KRinga í leiknum, annað þeirra úr vítaspyrnu. Sport 16.2.2006 18:45 Haukar lögðu Val Haukar sigruðu Valsmenn á heimavelli sínum Ásvöllum 33-28 í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum, en Valsmenn urðu fyrir blóðtöku strax á 8. mínútu leiksins þegar Baldvin Þorsteinsson fékk að líta rauða spjaldið og kom því ekki meira við sögu í leiknum. Sport 15.2.2006 21:33 Jafnt hjá ÍR og Stjörnunni ÍR og Stjarnan gerðu jafntefli 27-27 í hörkuspennandi leik í Austurbergi í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, þar sem Ragnar Helgason jafnaði metin fyrir heimamenn þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Tite Kalandadze um leið og lokaflautið gall small í þverslánni á marki ÍR. Sport 15.2.2006 21:22 Valur lagði FH Einn leikur fór fram í DHL-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Valsstúlkur gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og báru sigurorð af FH í Kaplakrika 27-26. Valsstúlkur eru þar með komnar á topp deildarinnar með 22 stig, en FH situr í 5. sætinu með 16 stig. Sport 15.2.2006 20:33 Stórleikur á Ásvöllum Heil umferð er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og þá er einn leikur á dagskrá í DHL-deild kvenna. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Hauka og Vals á Ásvöllum, en sá leikur hefst klukkan 20. Sport 15.2.2006 18:51 Tap Keflvíkinga stendur Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest að tap Keflvíkinga í leik gegn Hamri/Selfoss frá því í janúar skuli standa, en þar voru Keflvíkingum dæmt tap fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Keflavík áfrýjaði dómnum á grundvelli þess að leikmaðurinn kom ekki við sögu í leiknum, en því hefur nú verið vísað frá. Sport 15.2.2006 17:09 Æfingaleikur við Spánverja í ágúst Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið um að þjóðirnar spili æfingaleik á Laugardalsvelli þann 16. ágúst í sumar. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Sport 14.2.2006 18:26 Leikjaniðurröðun klár Nú er búið að tilkynna leikjaniðurröðun hjá íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu fyrir undankeppni EM í ár og á næsta ári. Fyrsti leikurinn verður gegn Norður-Írum í Belfast þann 2. september í haust, en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Dönum fjórum dögum síðar. Sport 14.2.2006 15:55 Ívar aftur í landsliðið Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Trinidad og Tobago í London þann 28. febrúar næstkomandi, en þetta verður fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir hans stjórn. Auk Ívars eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson og Grétar Ólafur Hjartarson valdir í hóp Eyjólfs. Sport 14.2.2006 14:35 KR tapaði fyrir Tromsö KRingar biðu lægri hlut gegn norska liðinu Tromsö 1-0 á æfingamóti í fótbolta sem haldið er á La Manga á Spáni þessa dagana. Ásamt KR og Tromsö leika á mótinu rússneska liðið Krylya Sovetov og norska íslendingaliðið Brann. Næsti leikur hjá KR er á fimmtudaginn. Sport 13.2.2006 16:41 Auðvelt hjá toppliðunum Toppliðin í Iceland Express deild karla í körfubolta unnu öll sannfærandi sigra í leikjum kvöldsins. Njarðvíkingar sigruðu ÍR 88-71 á heimavelli, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum í Hafnarfirði, KR lagði Þór 86-77 og Grindvíkingar rótburstuðu Hött á Egilsstöðum 127-70. Sport 12.2.2006 21:19 Heil umferð í kvöld Sex leikir verða á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Haukar taka á móti Keflavík, KR fær Þór í heimsókn, Njarðvík mætir ÍR, Fjölnir og Snæfell eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur og Hamar/Selfoss mætast í Borgarnesi og Grindvíkingar fara austur á hérað og mæta Hetti á Egilsstöðum. Sport 12.2.2006 17:05 Valsstúlkur áfram eftir góðan sigur Valsstúlkur unnu frábæran sigur á gríska liðinu Athinaikos í dag 37-29 í síðari leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í dag og eru því komnar áfram í keppninni. Liðið tapaði fyrri leiknum í gær með tveimur mörkum en allt annað var uppi á teningnum í dag. Alla Gokorian fór á kostum í liði Vals og skoraði 13 mörk í leiknum. Sport 11.2.2006 20:26 Dregið í riðla fyrir EM Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts landsliða í körfuknattleik, en leikirnir fara fram í haus og næsta haust. Karlaliðið er í riðli með Finnlandi, Austurríki, Georgíu og Lúxemburg, en kvennaliðið fékk Noreg, Holland og Írland. Sport 11.2.2006 18:32 Haukar í úrslitin Karlalið Hauka í handknattleik fetaði í fótspor kvennaliðsins í dag þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik SS bikarsins með sigri á Fram 30-27 á Ásvöllum. Kári Kristjánsson og Arnar Pétursson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Hauka, en Stefán Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Fram. Það verða því Haukar og Stjarnan sem leika til úrslita í karlaflokki. Sport 11.2.2006 18:22 Stjarnan í úrslit Karlalið Stjörnunnar í handknattleik er komið í úrslitaleik SS bikarsins eftir góðan sigur á ÍBV í undanúrslitum í dag 36-32, eftir að hafa verið 19-14 yfir í hálfleik. Patrekur Jóhannesson skoraði 11 mörk fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum, en Mladen Casic skoraði 10 mörk fyrir Eyjamenn. Sport 11.2.2006 17:14 Haukar í úrslit Haukastúlkur tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik SS bikarsins í handbolta þegar þær lögðu Gróttu 25-22 í undanúrslitunum í dag og mæta ÍBV í úrslitaleik. Sport 11.2.2006 16:49 Ragnhildur íþróttamaður Reykjavíkur Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir úr GK var í dag kjörin íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2005 og tók við viðurkenningu frá borgarstjóra við hátíðlega athöfn. Ragnhildur skaraði framúr í golfinu á síðasta ári og vann alla titla sem í boði voru hérlendis. Þetta var í 27. sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Sport 10.2.2006 18:31 Naumt tap hjá Valsstúlkum Valsstúlkur töpuðu í dag fyrri leiknum sínum við gríska liðið Athinaikos í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik 26-24, eftir að hafa verið 5 mörkum undir í hálfleik 14-9. Arna Grímsdóttir var markahæst í liði Vals með 7 mörk og Hafrún Kristjánsdóttir skoraði 6 mörk, en Berglind Hansdóttir varði 18 skot í markinu. Síðari leikur liðanna er á morgun. Sport 10.2.2006 17:06 Snæfell lagði Grindavík Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu Grindavík í hörkuleik í Hólminum 68-67, Njarðvík vann Hamar/Selfoss 85-73, KR lagði Hauka 83-74, Skallagrímur burstaði Þór 114-83, Keflavík valtaði yfir Hött 119-79 og ÍR lagði Fjölni 91-83. Sport 9.2.2006 21:09 Heil umferð í kvöld Heil umferð verður á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Snæfell mætir Grindavík, Hamar/Selfoss tekur á móti Njarðvík, Haukar mæta KR, Þór tekur á móti Skallagrími, Keflavík mætir Hetti og ÍR fær Fjölni í heimsókn í Seljaskóla. Sport 9.2.2006 16:08 Á eftir að sýna mitt rétta andlit Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi. Sport 9.2.2006 10:03 « ‹ 64 65 66 67 68 69 70 71 72 … 75 ›
Keppni frestað hjá Dagnýju Keppni í risasvigi á Ólympíuleikunum í Tórínó hefur verið frestað til morguns vegna aðstæðna. Skyggni er mjög slæmt og óveður í fjallinu. Dagný Linda Kristjánsdóttir keppir í risasviginu en verður að bíða til morguns með að renna sér í brautinni. Sport 19.2.2006 13:48
Stjarnan vann HK Stjörnustúlkur lögðu HK í DHL-deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Ásgarði í Garðabæ. Þá vann ÍBV Víking og KA/Þór bar sigurorð af Gróttu. Sport 18.2.2006 17:26
ÍS bikarmeistari ÍS varð nú rétt í þessu bikarmeistari kvenna í körfuknattleik eftir frækinn 88-73 sigur á Grindavík í spennandi og skemmtilegum úrslitaleik í Laugardalshöll. Bikarúrslitaleikur karla á milli Keflavík og Grindavík hefst svo klukkan 16. Sport 18.2.2006 15:26
Tvísýnt með brunkeppnina Slæmt veður er þessa stundina í Tórínó á Ítalíu þar sem Vetrarólympíuleikarnir fara fram. Dagný Linda Kristjánsdóttir á að vera meðal keppenda í dag en tvísýnt er með keppnina í bruni, sem er síðari hluti af alpatvíkeppninni. Sport 18.2.2006 13:02
Fylkir skellti toppliði Fram Fylkismenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði DHL-deildarinnar Fram í Árbænum í kvöld 28-23 eftir að Fram hafði verið yfir í hálfleik. Þór og Afturelding gerðu jafntefli 27-27, Valur vann nauman sigur á FH 26-25, KA burstaði Víking/Fjölni 36-25 og ÍR lagði Selfoss á útivelli 33-29. Sport 17.2.2006 21:56
Hafnaði í 31. sæti í svigi Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnaði í 31. sæti í svigi á Ólympíuleikunum í Tóríní en keppni er nýlokið. Svigið er hluti af alpatvíkeppninni en keppni í bruni var aflýst í dag vegna óveðurs á Ítalíu. Sport 17.2.2006 19:25
Fimm leikir í kvöld Fimm leikir eru á dagskrá í DHL-deild karla i handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Fram í Árbænum, Valur mætir FH í Laugardalshöll, Þór og Afturelding mætast í Höllinni fyrir norðan, KA tekur á móti Víkingi/Fjölni í KA-heimilinu og Selfoss fær ÍR í heimsókn. Sport 17.2.2006 17:27
Auðunn og María kraftlyftingamenn ársins Auðunn Jónsson og María Guðsteinsdóttir voru kjörin kraftlyftingamenn ársins í karla- og kvennaflokki á ársþingi kraftlyftingasambands Íslands sem haldið var á dögunum. Þetta kemur fram á hinum andríka vef Stevegym.net. Sport 17.2.2006 13:41
KR tapaði fyrir Krylia KRingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð á LaManga mótinu í knattspyrnu sem fram fer á Spáni þegar liðið lá 4-2 fyrir rússneska liðinu Krylia Sovetov Samara. Garðar Jóhannsson skoraði bæði mörk KRinga í leiknum, annað þeirra úr vítaspyrnu. Sport 16.2.2006 18:45
Haukar lögðu Val Haukar sigruðu Valsmenn á heimavelli sínum Ásvöllum 33-28 í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum, en Valsmenn urðu fyrir blóðtöku strax á 8. mínútu leiksins þegar Baldvin Þorsteinsson fékk að líta rauða spjaldið og kom því ekki meira við sögu í leiknum. Sport 15.2.2006 21:33
Jafnt hjá ÍR og Stjörnunni ÍR og Stjarnan gerðu jafntefli 27-27 í hörkuspennandi leik í Austurbergi í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, þar sem Ragnar Helgason jafnaði metin fyrir heimamenn þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Tite Kalandadze um leið og lokaflautið gall small í þverslánni á marki ÍR. Sport 15.2.2006 21:22
Valur lagði FH Einn leikur fór fram í DHL-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Valsstúlkur gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og báru sigurorð af FH í Kaplakrika 27-26. Valsstúlkur eru þar með komnar á topp deildarinnar með 22 stig, en FH situr í 5. sætinu með 16 stig. Sport 15.2.2006 20:33
Stórleikur á Ásvöllum Heil umferð er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og þá er einn leikur á dagskrá í DHL-deild kvenna. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Hauka og Vals á Ásvöllum, en sá leikur hefst klukkan 20. Sport 15.2.2006 18:51
Tap Keflvíkinga stendur Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest að tap Keflvíkinga í leik gegn Hamri/Selfoss frá því í janúar skuli standa, en þar voru Keflvíkingum dæmt tap fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Keflavík áfrýjaði dómnum á grundvelli þess að leikmaðurinn kom ekki við sögu í leiknum, en því hefur nú verið vísað frá. Sport 15.2.2006 17:09
Æfingaleikur við Spánverja í ágúst Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið um að þjóðirnar spili æfingaleik á Laugardalsvelli þann 16. ágúst í sumar. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag. Sport 14.2.2006 18:26
Leikjaniðurröðun klár Nú er búið að tilkynna leikjaniðurröðun hjá íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu fyrir undankeppni EM í ár og á næsta ári. Fyrsti leikurinn verður gegn Norður-Írum í Belfast þann 2. september í haust, en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Dönum fjórum dögum síðar. Sport 14.2.2006 15:55
Ívar aftur í landsliðið Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Trinidad og Tobago í London þann 28. febrúar næstkomandi, en þetta verður fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir hans stjórn. Auk Ívars eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson og Grétar Ólafur Hjartarson valdir í hóp Eyjólfs. Sport 14.2.2006 14:35
KR tapaði fyrir Tromsö KRingar biðu lægri hlut gegn norska liðinu Tromsö 1-0 á æfingamóti í fótbolta sem haldið er á La Manga á Spáni þessa dagana. Ásamt KR og Tromsö leika á mótinu rússneska liðið Krylya Sovetov og norska íslendingaliðið Brann. Næsti leikur hjá KR er á fimmtudaginn. Sport 13.2.2006 16:41
Auðvelt hjá toppliðunum Toppliðin í Iceland Express deild karla í körfubolta unnu öll sannfærandi sigra í leikjum kvöldsins. Njarðvíkingar sigruðu ÍR 88-71 á heimavelli, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum í Hafnarfirði, KR lagði Þór 86-77 og Grindvíkingar rótburstuðu Hött á Egilsstöðum 127-70. Sport 12.2.2006 21:19
Heil umferð í kvöld Sex leikir verða á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Haukar taka á móti Keflavík, KR fær Þór í heimsókn, Njarðvík mætir ÍR, Fjölnir og Snæfell eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur og Hamar/Selfoss mætast í Borgarnesi og Grindvíkingar fara austur á hérað og mæta Hetti á Egilsstöðum. Sport 12.2.2006 17:05
Valsstúlkur áfram eftir góðan sigur Valsstúlkur unnu frábæran sigur á gríska liðinu Athinaikos í dag 37-29 í síðari leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í dag og eru því komnar áfram í keppninni. Liðið tapaði fyrri leiknum í gær með tveimur mörkum en allt annað var uppi á teningnum í dag. Alla Gokorian fór á kostum í liði Vals og skoraði 13 mörk í leiknum. Sport 11.2.2006 20:26
Dregið í riðla fyrir EM Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumeistaramóts landsliða í körfuknattleik, en leikirnir fara fram í haus og næsta haust. Karlaliðið er í riðli með Finnlandi, Austurríki, Georgíu og Lúxemburg, en kvennaliðið fékk Noreg, Holland og Írland. Sport 11.2.2006 18:32
Haukar í úrslitin Karlalið Hauka í handknattleik fetaði í fótspor kvennaliðsins í dag þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik SS bikarsins með sigri á Fram 30-27 á Ásvöllum. Kári Kristjánsson og Arnar Pétursson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Hauka, en Stefán Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Fram. Það verða því Haukar og Stjarnan sem leika til úrslita í karlaflokki. Sport 11.2.2006 18:22
Stjarnan í úrslit Karlalið Stjörnunnar í handknattleik er komið í úrslitaleik SS bikarsins eftir góðan sigur á ÍBV í undanúrslitum í dag 36-32, eftir að hafa verið 19-14 yfir í hálfleik. Patrekur Jóhannesson skoraði 11 mörk fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum, en Mladen Casic skoraði 10 mörk fyrir Eyjamenn. Sport 11.2.2006 17:14
Haukar í úrslit Haukastúlkur tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik SS bikarsins í handbolta þegar þær lögðu Gróttu 25-22 í undanúrslitunum í dag og mæta ÍBV í úrslitaleik. Sport 11.2.2006 16:49
Ragnhildur íþróttamaður Reykjavíkur Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir úr GK var í dag kjörin íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2005 og tók við viðurkenningu frá borgarstjóra við hátíðlega athöfn. Ragnhildur skaraði framúr í golfinu á síðasta ári og vann alla titla sem í boði voru hérlendis. Þetta var í 27. sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Sport 10.2.2006 18:31
Naumt tap hjá Valsstúlkum Valsstúlkur töpuðu í dag fyrri leiknum sínum við gríska liðið Athinaikos í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik 26-24, eftir að hafa verið 5 mörkum undir í hálfleik 14-9. Arna Grímsdóttir var markahæst í liði Vals með 7 mörk og Hafrún Kristjánsdóttir skoraði 6 mörk, en Berglind Hansdóttir varði 18 skot í markinu. Síðari leikur liðanna er á morgun. Sport 10.2.2006 17:06
Snæfell lagði Grindavík Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu Grindavík í hörkuleik í Hólminum 68-67, Njarðvík vann Hamar/Selfoss 85-73, KR lagði Hauka 83-74, Skallagrímur burstaði Þór 114-83, Keflavík valtaði yfir Hött 119-79 og ÍR lagði Fjölni 91-83. Sport 9.2.2006 21:09
Heil umferð í kvöld Heil umferð verður á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Snæfell mætir Grindavík, Hamar/Selfoss tekur á móti Njarðvík, Haukar mæta KR, Þór tekur á móti Skallagrími, Keflavík mætir Hetti og ÍR fær Fjölni í heimsókn í Seljaskóla. Sport 9.2.2006 16:08
Á eftir að sýna mitt rétta andlit Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi. Sport 9.2.2006 10:03
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent