Íþróttir Prinsinn áfrýjar Fyrrum heimsemeistarinn Prince Naseem Hamed ætlar að áfrýja 15 mánaða fangelsisdómnum sem hann fékk fyrir glæfraakstur á dögunum. Lögmaður hans segir áfrýjunina beinast að lengd fangelsisdómsins og orðum sem dómarinn lét út úr sér þegar hann kvað upp dóm í málinu. Sport 15.5.2006 20:36 Veislunni aflýst á Kópavogsvelli Hjörvar Hafliðason, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn eftir sigurinn á Val, að það eina sem þeir rauðklæddu hefðu haft áhyggjur af fyrir leikinn var hvort þeir ættu að vinna með sex eða sjö mörkum. Sport 15.5.2006 22:36 Tap hjá Halmstad Halmstad tapaði 2-1 fyrir Kalmar í leik kvöldsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var að venju í liði Halmstad, en náði ekki að skora. Lið Halmstad hefur ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni og er í ellefta sæti deildarinnar þegar níu umferðum er lokið. Sport 15.5.2006 21:33 Frábær sigur hjá Leikni Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknir úr Breiðholti vann glæsilegan sigur á HK á Leiknisvelli 2-0 og þá unnu Þróttarar sigur á Haukum á Ásvöllum 2-0, þar sem Þróttur gerði út um leikinn með tveimur mörkum í blálokin. Sport 15.5.2006 22:05 Sigur í fyrsta leik hjá Blikum Nýliðar Breiðabliks höfðu 2-1 sigur á Val í fyrsta leik sínum í efstu deild í sumar. Breiðablik komst í 2-0 í leiknum, en Valsmenn tóku öll völd á vellinum á síðustu mínútunum og náðu að minnka muninn. Blikar náðu þó að halda sínu og hirtu öll þrjú stigin í kvöld. Sport 15.5.2006 21:53 Valur minnkar muninn Eskfirðingurinn knái, Valur Fannar Gíslason, var rétt í þessu að minnka muninn fyrir Val gegn Breiðablik og staðan orðin 2-1 fyrir heimamenn. Markið skoraði Valur Fannar með skalla eftir aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar og því stefnir í æsilegar lokamínútur í Kópavogi, þar sem fimm mínútum hefur verið bætt við leikinn. Sport 15.5.2006 21:46 Blikar komnir í 2-0 Breiðablik er komið í 2-0 gegn Val í leik kvöldsins í Landsbankadeildinni sem sýndur er í beinni á Sýn. Annað mark Breiðabliks var ótrúlega slysalegt sjálfsmark Valsmannsins Atla Sveins Þórarinssonar á 69. mínútu. Sport 15.5.2006 21:26 Blikar hafa yfir í hálfleik Nýliðar Breiðabliks hafa yfir 1-0 gegn Val þegar flautað hefur verið til leikhlés á Kópavogsvellinum. Það var hinn ungi Guðmann Þórisson sem skoraði mark heimamanna með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 42. mínútu. Guðmann er aðeins 19 ára gamall og er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Sport 15.5.2006 20:44 Tók viðtal við sjálfan sig í dag Hinn sérlundaði Jose Mourinho kom blaðamönnum í opna skjöldu í dag þegar tilkynnt var um komu Michael Ballack til Chelsea, þegar hann spurði sjálfan sig spurninga um nýja leikmanninn og svaraði þeim áður en fjölmiðlamenn komust að. Sport 15.5.2006 19:39 Seinna markið var algjör heppni hjá mér Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans. Sport 15.5.2006 19:19 Breiðablik - Valur í beinni á Sýn Lokaleikur fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla fer fram klukkan 20 í kvöld þegar nýliðar Breiðabliks taka á móti Val á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 19:45. Sport 15.5.2006 19:08 Cleveland - Detroit í beinni á NBA TV Fjórði leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons verður sýndur beint á NBA TV klukkan 23 í kvöld. Detroit hefur yfir 2-1 í einvíginu eftir að hafa tapað síðasta leik og LeBron James og félagar munu því tjalda öllu til að jafna metin á heimavelli sínum í kvöld. Sport 15.5.2006 18:45 Totti aftur í ítalska hópinn Francesco Totti var í dag valinn í leikmannahóp Ítala fyrir HM í sumar, en hann er ný stiginn upp úr meiðslum. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, var einnig valinn í hópinn þrátt fyrir að vera viðriðinn knattspyrnuhneykslið sem nú tröllríður öllu á Ítaíu. Sport 15.5.2006 18:21 Scumacher gerir lítið úr tapinu Michael Schumacher neitar að gera of mikið úr því að Fernando Alonso hafi tekið hann í bakaríið í Spánarkappakstrinum um helgina og segir nóg eftir af mótinu. Sport 15.5.2006 17:17 Væri til í að fá Wright-Phillips aftur Stuart Pearce segir að Manchester City væri meira en til í að fá vængmanninn Shaun Wright-Phillips aftur í sínar raðir frá Englandsmeisturum Chelsea, en segir jafnframt að líklega hafi City ekki efni á því. Pearce er hissa á að Phillips skuli ekki hafa verið valinn í enska landsliðið fyrir HM. Sport 15.5.2006 16:57 Valdi Chelsea fram yfir United Michael Ballack hefur gefið það upp að þó Manchester United hafi sett sig í samband við hann nokkuð fyrr en Chelsea, hafi hann ákveðið að ganga til liðs við Lundúnaliðið af því hann teldi það sterkara en Manchester United. Sport 15.5.2006 16:15 Semur við nýja styrktaraðila Úrvalsdeildarlið Tottenham hefur gert nýjan fjögurra ára auglýsingasamning við veðbankann Mansion upp á 34 milljónir punda og mun merki fyrirtækisins verða framan á búiningum liðsins á næstu leiktíð. Þá mun félagið einni skipta um íþróttavöruframleiðanda og klæðist liðið Puma-búiningum á næstu leiktíð í stað Kappa áður. Sport 15.5.2006 16:06 Landsliðshópur Brassa klár Carlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur nú tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar, en hann hefur þegar tilkynnt hvaða leikmenn verði í byrjunarliðinu í opnunarleiknum. Fátt kemur á óvart í hóp Parreira, en varnarmaðurinn Roque Junior er ekki í liðinu vegna meiðsla og Gilberto Silva er eini leikmaðurinn í hópnum sem spilar á Englandi. Sport 15.5.2006 15:55 Úrslitaleikurinn skiptir öllu máli Arsene Wenger viðurkennir að hann hafi nokkrar áhyggjur af því hvað muni gerast í leikmannamálum hjá félaginu í sumar en menn eins og Ashley Cole og Thierry Henry hafa mikið verið orðaðir við stóru félögin á Spáni. Wenger segir þó að í dag sé enginn að hugsa um neitt annað en að sigra í úrslitaleik meistaradeildarinnar á miðvikudag. Sport 15.5.2006 15:03 Einn nýliði í landsliðshópi Klinsmann Jurgen Klinsmann hefur valið 23 manna landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni, hinn ungi miðjumaður David Odonkor frá Borussia Dortmund. Þá fær framherjinn Kevin Kuranyi ekki sæti í hópnum. Sport 15.5.2006 15:22 Morientes ekki í spænska hópnum Framherjinn Fernando Morientes hjá Liverpool er ekki í spænska landsliðshópnum fyrir HM sem tilkynntur var í dag. Morientes var í fyrsta hópi Aragones þjálfara, en var einn fjögurra sem misstu af lestinni þegar 23 manna hópur liðsins var staðfestur í dag. Sport 15.5.2006 15:09 Ballack kominn til Chelsea Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack gekk í dag í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea á frjálsri sölu frá Bayern Munchen. Ballack vann þrjá Þýskalandsmeistaratitla með Bayern á fjórum árum, en kemur nú til með að mynda ógnarsterkt miðjupar með Frank Lampard hjá Chelsea. Sport 15.5.2006 14:56 Sam Cassell kláraði Phoenix Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Sport 15.5.2006 04:28 Miami komið í þægilega stöðu Miami Heat lagði New Jersey 102-92 í fjórða leik liðanna í nótt og er þar með komið yfir 3-1 í einvíginu í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dwayne Wade fór að venju á kostum í liði Miami, en það voru minni spámenn á borð við Antonie Walker og Udonis Haslem sem riðu baggamuninn í nótt. Sport 15.5.2006 04:11 Larry Brown rekinn frá New York? Heimildarmaður dagblaðsins New York Daily News greindi frá því um helgina að stjórnarformaður New York Knicks væri alvarlega að hugsa um að kaupa upp samning þjálfarans Larry Brown og láta hann fara frá félaginu. Sport 15.5.2006 04:56 Auðveldur sigur FH á KR Íslandsmeistarar FH unnu sannfærandi 3-0 útisigur á KR í vesturbænum í kvöld og smelltu sér á topp Landsbankadeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk á 10 mínútum í fyrri hálfleik og Atli Viðar Björnsson bætti við þriðja markinu 5 mínútum fyrir leikslok. Sport 14.5.2006 21:46 FH leiðir á KR-velli FH hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í kvöldleiknum í Landsbankadeild karla. Það var Tryggvi Guðmundsson sem skoraði bæði mörk FH á 11 mínútna kafla og ljóst að KRingar þurfa virkilega að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla sér að ná í stig í kvöld. Sport 14.5.2006 20:45 Ciudad tapaði úrslitaleiknum Nýkrýndir Evrópumeistarar Ciudad Real töpuðu úrslitaleiknum í spænska bikarnum í dag fyrir liði Valladolid 35-30. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad í leiknum. Sport 14.5.2006 21:01 Tveir nýliðar í landsliðshópi Frakka Tveir nýliðar verða í landsliðshópi Frakka fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar, en hópurinn var tilkynntur í dag. Miðjumaðurinn Franck Ribery hjá Marseille, sem kallaður hefur verið nýr Zidane, er í 23 manna hópi Frakka í fyrsta sinn líkt og bakvörðurinn Pascal Chimbonda hjá Wigan. Sport 14.5.2006 20:25 New Jersey - Miami á Sýn Fjórði leikur New Jersey Nets og Miami Heat verður sýndur á Sýn í kvöld um klukkan 22:30. Miami hefur yfir 2-1 í einvíginu og getur komist í þægilega stöðu með sigri í New Jersey í kvöld. Klukkan tólf á miðnætti er svo fjórði leikur LA Clippers og Phoenix Suns sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sport 14.5.2006 21:10 « ‹ 211 212 213 214 215 216 217 218 219 … 334 ›
Prinsinn áfrýjar Fyrrum heimsemeistarinn Prince Naseem Hamed ætlar að áfrýja 15 mánaða fangelsisdómnum sem hann fékk fyrir glæfraakstur á dögunum. Lögmaður hans segir áfrýjunina beinast að lengd fangelsisdómsins og orðum sem dómarinn lét út úr sér þegar hann kvað upp dóm í málinu. Sport 15.5.2006 20:36
Veislunni aflýst á Kópavogsvelli Hjörvar Hafliðason, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn eftir sigurinn á Val, að það eina sem þeir rauðklæddu hefðu haft áhyggjur af fyrir leikinn var hvort þeir ættu að vinna með sex eða sjö mörkum. Sport 15.5.2006 22:36
Tap hjá Halmstad Halmstad tapaði 2-1 fyrir Kalmar í leik kvöldsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var að venju í liði Halmstad, en náði ekki að skora. Lið Halmstad hefur ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni og er í ellefta sæti deildarinnar þegar níu umferðum er lokið. Sport 15.5.2006 21:33
Frábær sigur hjá Leikni Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknir úr Breiðholti vann glæsilegan sigur á HK á Leiknisvelli 2-0 og þá unnu Þróttarar sigur á Haukum á Ásvöllum 2-0, þar sem Þróttur gerði út um leikinn með tveimur mörkum í blálokin. Sport 15.5.2006 22:05
Sigur í fyrsta leik hjá Blikum Nýliðar Breiðabliks höfðu 2-1 sigur á Val í fyrsta leik sínum í efstu deild í sumar. Breiðablik komst í 2-0 í leiknum, en Valsmenn tóku öll völd á vellinum á síðustu mínútunum og náðu að minnka muninn. Blikar náðu þó að halda sínu og hirtu öll þrjú stigin í kvöld. Sport 15.5.2006 21:53
Valur minnkar muninn Eskfirðingurinn knái, Valur Fannar Gíslason, var rétt í þessu að minnka muninn fyrir Val gegn Breiðablik og staðan orðin 2-1 fyrir heimamenn. Markið skoraði Valur Fannar með skalla eftir aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar og því stefnir í æsilegar lokamínútur í Kópavogi, þar sem fimm mínútum hefur verið bætt við leikinn. Sport 15.5.2006 21:46
Blikar komnir í 2-0 Breiðablik er komið í 2-0 gegn Val í leik kvöldsins í Landsbankadeildinni sem sýndur er í beinni á Sýn. Annað mark Breiðabliks var ótrúlega slysalegt sjálfsmark Valsmannsins Atla Sveins Þórarinssonar á 69. mínútu. Sport 15.5.2006 21:26
Blikar hafa yfir í hálfleik Nýliðar Breiðabliks hafa yfir 1-0 gegn Val þegar flautað hefur verið til leikhlés á Kópavogsvellinum. Það var hinn ungi Guðmann Þórisson sem skoraði mark heimamanna með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 42. mínútu. Guðmann er aðeins 19 ára gamall og er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Sport 15.5.2006 20:44
Tók viðtal við sjálfan sig í dag Hinn sérlundaði Jose Mourinho kom blaðamönnum í opna skjöldu í dag þegar tilkynnt var um komu Michael Ballack til Chelsea, þegar hann spurði sjálfan sig spurninga um nýja leikmanninn og svaraði þeim áður en fjölmiðlamenn komust að. Sport 15.5.2006 19:39
Seinna markið var algjör heppni hjá mér Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans. Sport 15.5.2006 19:19
Breiðablik - Valur í beinni á Sýn Lokaleikur fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla fer fram klukkan 20 í kvöld þegar nýliðar Breiðabliks taka á móti Val á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 19:45. Sport 15.5.2006 19:08
Cleveland - Detroit í beinni á NBA TV Fjórði leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons verður sýndur beint á NBA TV klukkan 23 í kvöld. Detroit hefur yfir 2-1 í einvíginu eftir að hafa tapað síðasta leik og LeBron James og félagar munu því tjalda öllu til að jafna metin á heimavelli sínum í kvöld. Sport 15.5.2006 18:45
Totti aftur í ítalska hópinn Francesco Totti var í dag valinn í leikmannahóp Ítala fyrir HM í sumar, en hann er ný stiginn upp úr meiðslum. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, var einnig valinn í hópinn þrátt fyrir að vera viðriðinn knattspyrnuhneykslið sem nú tröllríður öllu á Ítaíu. Sport 15.5.2006 18:21
Scumacher gerir lítið úr tapinu Michael Schumacher neitar að gera of mikið úr því að Fernando Alonso hafi tekið hann í bakaríið í Spánarkappakstrinum um helgina og segir nóg eftir af mótinu. Sport 15.5.2006 17:17
Væri til í að fá Wright-Phillips aftur Stuart Pearce segir að Manchester City væri meira en til í að fá vængmanninn Shaun Wright-Phillips aftur í sínar raðir frá Englandsmeisturum Chelsea, en segir jafnframt að líklega hafi City ekki efni á því. Pearce er hissa á að Phillips skuli ekki hafa verið valinn í enska landsliðið fyrir HM. Sport 15.5.2006 16:57
Valdi Chelsea fram yfir United Michael Ballack hefur gefið það upp að þó Manchester United hafi sett sig í samband við hann nokkuð fyrr en Chelsea, hafi hann ákveðið að ganga til liðs við Lundúnaliðið af því hann teldi það sterkara en Manchester United. Sport 15.5.2006 16:15
Semur við nýja styrktaraðila Úrvalsdeildarlið Tottenham hefur gert nýjan fjögurra ára auglýsingasamning við veðbankann Mansion upp á 34 milljónir punda og mun merki fyrirtækisins verða framan á búiningum liðsins á næstu leiktíð. Þá mun félagið einni skipta um íþróttavöruframleiðanda og klæðist liðið Puma-búiningum á næstu leiktíð í stað Kappa áður. Sport 15.5.2006 16:06
Landsliðshópur Brassa klár Carlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur nú tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar, en hann hefur þegar tilkynnt hvaða leikmenn verði í byrjunarliðinu í opnunarleiknum. Fátt kemur á óvart í hóp Parreira, en varnarmaðurinn Roque Junior er ekki í liðinu vegna meiðsla og Gilberto Silva er eini leikmaðurinn í hópnum sem spilar á Englandi. Sport 15.5.2006 15:55
Úrslitaleikurinn skiptir öllu máli Arsene Wenger viðurkennir að hann hafi nokkrar áhyggjur af því hvað muni gerast í leikmannamálum hjá félaginu í sumar en menn eins og Ashley Cole og Thierry Henry hafa mikið verið orðaðir við stóru félögin á Spáni. Wenger segir þó að í dag sé enginn að hugsa um neitt annað en að sigra í úrslitaleik meistaradeildarinnar á miðvikudag. Sport 15.5.2006 15:03
Einn nýliði í landsliðshópi Klinsmann Jurgen Klinsmann hefur valið 23 manna landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni, hinn ungi miðjumaður David Odonkor frá Borussia Dortmund. Þá fær framherjinn Kevin Kuranyi ekki sæti í hópnum. Sport 15.5.2006 15:22
Morientes ekki í spænska hópnum Framherjinn Fernando Morientes hjá Liverpool er ekki í spænska landsliðshópnum fyrir HM sem tilkynntur var í dag. Morientes var í fyrsta hópi Aragones þjálfara, en var einn fjögurra sem misstu af lestinni þegar 23 manna hópur liðsins var staðfestur í dag. Sport 15.5.2006 15:09
Ballack kominn til Chelsea Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack gekk í dag í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea á frjálsri sölu frá Bayern Munchen. Ballack vann þrjá Þýskalandsmeistaratitla með Bayern á fjórum árum, en kemur nú til með að mynda ógnarsterkt miðjupar með Frank Lampard hjá Chelsea. Sport 15.5.2006 14:56
Sam Cassell kláraði Phoenix Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Sport 15.5.2006 04:28
Miami komið í þægilega stöðu Miami Heat lagði New Jersey 102-92 í fjórða leik liðanna í nótt og er þar með komið yfir 3-1 í einvíginu í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dwayne Wade fór að venju á kostum í liði Miami, en það voru minni spámenn á borð við Antonie Walker og Udonis Haslem sem riðu baggamuninn í nótt. Sport 15.5.2006 04:11
Larry Brown rekinn frá New York? Heimildarmaður dagblaðsins New York Daily News greindi frá því um helgina að stjórnarformaður New York Knicks væri alvarlega að hugsa um að kaupa upp samning þjálfarans Larry Brown og láta hann fara frá félaginu. Sport 15.5.2006 04:56
Auðveldur sigur FH á KR Íslandsmeistarar FH unnu sannfærandi 3-0 útisigur á KR í vesturbænum í kvöld og smelltu sér á topp Landsbankadeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk á 10 mínútum í fyrri hálfleik og Atli Viðar Björnsson bætti við þriðja markinu 5 mínútum fyrir leikslok. Sport 14.5.2006 21:46
FH leiðir á KR-velli FH hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í kvöldleiknum í Landsbankadeild karla. Það var Tryggvi Guðmundsson sem skoraði bæði mörk FH á 11 mínútna kafla og ljóst að KRingar þurfa virkilega að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla sér að ná í stig í kvöld. Sport 14.5.2006 20:45
Ciudad tapaði úrslitaleiknum Nýkrýndir Evrópumeistarar Ciudad Real töpuðu úrslitaleiknum í spænska bikarnum í dag fyrir liði Valladolid 35-30. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad í leiknum. Sport 14.5.2006 21:01
Tveir nýliðar í landsliðshópi Frakka Tveir nýliðar verða í landsliðshópi Frakka fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar, en hópurinn var tilkynntur í dag. Miðjumaðurinn Franck Ribery hjá Marseille, sem kallaður hefur verið nýr Zidane, er í 23 manna hópi Frakka í fyrsta sinn líkt og bakvörðurinn Pascal Chimbonda hjá Wigan. Sport 14.5.2006 20:25
New Jersey - Miami á Sýn Fjórði leikur New Jersey Nets og Miami Heat verður sýndur á Sýn í kvöld um klukkan 22:30. Miami hefur yfir 2-1 í einvíginu og getur komist í þægilega stöðu með sigri í New Jersey í kvöld. Klukkan tólf á miðnætti er svo fjórði leikur LA Clippers og Phoenix Suns sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sport 14.5.2006 21:10