

Gengi hlutabréfa hefur hækkað eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Athygli vekur að bréf Sláturfélags Suðurlands stukku upp um 8,11 prósent eftir kyrrstöðu í um ár. Einungis ein viðskipti standa að baki hækkuninni.
Morgan Stanley, næststærsti fjárfestingabanki Bandaríkjanna, skilaði 5,8 milljarða dala, jafnvirði 356 milljarða króna, tapi á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert verri afkoma en búist var við. Til samanburðar hagnaðist bankinn um 2,28 milljarða dala á sama tíma í fyrra.
Gengi bréfa í Existu og SPRON hafa fallið um rúmlega fimm prósent það sem af er dags og hefur gengi bréfa í félögunum aldrei verið lægra.
Fjöldi félaga í Kauphöllinni féll um allt að tæplega sex prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur Úrvalsvísitalan ekki verið lægri síðan í byrjun desember í fyrra.
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Helsta ástæðan fyrir því eru spár markaðsaðila þess efnis að mikil verðbólga í Bandaríkjunum, sem var yfir spám, leiði til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki ekki stýrivexti frekar. Óttast er að slíkt geti leitt til samdráttarskeiðs vestanhafs.
Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways hækkaði um 0,59 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt annar dagurinn sem hluthafar sjá hækkun á gengi þess síðan viðskipti hófust með bréfin hér á landi á mánudag. Það er nú 2,1 prósenti undir upphafsgengi.
Verðbólga jókst um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í nóvember. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent og hefur ekki verið meiri í tvö ár.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í dag. Verðið hefur verið á nokkurri uppleið í vikunni í kjölfar þess að olíubirgðir drógust óvænt saman í Bandaríkjunum.
Stemningin á hlutabréfamarkaði hér á landi er í engu samræmi við veðrið en viðskipti eru með rólegasta móti, 21 í fjórum félögum á þeim tæpa hálftíma sem liðinn er frá upphafi viðskiptadagsins.
Icelandic Group hf. og Finnbogi A. Baldvinsson hafa komist að samkomulagi um að afturkalla viljayfirlýsingu um sölu á 81 prósents eignarhlut í Icelandic Holding Germany, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakkland, til hins síðarnefnda.
Gengi hlutabréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways lækkaði um 0,66 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengi bréfa í bankanum lækkar en viðskipti með bréf þess hófust hér á landi á þriðjudag. Markaðsverðmæti Atorku hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni á sama tíma í dag.
Breska kvenfata- og húsvörukeðjan Laura Ashley hefur keypt rúman þriggja prósenta hlut í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros. Baugur, sem er stærsti hluthafi verslunarinnar með tæpan 29 prósenta hlut, hefur verið orðaður við yfirtöku á Moss Bros í vikunni fyrir allt að fimm milljarða króna.
Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að hækka vexti á lánum sínum um 0,20 prósent í kjölfar útboðs íbúðabréfa. Vextirnir eru nú 5,75 prósent á almennum lánum en 5,50 prósent á lánum með ákvæði um sérstaka uppgreiðsluþóknun, að því er segir á vefsíðu Íbúðalánasjóðs.
Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 0,11 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina félagið sem hefur hækkað enn sem komið er. Landar þeirra í Föroya banka hafa á sama tíma þurft að horfa upp á gengi bréfa í bankanum lækka mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni í dag, eða um 1,6 prósent.
Hagvöxtur mældist 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra mældist hann 0,8 prósent. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagvöxtur hins vegar 2,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þjóðarútgjöld jukust um 2,0 prósent, útflutningur um 7,0 prósent og innflutningur um 2,0 prósent. Þá blés í einkaneyslu, sem jókst um 7,5 prósent á milli ára. Fjárfestingar drógust hins vegar saman á milli ára.
Gengi hlutabréfa í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hækkaði um rúm 2,7 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways er hins vegar ekki í skýjunum en gengi bréfa félagsins hefur lækkað á þeim tveimur dögum sem það hefur verið skráð í Kauphöllina.
Gengi hlutabréfa í Existu hefur lækkað um 1,93 prósent í Kauphöllinni eftir að viðskiptadagurinn hófst í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins og í öfugu hlutfalli við þróunina í gær þegar gengið hækkaði mest allra skráðra félaga, eða um 4,24 prósent. Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eiga stærstan hluta í Existu.
Gengi hlutabréfa í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, móðurfélagi flugfélagsins American Airlines, eins stærsta flugfélags Bandaríkjanna, hrundi á þarlendum hlutabréfamarkaði í gær og hefur ekki verið lægra síðan árið 2005. FL Group á 1,1 prósenta hlut í félaginu.
Bandaríski bankinn Citigroup hefur fengið nýjan forstjóra. Sá heitir Vikrum Pandit og tekur við Charles Prince, sem tók poka sinn í nóvember eftir að bankinn greindi frá því að hann þyrfti að afskrifa heila 17 milljarða dala, jafnvirði rúmra eitt þúsund milljarða króna, úr bókum sínum vegna tapaðra útlána.
Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 4,24 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur í 23,35 krónum á hlut. Þetta var mesta hækkunin í Kauphöllinni en svipuðu máli gegndi um öll hin fjárfestingafélögin og bankana en gengi þeirra hækkað á bilinu 0,65 prósent til 3,94 prósenta, mest í Kaupþingi. Úrvalsvísitalan rauk upp um 2,75 prósent á sama tíma.
Gengi bréfa í Kaupþingi rauk upp um rúm þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og leiðir bankinn hækkun Úrvalsvísitölunnar. Á eftir fylgja Exista, sem hefur hækkað um rúm 2,3 prósent, og fleiri bankar og fjárfestingafélög. Einungis gengi bréfa í FL Group hefur haldið áfram að lækka.
Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Föroya banka hefur lækkað um 1,58 prósent frá upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur nú í 187 krónum á hlut sem er tveimur krónum undir útboðsgengi með bréf í bankanum 21. júní síðastliðinn.
Svissneski alþjóðabankinn UBS segist óttast að svo geti farið að hann verði að afskrifa allt að 10 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 617 milljarða króna, vegna tapaðra útlána í tengslum við bandarísk undirmálslán. Á sama tíma hafa stjórnvöld í Síngapúr ákveðið að kaupa hlut í bankanum fyrir svotil sömu upphæð og nemur útlánatapinu.
Neville Isdell, forstjóri og stjórnarformaður bandaríska gosdrykkjarisans Coca Cola, ætlar að gefa forstjórastólinn eftir um mitt næsta ári og mun Muhtar Kent, næstráðandi hans, taka við starfinu. Isdell mun eftir sem áður vera stjórnarformaður fyrirtækisins næstu tvö árin.
Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir að verðbólga hafi ekki mælst meiri í sex ár og gengi evrunnar með sterkasta móti. Á móti vegur yfirvofandi ótti manna við minnkandi hagvöxt í skugga lausafjárkreppunnar sem sett hefur skarð í afkomu fjölmargra banka í álfunni.
Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði óvænt stýrivexti í dag um 25 punkta og verða stýrivextir því eftirleiðis 5,5 prósent. Flestir fjármálasérfræðingar höfðu reiknað með því að bankinn myndi halda vöxtunum óbreyttum en höfðu í æ ríkari mæli hallast að því síðustu daga að bankinn myndi lækka þá í skugga fjármálakreppu og ótta við að dregið gæti úr einkaneyslu í stað þess að halda þeim óbreyttum og sporna gegn því að verðbólga aukist frekar.
Gengi hlutabréfa í FL Group jafnaði sig lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir 18,18 prósenta fall við upphaf dags. Lægst fór gengið í 15,65 krónur á hlut en endaði í 16,35 krónum. Lækkunin kemur í kjölfar mikilla hræringa innan veggja fyrirtækisins, svosem með brotthvarfi Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, og hræringum með hlutabréf félagsins. Gengi annarra félaga féll sömuleiðis hratt.
Framleiðni jókst um 6,3 prósent í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5 prósent í október, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með en flestir höfðu gert ráð fyrir lítilli sem engri breytingu á milli mánaða.
Gengi hlutabréfa í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros féll um rúm sextán prósent við upphaf viðskiptadagsins í bresku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið greindi frá því að ólíklegt væri að félagið næði markmiðum sínum á árinu. Unity Investments, félag í eigu Baugs, FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords, á nærri 30 prósenta hlut í keðjunni.
Gengi hlutabréfa í FL Group féll um 18,18 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er ekkert einsdæmi því SPRON féll á sama tíma um rúm átta prósent, Exista um tæp sjö og Glitnir um tæp fjögur prósent.