Sænski handboltinn

Bjarni og félagar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap í vítakeppni
Ystads IF er sænskur meistari í handbolta eftir sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og félögum hans í Skövde í kvöld. Lokatölur eftir tvær framlengingar og vítakeppni urðu 47-46.

Bjarni Ófeigur og félagar með bakið upp við vegg
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde eru með bakið upp við vegg í úrslitaeinvígi sænsku deildarinnar í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Ystads á heimavelli í kvöld, 27-31.

Bjarni og félagar hófu úrslitaeinvígið á tapi
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tveggja marka tap er liðið tók á móti Ystads í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld, 28-30.

Bjarni Ófeigur með fimm mörk er Skövde tryggði sig í úrslit
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og liðsfélagar hans í Skövde eru komnir í úrslitaeinvígi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Bjarni og félagar tóku forystuna eftir sigur í vítakastkeppni
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde unnu vægast sagt nauman sigur er liðið tók á móti Kristianstad í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitarimmu sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Grípa þurfti til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara.

Sú markahæsta búin að semja í Svíþjóð
Stórskyttan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Önnered.

Ásgeir Snær í sænsku úrvalsdeildina
Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið OV Helsingborg um að leika með liðinu næstu tvö tímabil.

Andrea skoraði fimm er Kristianstad bjargaði sér frá falli
Landsliðskonan Andrea Jacobsen og stöllur hennar í Kristianstad björguðu sér frá falli úr sænsku efstu deildinni í handbolta með fimm marka sigri gegn Heid í kvöld, 31-26.

Bjarni skoraði sjö í naumu tapi gegn toppliðinu
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tveggja marka tap er liðið heimsótti topplið Sävehof í sænsku deildinni í handbolta í kvöld, 30-28.

Daníel og Bjarni með fína frammistöðu í tapleikjum
Daníel Freyr Andrésson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson áttu báðir ágætis leiki í tapi sinna liða í sænsku Handbollsligan í handbolta.

Ein besta handboltakona heims flytur heim til að vera nær krabbameinsveikri systur sinni
Ein þekktasta handboltakona heims og líklega besta handboltakona Svíþjóðar fyrr og síðar, Isabelle Gulldén, gengur í raðir Íslendingaliðsins Lugi eftir tímabilið.

Tumi Steinn hafði betur í Íslendingaslag
Nokkrir íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í evrópskum handbolta í kvöld.

Bjarni Ófeigur markahæstur í sigri Skövde
Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæsti maður vallarins er Skövde vann góðan fjögurra marka útisigur gegn Hallby, 25-21, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Galið handboltamark í landi Evrópumeistaranna: Hvernig er þetta hægt?
Það er handboltaæði gangi í Svíþjóð eftir Evrópumeistaratitil sænska landsliðsins á dögunum og geggjað mark í einum fyrsta leiknum eftir Evrópumótið kláraðist fór á mikið flug á samfélagsmiðlum. Það var heldur ekki að ástæðulausu enda geggjað mark.

Bjarni skoraði fimm í sigri Skövde
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk fyrir Skövde er liðið tók á móti Aranas í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bjarni og félagar unnu þriggja marka sigur, 33-30.

Magdeburg vann Íslendingaslaginn | Átta íslensk mörk hjá Melsungen
Það var nóg um að vera í þýska handboltanum í dag. Einnig voru Íslendingar að keppa í Svíþjóð og Frakklandi.

Gummersbach tapaði toppslagnum | Stórleikur Bjarna Ófeigs dugði ekki til
Gummersbach tapaði toppslag þýsku B-deildarinnar í handbolta gegn Hagen með fjögurra marka mun í kvöld, lokatölur 40-36. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 10 mörk fyrir Skövde en það dugði ekki til.

Leyfa fólki að fylla íþróttahúsin gegn bólusetningarvottorði
Svíar munu geta fyllt íþróttahús sín af áhorfendum þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins.

Bjarni Ófeigur markahæstur í öruggum sigri
Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í báðum þeirra. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæsti maður liðsins er hann og félagar hans í Skövde unnu öruggan tíu marka sigur gegn Önnereds, 33-23.

Teitur á leið til Þýskalands
Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina.

Teitur hafði betur í Íslendingaslag
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde heimsóttu Teit Örn Einarsson og félaga í Kristianstad í sænska handboltanum í dag. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku Teitur og félagar forystuna og unnu að lokum góðan tveggja marka sigur, 26-24.

Andrea setti fimm í öruggum bikarsigri
Andrea Jacobsen, leikmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins, skoraði fimm mörk er lið henanr pakkaði Lugi saman í fyrri leik liðanna í sænska bikarnum í handbolta í kvöld, lokatölur 37-23.

Bjarni Ófeigur frábær í sigri Skövde
Sænska handknattleiksliðið Skövde er komið í 8-liða úrslit sænsku bikarkeppninnar eftir öruggan sjö marka sigur á Hallby í kvöld, lokatölur 33-26.

Teitur skoraði fimm í naumu tapi
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í IFK Kristianstad heimsóttu Redbergslids IK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Teitur skoraði fjögur mörk þegar að liðið tapaði með minnsta mun, 30-29.

Liðsfélagi Bjarna í tveggja ára bann
Sænski handknattleiksmaðurinn Richard Hanisch hefur verið úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.

Teitur Örn og félagar með sigur í sænska bikarnum
Kristianstad mætti Hammarby í sænska bikarnum í handbolta í dag. Teitur Örn Einarsson er á mála hjá Kristianstad sem vann fimm marka sigur, 27-22.

Fór í kynleiðréttingu og er nú kominn á atvinnumannasamning hjá karlaliði
Loui Sand, áður Louise Sand, hefur fengið samning hjá sænska handboltaliðinu Kärra HF.

Kristín og sænsku stöllur hennar í fyrsta sinn í undanúrslit á Ólympíuleikum
Svíþjóð er komið í undanúrslit handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn eftir sigur á Suður-Kóreu, 39-30. Í undanúrslitunum mæta Svíar Frökkum sem völtuðu yfir heimsmeistara Hollendinga, 32-22.

Gat ekki hafnað tilboði Montpellier
Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ.

Ólafur á leið til silfurliðs Montpellier
Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, er á leið til Montpellier í Frakklandi og mun leika þar á næstu leiktíð. Ólafur yfirgefur Kristianstad í Svíþjóð eftir sex ára dvöl.