Írak Þrjár bílsprengjur í morgun Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust. Árásirnar virðast vera liður í sprengjuherferð sem fór af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 19:09 Brottflutningur hefjist í desember Yfirmenn Bandaríkjahers stefna að því að hefja brottfluttning frá Írak strax í kjölfar þingkosninga í landinu í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem breska dagblaðið <em>Daily Telegraph</em> hefur komist yfir. Erlent 13.10.2005 19:09 Fjórir fallnir í morgun Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn og átta eru særðir eftir tvær sprengjuárásir í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sú fyrri beindist að bílalest írakskra hermanna en sú síðari sprakk í fjölfarinni götu í miðbænum og skemmdi íbúðarbyggingu og sex bíla. Erlent 13.10.2005 19:09 Danir ákærðir fyrir pyntingar Fjórir herlögreglumenn og einn höfuðsmaður í danska hernum voru í dag leiddir fyrir rétt í Kaupmannahöfn en þeir eru ákærðir fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði. Sakborningarnir halda allir fram sakleysi sínu. Erlent 13.10.2005 19:09 Rifist um lykilráðuneyti Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. Erlent 13.10.2005 19:07 Ný ríkisstjórn samþykkt Írakska þingið samþykkti fyrir stundu nýja ríkisstjórn landsins, þá fyrstu sem er lýðræðislega kjörin í meira en hálfa öld, með miklum meirihluta atkvæða. Erlent 13.10.2005 19:07 Ekkert lát á árásum Minnst átta manns hafa fallið í valinn og meira en þrjátíu eru særðir eftir nokkrar árásir uppreisnarmanna í Írak í morgun. Meðal þeirra sem létust var háttsettur embættismaður innan öryggismálaráðuneytis landsins. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:07 Íröksk þingkona myrt Írakska þingkonan Lamiya Khaduri var skotin til bana við heimili sitt í dag. Hún er fyrsti þingmaðurinn sem er drepinn í landinu síðan kosningar fóru fram þann 30. janúar. Erlent 13.10.2005 19:07 60 deyja daglega Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Erlent 13.10.2005 19:07 Gíslarnir grátbiðja um aðstoð Mannræningjar í Írak hafa ákveðið að fresta því um einn dag að lífláta þrjá rúmenska blaðamenn sem þeir hafa í haldi. Al-Jazeera fréttastofan birti í gær myndir af Rúmenunum þremur þar sem þeir grátbiðja stjórnvöld í Rúmeníu um að fara með herafla sinn burt frá Írak. Erlent 13.10.2005 19:07 Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun. Erlent 13.10.2005 19:07 Sprengingar við lögregluskóla Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust í tveimur sjálfsmorðsprengingum sem gerðar voru í námunda við lögregluskóla í bænum Tíkrit í Írak í morgun. Fyrri sprengjan sprakk þegar árásarmaðurinn ók bifreið að byggingunni og sprengjan sprakk innan um fjölda lögreglumanna. Erlent 13.10.2005 19:06 23 þúsund borgarar taldir af Talið er að fleiri en þrjátíu þúsund manns, þar af 23 þúsund óbreyttir írakskir borgarar, hafi látið lífið í átökum í Írak frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 13.10.2005 19:06 Ábyrgð Rumsfelds könnuð Mannréttindasamtökin Human Rights Watch í Bandaríkjunum krefjast þess að ábyrgð Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra og annarra háttsettra yfirmanna bandaríkjahers, á misþyrmingum hermanna á föngum í Írak, verði könnuð. Erlent 13.10.2005 19:06 Lýsa ábyrgð á ódæðinu Hópur sem kallar sig „Íslamska herinn í Írak“ segist bera ábyrgð á því að búlgörsk þyrla var skotin niður í Írak í gær, með þeim afleiðingum að tíu manns létust. Þá segist hópurinn hafa náð þeim eina úr áhöfninni sem komst lífs af og að hann hafi verið drepinn í gær. Erlent 13.10.2005 19:05 Enn beðið nýrrar stjórnar Enn verður bið á því að ný ríkisstjórn taki til starfa í Írak. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali í gærkvöldi. Hann segir að enn eigi eftir að nást samkomulag um það með hvaða hætti súnnítar muni koma að stjórninni, sem sé nauðsynlegt eigi að nást fram breið sátt allra landsmanna um hina nýju stjórn. Erlent 13.10.2005 19:06 Upptaka af morði á borgurum Hryðjuverkamenn í Írak sendu í dag frá sér upptöku þar sem sjá má þyrlu með óbreyttum borgurum skotna niður. Blóðugar árásir kostuðu á annan tug lífið í Írak í dag. Erlent 13.10.2005 19:06 50 lík fundust í Tígris-ánni Fimmtíu lík fundust á floti í ánni Tígris, skammt frá Bagdad, í dag. Talið er að þau séu af gíslum úr röðum sjíta sem mannræningjar úr röðum súnníta rændu fyrir helgi. Erlent 13.10.2005 19:05 Fjórir féllu í Írak Tveir bandarískir hermenn féllu í valinn í sjálfsmorðssprengjuárás í suðurhluta Bagdad í nótt. Fjórir Bandaríkjamenn og sjö Írakar særðust í árásinni. Í morgun féllu svo tveir í valinn og fimm særðust þegar bílsprengja sprakk vestur af Bagdad. Erlent 13.10.2005 19:05 Grátbað um að lífi sínu yrði þyrmt Að minnsta kosti ellefu manns létust og um tuttugu særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu í námunda við græna svæðið í Bagdad um klukkan sex í morgun. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera birti í gær myndir af bandarískum ríkisborgara sem írakskir uppreisnarmenn rændu á mánudaginn. Hann grátbað um að lífi sínu yrði þyrmt Erlent 13.10.2005 19:03 Hermennirnir saklausir? Bandarísku hermennirnir sem skutu ítalska leyniþjónustumanninn Nicola Calipari til bana og særðu blaðakonuna Giuliönu Sgrena, bera ekki ábyrgð á því hvernig fór. Þetta hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC eftir heimildarmönnum að sé niðurstaða ítalsk-bandarískrar rannsóknarnefndar sem er í þann mund að ljúka störfum. Erlent 13.10.2005 19:03 Hryðjuverkamenn herða árásir sínar Hryðjuverkamenn í Írak virðast vera að herða árásir sínar en verulega hafði dregið úr þeim eftir þingkosningarnar í landinu. Fjölmargar skotárásir og sprengjutilræði voru gerð í Írak í dag og státa al-Qaida hryðjuverkasamtökin af því að bera ábyrgðina. Erlent 13.10.2005 19:03 Sambærilegt falli Berlínarmúrsins Fall styttu Saddams Husseins í Bagdad fyrir tveimur árum er sambærilegt falli Berlínarmúrsins, að mati George Bush Bandaríkjaforseta. Á fundi með bandarískum hermönnum í Texas í gær sagði Bush að talað yrði um fallið á styttu Saddams í Bagdad í sömu andrá og fall Berlínarmúrsins þegar fram líða stundir. Erlent 13.10.2005 19:03 Níu létust í sprengingu Níu manns féllu í valinn og fjórir særðust þegar bílsprengja sprakk nærri borginni Kirkuk í Írak í morgun. Allir þeir sem létust voru starfsmenn olíufyrirtækis í nágrenninu. Sprengjan sprakk þegar öryggisverðir fyrirtækisins reyndu að aftengja hana. Erlent 13.10.2005 19:03 Vill taka þátt í stjórnarsamstarfi Iyad Allawi, fráfarandi forsætisráðherra Íraks, lýsti í dag yfir vilja sínum til að starfa með nýrri ríkisstjórn landsins. Hann hafði áður sagst ætla að sitja í stjórnarandstöðu í kjölfar kosninganna sem fram fóru í Írak í janúar. Erlent 13.10.2005 19:02 Sendiráðsmanni rænt í Írak Starfsmanni pakistanska sendiráðsins í Írak virðist hafa verið rænt. Stjórnvöldum hafa borist óstaðfestar fregnir þess eðlis að hann sé í haldi og eru í viðræðum um að fá hann lausan. Erlent 13.10.2005 19:02 Fimmtán hermenn teknir af lífi Fimmtán hermenn fórust í skotárás uppreisnarmanna í Bagdad í morgun. Hermennirnir, sem voru allir írakskir, voru í bíl sem uppreisnarmennirnir þvinguðu af veginum, ráku hermennina út og tóku af lífi. Erlent 13.10.2005 19:01 Stjórnarskráin tilbúin í ágúst Búist er við að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði tilbúin um miðjan ágúst. Þetta var haft eftir hinum nýkjörna forseta landsins, Jalal Talabani, í dag. Tíu vikur eru liðnar síðan kosningar fóru fram í Írak og enn á eftir að mynda ríkisstjórn. Stefnt er að nýjum þingkosningum í lok þessa árs. Erlent 13.10.2005 19:01 Ráðist á flutningabílstjóra í Írak Hópur byssumanna gerði árás á sex tyrkneska flutningabíla rétt norður af borginni Kirkuk í Írak í nótt. Eins bílstjóra er saknað og er jafnvel talið að honum hafi verið rænt. Fjórir bílstjórar særðust og voru fluttir á sjúkrahús. Erlent 13.10.2005 19:01 Öflug sprenging nærri flugvellinum Tveir féllu í valinn þegar bílsprengja sprakk nærri alþjóðaflugvellinum í Bagdad í morgun. Sprengingin var mjög öflug og heyrðist langar leiðir að sögn vitna í nágrenninu. Erlent 13.10.2005 19:00 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 27 ›
Þrjár bílsprengjur í morgun Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust. Árásirnar virðast vera liður í sprengjuherferð sem fór af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 19:09
Brottflutningur hefjist í desember Yfirmenn Bandaríkjahers stefna að því að hefja brottfluttning frá Írak strax í kjölfar þingkosninga í landinu í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem breska dagblaðið <em>Daily Telegraph</em> hefur komist yfir. Erlent 13.10.2005 19:09
Fjórir fallnir í morgun Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn og átta eru særðir eftir tvær sprengjuárásir í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sú fyrri beindist að bílalest írakskra hermanna en sú síðari sprakk í fjölfarinni götu í miðbænum og skemmdi íbúðarbyggingu og sex bíla. Erlent 13.10.2005 19:09
Danir ákærðir fyrir pyntingar Fjórir herlögreglumenn og einn höfuðsmaður í danska hernum voru í dag leiddir fyrir rétt í Kaupmannahöfn en þeir eru ákærðir fyrir að hafa beitt írakska fanga harðræði. Sakborningarnir halda allir fram sakleysi sínu. Erlent 13.10.2005 19:09
Rifist um lykilráðuneyti Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. Erlent 13.10.2005 19:07
Ný ríkisstjórn samþykkt Írakska þingið samþykkti fyrir stundu nýja ríkisstjórn landsins, þá fyrstu sem er lýðræðislega kjörin í meira en hálfa öld, með miklum meirihluta atkvæða. Erlent 13.10.2005 19:07
Ekkert lát á árásum Minnst átta manns hafa fallið í valinn og meira en þrjátíu eru særðir eftir nokkrar árásir uppreisnarmanna í Írak í morgun. Meðal þeirra sem létust var háttsettur embættismaður innan öryggismálaráðuneytis landsins. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:07
Íröksk þingkona myrt Írakska þingkonan Lamiya Khaduri var skotin til bana við heimili sitt í dag. Hún er fyrsti þingmaðurinn sem er drepinn í landinu síðan kosningar fóru fram þann 30. janúar. Erlent 13.10.2005 19:07
60 deyja daglega Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Erlent 13.10.2005 19:07
Gíslarnir grátbiðja um aðstoð Mannræningjar í Írak hafa ákveðið að fresta því um einn dag að lífláta þrjá rúmenska blaðamenn sem þeir hafa í haldi. Al-Jazeera fréttastofan birti í gær myndir af Rúmenunum þremur þar sem þeir grátbiðja stjórnvöld í Rúmeníu um að fara með herafla sinn burt frá Írak. Erlent 13.10.2005 19:07
Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun. Erlent 13.10.2005 19:07
Sprengingar við lögregluskóla Að minnsta kosti sjö létust og tugir særðust í tveimur sjálfsmorðsprengingum sem gerðar voru í námunda við lögregluskóla í bænum Tíkrit í Írak í morgun. Fyrri sprengjan sprakk þegar árásarmaðurinn ók bifreið að byggingunni og sprengjan sprakk innan um fjölda lögreglumanna. Erlent 13.10.2005 19:06
23 þúsund borgarar taldir af Talið er að fleiri en þrjátíu þúsund manns, þar af 23 þúsund óbreyttir írakskir borgarar, hafi látið lífið í átökum í Írak frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur árum. Erlent 13.10.2005 19:06
Ábyrgð Rumsfelds könnuð Mannréttindasamtökin Human Rights Watch í Bandaríkjunum krefjast þess að ábyrgð Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra og annarra háttsettra yfirmanna bandaríkjahers, á misþyrmingum hermanna á föngum í Írak, verði könnuð. Erlent 13.10.2005 19:06
Lýsa ábyrgð á ódæðinu Hópur sem kallar sig „Íslamska herinn í Írak“ segist bera ábyrgð á því að búlgörsk þyrla var skotin niður í Írak í gær, með þeim afleiðingum að tíu manns létust. Þá segist hópurinn hafa náð þeim eina úr áhöfninni sem komst lífs af og að hann hafi verið drepinn í gær. Erlent 13.10.2005 19:05
Enn beðið nýrrar stjórnar Enn verður bið á því að ný ríkisstjórn taki til starfa í Írak. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali í gærkvöldi. Hann segir að enn eigi eftir að nást samkomulag um það með hvaða hætti súnnítar muni koma að stjórninni, sem sé nauðsynlegt eigi að nást fram breið sátt allra landsmanna um hina nýju stjórn. Erlent 13.10.2005 19:06
Upptaka af morði á borgurum Hryðjuverkamenn í Írak sendu í dag frá sér upptöku þar sem sjá má þyrlu með óbreyttum borgurum skotna niður. Blóðugar árásir kostuðu á annan tug lífið í Írak í dag. Erlent 13.10.2005 19:06
50 lík fundust í Tígris-ánni Fimmtíu lík fundust á floti í ánni Tígris, skammt frá Bagdad, í dag. Talið er að þau séu af gíslum úr röðum sjíta sem mannræningjar úr röðum súnníta rændu fyrir helgi. Erlent 13.10.2005 19:05
Fjórir féllu í Írak Tveir bandarískir hermenn féllu í valinn í sjálfsmorðssprengjuárás í suðurhluta Bagdad í nótt. Fjórir Bandaríkjamenn og sjö Írakar særðust í árásinni. Í morgun féllu svo tveir í valinn og fimm særðust þegar bílsprengja sprakk vestur af Bagdad. Erlent 13.10.2005 19:05
Grátbað um að lífi sínu yrði þyrmt Að minnsta kosti ellefu manns létust og um tuttugu særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu í námunda við græna svæðið í Bagdad um klukkan sex í morgun. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera birti í gær myndir af bandarískum ríkisborgara sem írakskir uppreisnarmenn rændu á mánudaginn. Hann grátbað um að lífi sínu yrði þyrmt Erlent 13.10.2005 19:03
Hermennirnir saklausir? Bandarísku hermennirnir sem skutu ítalska leyniþjónustumanninn Nicola Calipari til bana og særðu blaðakonuna Giuliönu Sgrena, bera ekki ábyrgð á því hvernig fór. Þetta hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC eftir heimildarmönnum að sé niðurstaða ítalsk-bandarískrar rannsóknarnefndar sem er í þann mund að ljúka störfum. Erlent 13.10.2005 19:03
Hryðjuverkamenn herða árásir sínar Hryðjuverkamenn í Írak virðast vera að herða árásir sínar en verulega hafði dregið úr þeim eftir þingkosningarnar í landinu. Fjölmargar skotárásir og sprengjutilræði voru gerð í Írak í dag og státa al-Qaida hryðjuverkasamtökin af því að bera ábyrgðina. Erlent 13.10.2005 19:03
Sambærilegt falli Berlínarmúrsins Fall styttu Saddams Husseins í Bagdad fyrir tveimur árum er sambærilegt falli Berlínarmúrsins, að mati George Bush Bandaríkjaforseta. Á fundi með bandarískum hermönnum í Texas í gær sagði Bush að talað yrði um fallið á styttu Saddams í Bagdad í sömu andrá og fall Berlínarmúrsins þegar fram líða stundir. Erlent 13.10.2005 19:03
Níu létust í sprengingu Níu manns féllu í valinn og fjórir særðust þegar bílsprengja sprakk nærri borginni Kirkuk í Írak í morgun. Allir þeir sem létust voru starfsmenn olíufyrirtækis í nágrenninu. Sprengjan sprakk þegar öryggisverðir fyrirtækisins reyndu að aftengja hana. Erlent 13.10.2005 19:03
Vill taka þátt í stjórnarsamstarfi Iyad Allawi, fráfarandi forsætisráðherra Íraks, lýsti í dag yfir vilja sínum til að starfa með nýrri ríkisstjórn landsins. Hann hafði áður sagst ætla að sitja í stjórnarandstöðu í kjölfar kosninganna sem fram fóru í Írak í janúar. Erlent 13.10.2005 19:02
Sendiráðsmanni rænt í Írak Starfsmanni pakistanska sendiráðsins í Írak virðist hafa verið rænt. Stjórnvöldum hafa borist óstaðfestar fregnir þess eðlis að hann sé í haldi og eru í viðræðum um að fá hann lausan. Erlent 13.10.2005 19:02
Fimmtán hermenn teknir af lífi Fimmtán hermenn fórust í skotárás uppreisnarmanna í Bagdad í morgun. Hermennirnir, sem voru allir írakskir, voru í bíl sem uppreisnarmennirnir þvinguðu af veginum, ráku hermennina út og tóku af lífi. Erlent 13.10.2005 19:01
Stjórnarskráin tilbúin í ágúst Búist er við að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði tilbúin um miðjan ágúst. Þetta var haft eftir hinum nýkjörna forseta landsins, Jalal Talabani, í dag. Tíu vikur eru liðnar síðan kosningar fóru fram í Írak og enn á eftir að mynda ríkisstjórn. Stefnt er að nýjum þingkosningum í lok þessa árs. Erlent 13.10.2005 19:01
Ráðist á flutningabílstjóra í Írak Hópur byssumanna gerði árás á sex tyrkneska flutningabíla rétt norður af borginni Kirkuk í Írak í nótt. Eins bílstjóra er saknað og er jafnvel talið að honum hafi verið rænt. Fjórir bílstjórar særðust og voru fluttir á sjúkrahús. Erlent 13.10.2005 19:01
Öflug sprenging nærri flugvellinum Tveir féllu í valinn þegar bílsprengja sprakk nærri alþjóðaflugvellinum í Bagdad í morgun. Sprengingin var mjög öflug og heyrðist langar leiðir að sögn vitna í nágrenninu. Erlent 13.10.2005 19:00