„Við klárum bara rannsóknina“ Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag. 5.4.2023 11:54
Eldur í bíl á Reykjanesbraut Eldur kom upp í bíl á Reykjanesbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í morgun. Mikinn reyk lagði frá bifreiðinni. 5.4.2023 09:47
Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. 2.4.2023 23:06
Ekki lagabreytingar heldur lögleysa Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. 2.4.2023 20:37
Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2.4.2023 11:55
„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. 1.4.2023 22:07
Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1.4.2023 19:20
Horfa til afléttinga í ljósi góðra aðstæðna Snjóflóðahætta fer þverrandi á Austurlandi og standa vonir til að hægt verði að aflétta rýmingum fljótlega. Íbúi á Seyðisfirði er ósáttur við seinagang í upplýsingagjöf lögreglu til íbúa. 1.4.2023 12:11
Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6.3.2023 07:00
„Markmiðið er að vinna Eurovision“ Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að. 5.3.2023 20:56