Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stakk Chauvin 22 sinnum

Samfangi Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem myrti George Floyd í maí 2020, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk Chauvin 22 sinnum í alríkisfangelsi í Arizona í síðasta mánuði.

Leigusalar verði að átta sig á á­byrgðinni

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans

Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengju­byrgi

Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna.

Stað­ráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Stríðinu muni ekki ljúka þótt gíslarnir komi heim

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas munu halda áfram, þrátt fyrir að gíslunum sem teknir voru í síðasta mánuði verði sleppt. Ísrael muni halda áfram að berjast þar til „öllum markmiðum hefur verið náð“.

Stranda­glópar ýmist ösku­reiðir eða sultuslakir

Veður hefur leikið íbúa á suðvesturhorninu og víðar grátt í dag. Ferðamenn hafa ekki heldur farið varhluta af veðrinu, og einhverjir þeirra orðið fyrir því að flugferðum þeirra var frestað eða þær felldar niður. Þeir eru misánægðir með gang mála.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvíst er hvort hægt verði að gera við um tuttugu hús sem nú eru heitavatns- eða rafmagnslaus í Grindavík vegna bilunar í dreifikerfi. Ráðist var í umfangsmiklar viðgerðir í gær og í dag en ástandið versnar áfram.

Sjá meira