Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindvíkingar mega vera heima yfir jólin þrátt fyrir að enn sé talin töluverð hætta. Björgunarsveitir verða ekki í bænum og fólk sem ákveður að dvelja þar verður á eigin ábyrgð. 22.12.2023 18:00
Aðhafast ekki í prentvélarmáli en segja einokunarstöðu komna upp Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til skoðunar kaup félagsins Landsprents á prentvél og fleiru út úr þrotabúi Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið. Með kaupunum myndi samkeppni í dagblaðaprenti leggjast af, að því leyti sem brotthvarf slíkrar samkeppni verður rakið til kaupanna. 22.12.2023 17:38
Telja árásarmanninn tengjast líkfundum í skógi í síðustu viku Lögregla í Tékklandi telur að árásarmaðurinn sem skaut 15 til bana og særði 24 til viðbótar í skotárás á listadeild Karlsháskóla í miðborg Prag tengist drápi tveggja manneskja sem fundust látnar í síðustu viku. 21.12.2023 20:29
Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. 21.12.2023 19:24
Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21.12.2023 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21.12.2023 18:00
Ríkið greiði borginni rúmlega 3,3 milljarða Ríkið hefur verið dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tæplega 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga þess fyrrnefnda úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 20.12.2023 21:14
Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. 20.12.2023 21:01
„Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með“ Uppfært hættumat Veðurstofunnar gerir ráð fyrir töluverðri hættu á gosopnun í Grindavík. Áður var hættan talin mikil. Náttúruvársérfræðingur segir stöðuna geta breyst hratt, eins og hún hafi þegar gert. Því sé ómögulegt að segja til um framhaldið. 20.12.2023 18:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áfram dregur úr krafti eldgossins í Sundhnúkagígum. Afar skammur tími leið frá fyrstu merkjum um gos og þar til gosið sjálft hófst. Almannavarnir segja Grindvíkinga ekki fá að gista heima í það minnsta fyrr en gosinu lýkur. 20.12.2023 18:01