Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3.3.2024 11:49
Nemendur geti nú skráð sig í nám við Bifröst óháð fjárhag Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður skólagjöld í Háskólanum á Bifröst. Rektorinn segir mikilvægt að nemendur geti valið sér nám óháð fjárhag, en fullt meistaranám við skólann hefur kostað hálfa milljón. 2.3.2024 12:10
Blendnar tilfinningar til breytinga hjá sundlaugunum Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert. 25.2.2024 21:12
Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25.2.2024 19:25
Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. 25.2.2024 12:28
Fagnar sigri gegn kerfinu eftir fimm ára baráttu Fimm ára baráttu ungrar konu með sjaldgæfan taugasjúkdóm við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður. 24.2.2024 21:12
Funda aftur í hádeginu á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk nú um klukkan hálf sex. Boðað hefur verið til annars fundar klukkan tólf á morgun. 24.2.2024 17:40
Ný lögn í gegnum hraunið Lokað er fyrir heitt vatn á Grindavík meðan unnið er að því að tengja hjáveitulögn í bæinn. Með lögninni tapast minna af heitu vatni og hægt er að auka þrýstinginn. Um 25 manns vinna að verkinu, sem gengur vel. 24.2.2024 16:32
„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“ Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim. 24.2.2024 11:59
Almannavarnir boða til íbúafundar fyrir Grindvíkinga Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Laugardalshöll fyrir íbúa Grindavíkur næstkomandi mánudag. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. 24.2.2024 10:39