Neytti fíkniefna í verslun og heimtaði peninga af starfsmanni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í aðstöðu starfsmanna verslunar í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. 20.11.2021 07:22
Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9.11.2021 23:15
Gagnrýnir samkomulag ríkis og kirkju harðlega: „Sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert“ Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, telur að samkomulag ríkis og kirkju frá árinu 1997, iðulega kallað kirkjujarðasamkomulagið, séu óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar. Þeir muni að endingu kosta ríkið yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. 9.11.2021 22:06
Ákærður fyrir árásina á þinghúsið og leitar hælis í Hvíta-Rússlandi Bandarískur karlmaður sem ákærður er fyrir hlutdeild í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári hefur sótt um hæli í Hvíta-Rússlandi, að því er hvítrússneskir ríkisfjölmiðlar greina frá. 9.11.2021 21:30
Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9.11.2021 20:39
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til mun hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 9.11.2021 18:01
Efast ekki um að áhættuhópar ættu að þiggja þriðja skammtinn Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans kveðst nokkuð bjartsýnn á að notkun þriðja skammts bóluefnis við kórónuveirunni muni gefa góða raun í baráttunni við faraldurinn. 9.11.2021 17:48
Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8.11.2021 23:37
Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8.11.2021 22:25
Allt bendi til þess að þriðji skammturinn stuðli að hjarðónæmi Sóttvarnalæknir segist vonast til þess að örvunarbólusetning verði til þess að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. 8.11.2021 21:33